Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

23. mars 2016 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 605

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1603542 – Suðurhella 10, fyrirspurn

      Lagt fram erindi Rafns Guðmundssonar þar sem óskað er eftir að breyta hurð á húsinu, stækka hana.

      Skipulags- og byggingarfulltrúar synja erindinu þar sem það samræmist ekki heildarútliti hússins.

    • 1603516 – Lyngbarð 2, Þorlákstún, uppbygging og stöðuleyfi

      Lögð fram fyrirspurn Garðyrkju ehf dags. 16.3.2016 varðandi uppbyggingu á lóðinni og áframhaldandi stöðuleyfi til 1. júní 2017.

      Er5indinu vísað til skipulags- og byggingarráðs.

    • 1603373 – Kaplaskeið 16. Breyting.

      Gunnar Hjaltalín sækir 16.03.2016 um leyfi til að breyta hesthúsi eignarhluta 0101 samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarsyni dags. 3.3.2016.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010

    • 1603565 – Trönuhraun 1, byggingarleyfi

      Lagt fram erindi Kára Ársælssonar og Guðjóns Peturs Lýðssonar móttekið 22.3.2016 þar sem sótt er um að gera gistiheimili á 3 hæð hússins við Trönuhraun 1 skv. teikningum Arkhús arkitekstastofu dags. 22.3.2016.

      Afgreiðslu frestað, ófullnægjandi gögn.

    • 1603327 – Dalshraun 5, breyting

      Brimborg ehf sækir 14.3.2016 um breytingu á MHL 01&03 sameinaðir í mhl01. Breytt innraskipulagi og komið fyrir auka bílsastæðum , samkvæmt teikningum Jóns Hrafns Hlöðverssonar dagsettar 24.2.2016
      Stimpill Lota fyrifarið af brunahönnuði bárust 16.3.2016

      Afgreiðslu frestað. Gera þarf betur grein fyrir þessum 6 bílastæðum, teikna þau upp í stærri mælikvarða málsett.

    • 1603414 – Melabraut 24, breyting

      H.G. Jónsson ehf sækir 17.3.2016 um að sameina rými 02-03 og 02-04 í eitt rými 02-03 og breyting á innra skipulagi, samkvæmt teikningum Jóns Guðmundssonar dagsettar 15.3.2016

      Afgreiðslu frestað, sjá athugasemdir.

    • 1603578 – Seltún/Krýsuvík, stöðuleyfi

      Augnablik ehf sækir um stöðuleyfi fyrir grillvagn sem staðsettur yrði við Seltún í Krýsuvíkí Krýsuvík.

      Byggingarfulltrúi vísar erindinu til umsagnar Reykjanesfólksvangsnefndar og menningar- og ferðamálanefndar.

Ábendingagátt