Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

6. apríl 2016 kl. 09:30

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 607

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1602274 – Reykjavíkurvegur 10, svalir

      Tekið fyrir að nýju.
      Anton Stefánsson sækir 12.2.2016 um að gera byggja svalir á Reykjavíkurveg 10, samkvæmt teikningum Samúels Hreggviðssonar dagsettar 25.11.2015 , samþykki nágranna barst einnig.

      Tekið er jákvætt í stærð á svölum en skíla þarf nýjum teikningum skv. reglugerð.

    • 1511297 – Lækjarkinn 10, breyting

      Tekið fyrir aðnýju:
      Fjölnir Sæmundsson og Arndís Pétursdóttir sækja 25.11.15 um að breyta einbýlishúsi í tvíbýli sjá teikningar unnar af Sigurþóri Aðalsteinssyni dagsettar 25.11.2015
      Gögn v/íbuaskráningu frá árunum 1977 og staðfesting frá fyrri eigendum bárust 3.12.2015
      Nýjar teikningar bárust 22.2.2016 með stimpli SHS.
      Nýjar teikningar bárust 29.02.2016 sem að sýna nýtt bílastæði.

      Samþykkt að grenndarkynna erindið skv. 1. mgr. 44. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

    • 16011189 – Traðarberg 7, viðbygging

      Tekið fyrir að nýju:
      Stellar ehf.sækja 21.01.2016 um neðanjarðar viðbyggingu samkvæmt teikningum Hildar Bjarnardóttur dagsettar 19.1.2016.
      Grenndarkynningu lokið, engar athugasemdir bárust.

      Hildur Bjarnadóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa erindis.

      Skipulagsfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1603542 – Suðurhella 10, fyrirspurn

      Tekið fyrir að nýju.
      Lagt fram erindi Rafns Guðmundssonar þar sem óskað er eftir að breyta hurð á húsinu, stækka hana.

      Tekið jákvætt í erindið og óskað eftir fullnaðarteikningum.

Ábendingagátt