Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

11. maí 2016 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 612

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1602218 – Stakkahraun 1, stækkun rýma

      Tekið fyrir að nýju.
      Bílaraf ehf. sækir 10.2.2016 um að skipta rýmum í minni einingar samkvæmt teikninum Arnar Þórs Jónssonar dagsettar 21.1.2016, Nýjar teikningar bárust 04.05.16

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr.160/2010

    • 1605080 – Garðavegur 13, breyting

      Birkir Marteinsson og Halla Sigrún Sigurðardóttir sækja 04.05.16 um að reisa hæð ofan á steinsteypt hús samkvæmt teikningum Olgu Sigrúnar Sigfúsdóttur dags.29.04.2016

      Skipulagsfulltrúi sendir erindið í grenndarkynningu samkvæmt 44.gr laga nr. 123/2010

    • 16011365 – Furuás 33, breyting

      Tekið fyrir að nýju.
      Manuela Ósk Harðardóttir leggur 28.1.2016 inn reyndarteikningar af Furuás 33. samkvæmt teikningum Sigríðar Ólafsdóttur dagsettar 24.1.2016. Nýjar teikningar bárust 020516

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010

    • 1604402 – Selhella 13, fjölgun eigna

      Tekið fyrir að nýju.
      Kjarnagluggar ehf sækja 19.4.2016 um fjölgun eigna á Selhellu 13, samkvæmt teikningum Gunnar Rósinkranz.
      Undirskriftir meðeiganda bárust einnig.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010

    • 1605164 – Reykjanesbraut, skilti, athugasemd og fyrirspurn

      Borist hefur ábending um að verið sé að endurnýja gamalt skilti við Reykjanesbraut.
      Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 18. ágúst 2004 var þessu sama skilti hafnað á þeim forsendum að veitt hafði verið bráðabirgðaleyfi á sínum tíma og það þyrfti að sækja um endurnýjun leyfis og skiltið væri innan veghelgunarsvæðis vegagerðarinnar.
      Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 7. mars 2005 var sama erindi tekið fyrir og því hafnað á sömu forsendum.

      Byggingarfulltrúi beinir því til eiganda skiltisins að fjarlægja það enda ekki heimild fyrir skilti á þessum stað skv. samþykkt um skilti sem samþykkt var í bæjarstjórn Hafnarfjarðar þann 29. mars 2012. Einnig er vísað í áðurnefndar afgreiðslur vegna sama erindis.

    • 1507189 – Herjólfsgata 36-40, breyting á deiliskipulagi

      Trkið fyrir að nýju.
      Hólmar Logi Sigmundsson sækir 20.07.15 f.h. Morgan ehf um breytingu á deiliskipulagi Herjólfsgötu 36-40 samkvæmt uppdrætti Krark arkitekta dags. 13.07.2015.
      Tillagan gerir ráð fyrir að atvinnuhúsnæði á jarðhæð húss nr. 38 verði breytt í íbúð, þannig að íbúðum fjölgi úr 49 í 50. Fyrir liggur samkomulag við húsfélagið um breytinguna.

      Afgreiðslu frestað, hönnuði bent á að hafa samband við byggingarfulltrúa, vegna teikninga.

    • 1604312 – Suðurhella 8, byggingaleyfi

      Kristinn Ragnarsson sækir 14.04.16 um að rými 0101,0102,0201 og 0202 eru innréttuð fyrir frumframleiðslu að hluta og matvælaframleiðslu að hluta, samkvæmt teikningum Kristins Ragnarsonar dag.01.03.16
      Nýjar teikningar bárust 03.05.16

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010

Ábendingagátt