Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

22. júní 2016 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 618

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1606105 – Hnoðravellir 23, fyrirspurn til skipulags- og byggingafulltrúa

      Lögð fram fyrirspurn Kristínar M Kristjánsdóttur dags. 6.6.2016 um að setja þakglugga á húsið.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggignarfulltrúa synjar erindinu um að setja þakglugga á milliloft.

    • 1606252 – Lækjargata 11, fyrirspurn.

      Lárus Gunnar Jónsson og Halldóra Björk Smáradóttir leggja 14.06.16 fram fyrirspurn um að breytingu á tengibyggingu og byggja hjólageymslu og gróðurhús.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa synjar erindinu með hliðsjón af fyrirliggjandi athugasemdum.

    • 1606307 – Bjarkavellir 1, breyting

      Valhús sækir 16.06.16 um að breyta staðsetningu sorpgeymslu samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar dags.mars 2013. Stimpill slökkviliðs er á teikningu.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr.160/2010

    • 1604282 – Krýsuvíkurvegur, malarnám og framkvæmdaleyfi í Kapelluhrauni

      Lögð fram umsókn Borgartaks ehf. dags.11.04.2016 um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku úr námasvæði E2 í landi Skógræktar ríkisins skv. samningi þar að lútandi dags. 26.11.2012 og staðfestingu hans dags. 26.02.2016.

      Framkvæmdaleyfi samþykkt með vísan í 5. mgr. 13 gr. Skipulagslaga 123/2010, og meðfylgjandi greinagerð dags. 21.06.2016.

    • 1511297 – Lækjarkinn 10, breyting

      Tekið fyrir að nýju.
      Fjölnir Sæmundsson og Arndís Pétursdóttir sækja 25.11.15 um að breyta einbýlishúsi í tvíbýli sjá teikningar unnar af Sigurþóri Aðalsteinssyni dagsettar 25.11.2015
      Gögn v/íbuaskráningu frá árunum 1977 og staðfesting frá fyrri eigendum bárust 3.12.2015
      Nýjar teikningar bárust 22.2.2016 með stimpli SHS.
      Nýjar teikningar bárust 29.02.2016 sem að sýnir nýtt bílastæði.
      Samþykkt var að grenndarkynna erindið 6.4. sl. og er henni lokið. Engar athugasemdir bárust.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010

    • 1605080 – Garðavegur 13, breyting

      Tekið fyrir að nýju.
      Birkir Marteinsson og Halla Sigrún Sigurðardóttir sækja 04.05.16 um að reisa hæð ofan á steinsteypt hús samkvæmt teikningum Olgu Sigfúsdóttur dags.29.04.2016.
      Samþykkt var að grenndarkynna erindið 11.5. sl. Grenndarkynningu er lokið og barst ein athugasemd.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

    • 1606392 – Flatahraun 29-dagsektir ólögleg búseta

      Dagsektir vegna ólöglegrar búsetu á efri hæð hússins teknar til afgreiðslu.
      Eigandi fékk bréf, dagsett 27.05.2016,um væntanlegar dagsektir.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að leggja dagsektir á eiganda að 0201 og 0202, í samræmi við 56.gr laga um mannvirki nr. 160/2010. Skrifstofuhúsnæði hefur verið innréttað sem íbúðarhúsnæði án leyfa og ólögleg búseta er í því húsnæði.

    • 0909008 – Óseyrarbraut 29, byggingarstig og notkun

      Tekið fyrir að nýju.
      Óseyrarbraut 29, er á bst. 1 en skv. úthlutunarskilmálum átti að skila fokheldi 1. febrúar 2009 en fokheldi 1. febrúar 2010.
      8 sept 2015 var eiganda sent bréf þess efnis að lokaúttekt hafi ekki farið fram og ef ekki yrði brugðist við þá yrðu lagðar dagsektir á byggingarstjóra og eiganda.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir
      að leggja dagsektirnar á í samræmi við 56.grein laga um mannvirki nr. 160/2010 þar sem ekki hefur verið brugðist við fyrri tilmælum.

    • 1606272 – Flatahraun 13, reyndarteikningar

      Guðmundur Oddur Víðisson sækir 15.6. 2016 um að fá reyndarteikningar samþykktar

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr.160/2010

    • 1606451 – Norðurhella 19-dagsektir- gámar í óleyfi

      Varðar gáma sem eru í óleyfi á lóð

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir
      að leggja dagsektirnar á eigenda vegna gáma sem eru í óleyfi á lóðinni, bréf þess efnis var sent og hefur ekki verið brugðist við. Dagsektir lagðar á samanber 56.gr laga um mannvirki nr. 160/2010

    • 1606450 – Suðurhella 5- dagsektir- umgegni á lóð

      Umgegni á ofangreindri lóð tekin til umfjöllunar.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir
      að leggja dagsektir á eigenda vegna drasl sem er á lóðinni, bréf þess efnis var sent og hefur ekki verið brugðist við. Dagsektir lagðar á samanber 56.gr laga um mannvirki nr. 160/2010

    • 1606449 – Suðurhella 7-dagsektir-drasl á lóð

      Umgegni á ofangreindri lóð tekin til umfjöllunar.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir
      að leggja dagsektir á eigenda vegna drasl sem er á lóðinni, bréf þess efnis var sent og hefur ekki verið brugðist við. Dagsektir lagðar á samanber 56.gr laga um mannvirki nr. 160/2010

Ábendingagátt