Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

6. júlí 2016 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 620

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1511280 – Krýsuvík, greftrun

      Fyrirspurn um greftrun í Krýsuvík grafreit

      Afgreiðslufundur skipulags og byggingarfulltrúa synjar beiðninni með hliðsjón af umsögn kirkjugarðsráðs

    • 1607057 – Skipalón 1, 0304 svalalokun

      Jón Einarsson íbúð 0304 sækir 05.07.16 um svalalokun, sbr. samþykkt erindi húsfélagsins þar að lútandi 1.júni sl mál 1604121

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr 160/2010

    • 1607075 – Skipalón 1, 0303 svalalokun

      Jón Ólafur Halldórsson og Ingibjörg Hrefna Guðmundsdóttir íbúð 0303 sækja 06.07.16 um svalalokun.
      sbr. samþykkt erindi húsfélagsins þar að lútandi 1.júni sl mál 1604121

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr 160/2010

    • 1606475 – Skipalón 1, 0401 svalalokun

      Sigurborg Þóra Helgadóttir og Sigtryggur Ingi Jóhannsson sækja 27.06.16 um svalalokun á íbúð 0401.
      sbr. samþykkt erindi húsfélagsins þar að lútandi 1.júni sl mál 1604121

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr 160/2010

    • 1606505 – Kaldárselsvegur J1, breyting

      Níels Hannesson og Lára Magnúsdóttir sækja 29.06.16 um að endurbyggja og stækka sumarhús samkvæmt teikningum Haraldar Ingvarssonar dags.28.06.16. Nýjar teikningar bárust 5.7.2016.

      afreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi

    • 0711096 – Stapahraun 11, byggingarleyfi.

      Sótt var um byggingarleyfi 2007 um byggingu á lóð númer 11 við Stapahraun. Hætt var við framkvæmdir á sínum tíma. Sótt er um að fá að endurnýja byggingarleyfið frá 21.11.2007

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010

Ábendingagátt