Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

13. júlí 2016 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 621

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1607088 – Rauðhella 7. breyting.

      LF11 ehf sækir 06.07.2016 um að bæta við millilofti í rými 01-02. Leiðrétt innra skipulag samkvæmt teikningum Jóns Guðmundssonar dags. 22.03.2002.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010

    • 1607087 – Rauðhella 9. breyting

      LF11 ehf sækir 06.07.2016 um að bæta inn millilofti í rými 01-03. Leiðrétt útlit og grunnmynd samkvæmt teikningum Jóns Guðmundssonar dags. 03.02.2004.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010

    • 1607160 – Trönuhraun 1, breyting

      North Investment sækir 12.07.16 um að breyta innra skipulagi á 3.hæð samkvæmt teikningum Odds Kr. Finnbjarnarsonar dags.07.07.2016

      gögn ófullnægjandi

    • 1604175 – Norðurhella 15, breyting

      Selið Fasteignafélag ehf. sækir 8.4.2016 um að gera 16.íbúða gistiheimili samkvæmt teikningum Jóns Þórs Þorvaldssonar dagsettar 8.4.2016. Nýjar teikningar bárust 04.05.16.
      Nýjar teikningar bárust þann 21.6.16

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010

    • 1606506 – Brekkugata 20, fyrirspurn til skipulags- og byggingafulltrúa

      Fyrirspurn um hvort byggja megi viðbyggingu á Brekkugötu 20

      Samkvæmt gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir byggingareit fyrir bílskúr aftar í lóð, og jafnframt skal komið fyrir bílastæði fyrir framan hann. Fyrirliggjandi tillaga gerir ekki ráð fyrir slíkri lausn. Bílskúr að Brekkugötu 22 er byggður með svipuðum hætti og fyrirspurn um bílskúr að Brekkugötu 20 gerir ráð fyrir. Brekkugata er þröng gata, og því
      æskilegt er að koma sem flestum bifreiðum af götu inn á lóð ef aðstæður og fyrirhugaðar framkvæmdir gefa tilefni til slíkrar lausnar og útfærslu.

    • 1607148 – Álfaskeið 78, umsókn um byggingarleyfi.

      Húsfélag Álfaskeið 78-80 sækir 11.07.2016 um að breyta stofugluggum í endaíbúðum á vesturhlíð með því að bæta við póstum og opnanlegu fagi samkvæmt teikningum Reynis Kristjánssonar dags. 05.07.2016. Gert til að auka loftunarmöguleika. Breytingar verði gerðar á næstu árum samhliða endurnýjun hefst 2016/2017.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010

    • 1605508 – Kaplahraun 9b breyting

      4K ehf sækir 24.05.16 um leyfi til að breyta húsnæði í gistiskála samkvæmt teikningum Jóns Grétars Ólafssonar dag.24.05.16
      Nýjar teikningar bárust 12.07.2016.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010

    • 1304501 – Vatnsendakrikar í Heiðmörk, kalt vatn, nýting

      Lilja Oddsdóttir umhverfisverkfræðingur hjá Mannvit óskar eftir með bréfi dags. 1. júlí 2016 að setja upp vatnshæðarmæli í Hvaleyrarvatni vegna áforma um aukið eftirlit með vatnsvinnslu í Vatnsendakrikum og mögulegu samspili vinnslu þar og grunnvatnshæðar á vinnslusvæði Vatnsveitu Hafnarfjarðar í Kaldárbotnum. Uppsetningin verður í ótilgreindan tíma eða fram til 2020 hið minnsta og felur í sér lagningu 1″ galvaníseraðs vatntsrörs ca. 24 m útí vatnið. Á bakkanum myndi rör hýsa mælingartæki og þyrfti einnig að festa vatnsrör niður á vatnsbotn. Umsögn Dags Jónssonar veitustjóra liggur fyrir.

      Skipulags og byggingarfulltrúar veita umbeðið leyfi en áréttar að mikil umferð er um Hvaleyarvatn að vetri og þarf að huga að því að yfirborðið er breytilegt eftir árstíðum. Hafnarfjarðarbær ber ekki ábyrgð á neinu tjóni sem kann að hljótast á búnaði vegna umferðar um vatnið. Óskað er eftir því að þessi framkvæmd verði gerð í samstarfi við umhverfis- og skipulagsþjónustu og skógræktarfélag Hafnarfjarðar með það í huga að þessi tæki séu ekki áberandi í landinu.

    • 1602414 – Norðurbakki 1, 01-0101, breyting

      Sótt um að breyta rými veitingarekstur í hótelíbúðir skv.tillöguteikningum Arkþing.

      Vísað til skipulags- og byggingarráðs

    • 1607151 – Skútahraun 6, byggingarleyfi

      Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sækir 11.07.16 um að byggja geymsluhús úr einagruðum samlokueiningum, sökklar og botnplata eru staðsteypt samkvæmt teikningum Sigurðar Þorðrvarðarsonar dags. 20.10.2015.
      Erindið var grenndarkynnt 17.05-18.06.2016. Athugasemdir bárust.

      Vísað til skipulags- og byggingarráðs.

    • 1607232 – Reykjavíkurvegur 60, dagsektir, skjólveggur

      Settur hefur verið upp skjólveggur á vesturhlið, án leyfis

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að leggja dagsektir á eigenda 0101 sem hýsir Ölhúsið. dagsektir eru 20.000 kr á dag frá og með 4 júli 2016 í samræmi við 56. gr laga um mannvirki nr. 160/2010

    • 1607007 – Skipalón 1, 0504 svalalokun

      Ágúst Baldursson íbúð 504 sækir um 7.07.2016 svalalokun, sbr. samþykkt erindi húsfélagsins þar að lútandi 1.júni 2016. mál 1604121

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010

    B-hluti skipulagserindi

    • 1607127 – Hafravellir 13, deiliskipulag

      Eysteinn H.Sigursteinsson og Sigríður D. Þórðardóttir sækja um deiliskipulagsbreytingu í framhaldi af máli 1409806. grendarkynning hefur farið fram.

      Skipulagsfulltrúa falið að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi með vísan til bókunnar skipulags- og byggingarráðs 31.08.2015

Ábendingagátt