Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

20. júlí 2016 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 622

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Sigurður Steinar Jónsson starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1607229 – Klukkuvellir 1, fyrirspurn um byggingu sólpalls

      Guðbjörn Karl Ólafsson leggur 14.07.2016 inn fyrirspurn um að byggja sólpall við hús á Klukkuvöllum 1. Eigendur á íbúðum 0101, 0102 og 0103 óska eftir leyfi bæjarins til að fara 1 metra lengra út frá húsi þ.e.s. 4 m í stað 3 m.

      Tekið er jákvætt í erindið

    • 1607221 – Kaplahraun 15, breyting

      FM Eignir hf sækir 14.07.2016 um að breyta innra skipulagi í rými 0101 samkvæmt teikningum Kristins Ragnarssonar dags. 13.07.2016.

      Sækja þarf um breytta notkun og leggja inn skráningartöflu

    • 1607162 – Sólvangsvegur 1, svalalokun

      Húsfélagið Sólvangsvegi 1 sækir 12.06.16 um gustlokun svala og skjólveggi fyrir 1 hæð.samkvæmt teikningum Finns Björgvinssonar dags, 02.06.2016

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010

    • 1607218 – Reykjavíkurvegur 66, breyting á eignahluta

      Ágúst Böðvarsson sækir 14.07.2016 um að skipta eigninni 0102 upp í 3 eignin, sjá meðfylgjandi bréf samkvæmt teikningum Friðriks Friðrikssonar dags. 20.06.2016.

      Skoða þarf rýmisnúmer og hurðir á milli þeirra, ath flóttaleiðir, vantar ræstivask

    • 1607295 – Kvistavellir 40, fyrirspurn, skjólveggur

      Fyrirspurn um hvort byggja megi skjólveggi á lóðarmörkum

      Tekið er jákvætt í erindið

Ábendingagátt