Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

27. júlí 2016 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 623

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Sigurður Steinar Jónsson starfsmaður
  • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1607343 – Hellisgata 18, reyndarteikningar

      Húsfélagið Hellisgötu 18 sækir um samþykki fyrir reyndarteikningum skv. teikningum Arkitektastofunnar Austurvelli dags 20.7.16.

      Vantar samþykki aðliggjandi lóðarhafa útaf skjólveggjum á lóðarmörkum

    • 1607341 – Hvaleyrarbraut 3, breyting á innra skipulagi, matvörubúð

      Guðmundur Oddur Víðisson sækir um fyrir hönd Kaupáss breytingu á innra skipulagi matvöruverslunar skv. teikningum Guðmundar Odds Víðissonar dags. 22.7.16

      gögn ófullnægjandi

    • 1607342 – Hvaleyrarbraut 3, 1. hæð, breyting á lofti

      Geco ehf, sækir um leyfi til að breyta brunaklæðningu í lofti á 1. hæð sjá meðf. sérteikningu frá Sigurþóri Aðalsteinssyni dags. 20.7.2016

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010

    • 1607265 – Hnoðravellir 23, fyrirspurn um þakglugga

      Fyrirspurn um hvort megi setja 2 þakglugga á þakið

      Tekið er jákvætt í erindið um að setja 2 þakglugga á þakið, sækja þarf um byggingarleyfi fyrir framkvæmdinni

    • 1607297 – Kvíholt 12, fyrirspurn, pallur

      Fyrirspurn um hvort megi setja brú frá húsi yfir á bílskúr og gera þar sólpall, við lóðarmörk hjá klaustrinu

      Tekið er neikvætt í erindið

    • 16011233 – Tjarnarvellir 11, breyting

      RA6 ehf sækir 25.01.16 um að breyta innra fyrirkomulagi samkvæmt teikningum Sigurðar Hallgrímssonar dags. 16.01.16
      Nýjar teikningar bárust 29.04.16
      Leiðréttar teikningar bárust 20.5.2016.
      Nýjar teikningar bárust 20.07.2016.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr.160/2010

    • 1607451 – Norðurbakki 11, færa bílastæði milli íbúða

      Sótt er um leyfi til að færa bilastæði B36 af íbúð 0205 að Norðurbakka 11B yfir á íbúð 0502 Norðurbakka 11A.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr.160/2010

    • 1607489 – Furuás 24, dagsektir

      Furuás 24, húsið er skráð fokhelt, búið er í húsinu, handriði á svalir vantar sem er öryggisatriði

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að leggja dagsektir á eigenda sem eru 20.000 kr á dag frá og með 25 júli 2016 í samræmi við 56.gr laga um mannvirki nr. 160/2010

    • 1605090 – Traðarberg 7, breyting á byggingarleyfi,

      Sótt eru um að bæta við björgunaropi á útvegg og fjarlægja þakglugga á þegar samþykktar teikningar

      Hildur Bjarnadóttir vék af fundi.
      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr 160/2010

Ábendingagátt