Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

28. september 2016 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 632

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1609598 – Óseyrarbraut 22, reyndarteiknignar

      Eimskip leggur 06.09.16 inn reyndarteikningar v/ athugasemda við lokaúttekt. Teiknað af Önnu Margréti Hauksdóttur.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr.160/2010

    • 1609617 – Burknavellir 16, breyting á þakklæðningu

      Ingi Þór Harðarson sækir 27.09.16 um að breyta þakklæðningu samkvæmt teikningum Jón M. Halldórssonar dag. 29.01.04
      Samþykki lóðarhafa 12 og 14 liggur fyrir.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
      Framkvæmdin er á ábyrgð umsækjanda komi til kæru af hendi eiganda Burknavalla 10 og Hafnarfjarðarbær því ekki bótaskyldur.

    • 1609540 – Eskivellir 9a og b, svalalokun

      Húsfélagið Eskivöllum 9a og b sækir 22.09.16 um að setja svalalokun á íbúðir hússins samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar dags. 07.07.04

      Afgreiðslu frestað þar vantar undirskriftir í fundargerð húsfélagsins.

    • 1609587 – Norðurhella 17, breyting í gistiheimili

      Hraunbraut ehf sækja 26.09.16 um að breyta húsi í gistiíbúðir samkvæmt teikningum Guðmundar Gunnlaugssoanr dags. 21.09.16 sjá meðf. bréf.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

    • 1609586 – Norðurhella 19, fyrirspurn

      Hraunbraut ehf leggja 26.09.16 fram fyrirspurn um að óska eftir að fá að stækka byggignareit til suðurs á lóðinni sjá meðf. bréf.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

    • 1609529 – Eskivellir 13, breyting á þaki

      Bjallaból ehf. sækir 21.09.2016 um breytingar á þaki/þakformi úr valmaþaki í slétt þak samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar dags. 30.12.2014.

      Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi, valmi teiknaður á afstöðumynd.

    • 1609608 – Smyrlahraun 39, fyrirspurn

      Björn Sigurðsson leggur inn fyrirspurn dags. 10.9.2016 um að fá að byggja kvist á þak raðhúss á Smyrlahrauni 39.

      Afgreiðslufundur skipulgs- og byggingarfulltrúa tekur jákvætt í erindið, en staðsetning á kvist þarf að fullnægja kröfum byggingarreglugerðar með tilliti til eldvarna.

    • 1609627 – Óseyrarbraut 16, Hlaðbær-Colas, framkvæmdaleyfi, umsókn

      Malbikunarstöðin Hlaðblr-Colas sækja þann 27.9.2016 um niðurrif á tanki Bt2 á lóð sinni að Óseyrarbraut 16. Meðfylgjandi er staðfesting heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis dags. 27. september 2016.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir erindið með vísan í staðfestingu heilbrigðiseftirlits dagsett 27.09.2016

    • 1609610 – Kaplahraun 16, endurnýjun á byggingarleyfi

      Vélsmiðja Orms og Víglundar ehf sækir 27.09.16 um endurnýjun á áður samþykktu byggingarleyfi frá 2013 málsnúmer 1312309.

      Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.

Ábendingagátt