Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

5. október 2016 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 633

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1608824 – Klukkuvellir 1, byggingarleyfi, svalalokun

      Tekið fyrir að nýju.
      Björn Matthíasson óskar eftir svalalokun við íbúð 403 við Klukkuvelli 1. Lagður fram nýr undirskriftarlisti með samþykki meðeigenda.

      Byggingarfulltrú samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1609500 – Flatahraun 5a, breyting á útgönguleið

      Tekið fyrir að nýju.
      Blikaás ehf sækir 20.09.16 um að breyta neyðarútgangi á bakhlið hússins samkvæmt teikningum Kára Eiríkssonar dags.07.09.16. Nýjar teikningar bárust 30.09.2016.

      Byggingarfulltrú samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010

    • 1610037 – Rauðhella 11, breyting á innraskipulagi

      Stjörnan sækir 04.10.16 um að breyta innra skipulagi. Stækkun á millilofti í rými 01-01 samkvæmt teikningum Jón Guðmundssonar dags.03.05.05

      Afgreiðslu frestað, vantar stimpil slökkviliðs.

    • 1609668 – Norðurhella 8, breyting, fækkun á svölum

      Selið Fasteignafélag ehf. sækir 30.09.2016 um breytingu á svölum samkvæmt teikningum Jóns Þórs Þorvaldssonar dags 22.03. 2011. Það verða 5 svalir í staðinn fyrir 6,. Aðalteikningar stimplaðar af slökkviliðihöfuðborgarsvæðis og heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis liggja fyrir.

      Byggingarfulltrú samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010

    • 1610007 – Cuxhavengata 1,breyting á eignanúmerum

      H.G. Jónsson ehf sækir 03.10.16 um að bæta við eignanúmerum á hluta af rými 01-09 sem áður hafði verið samþ.sem tvö sjálfstæð rými. Samkvæmt teikningum Jóns Guðmundssonar dag.28.09.16

      Byggingarfulltrú samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010

    • 1609676 – Trönuhraun 9, byggingarleyfi, gistiheimili

      Ingvar og Kristján ehf sækir 30.09.2016 um leyfi til að byggja 45 eininga gistiheimili samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarssonar dags. 25.09.2016.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggignarfulltrúa vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

    • 1609679 – Melabraut 20, byggingarleyfi

      Skák ehf. sækir 30.09.2016 um leyfi fyrir við-nýbyggingu samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarssonar dags. 30.09.2016.

      Afgreiðslu frestað vegna ófullnægjandi gagna, vantar stimpil shs.

    • 1610026 – Stapahraun 11-12, eigin úttektir

      Sævar Þór Sigurðsson byggingarstjóri sækir 03.11.16 um að Jens Karl Bernharðsson annist eigin úttektir vegna Stapahrauns 11-12. Samþykki lóðarhafa liggur fyrir.

      Afgreiðslu frestað, vantar verklýsingu með umsókn samanber 3.7.5 gr. byggingarreglugerðar 112/2012.

    • 1608747 – Breiðhella 22, byggingarleyfi

      Tekið fyrir að nýju.
      DS Lausnir ehf. leggur inn 26.08.16 umsókn um byggingarleyfi. Sótt er um nýbyggingu, stálgrindarhús klætt með samlokueiningum samkvæmt teikingum frá Kristinn Már Þorsteinssonar dagsettar 10.08.16. Nýjar teikningar bárust 04.10.16.

      Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi, vantar stimpil shs.

Ábendingagátt