Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

26. október 2016 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 635

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1607151 – Skútahraun 6, byggingarleyfi

      Tekið fyrir að nýju.
      Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sækir 11.07.16 um að byggja geymsluhús úr einagruðum samlokueiningum, sökklar og botnplata eru staðsteypt samkvæmt teikningum Sigurðar Þorðrvarðarsonar dags. 20.10.2015
      Nýjar teikningar bárust í september 2016

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010

    • 1610363 – Rauðhella 5, byggingarleyfi breyting

      RA 6 ehf sækir 25.10.16 um breytingu, milliloft hefur verið sett upp í eigninni 1003. Samkvæmt teikningum Friðriks Friðrikssonar dag.16.09.16

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010

    • 1608295 – Selvogsgata 12, fyrirspurn

      Gunnar Agnarsson leggur fram 17.08.16 fyrirspurn um að breyta deilisskipulagi til að byggja íbúðar ris með kvistum í samræmi við umhverfið. Samkvæmt teikningum og skissum frá Gísla Gunnarssyni.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

    • 1610348 – Ölduslóð 12,fyrirspurn

      Rós Sveinbjörnsdóttir leggur inn fyrirspurn dags. 25.10.2016 vegna hækkunar á þaki hússins við Ölduslóð 12, 220 Hfj.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs

    • 1610383 – Hvaleyrarbraut 22, dagsektir 0201, ólögleg búseta

      Í rými 0201 er ólögleg búseta, eiganda var sent bréf þess efnis og ekki hefur verið brugðist við. Ekki er leyfð búseta á þessu svæði samkvæmt skipulagi

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að leggja á dagsektir á eiganda 0201. Dagsektir eru 20.000 á dag frá og með 31 okt.2016 í samræmi við 56. gr laga um mannvirki nr. 160/2010

    • 1610380 – Álfaskeið 78, dagsektir vegna skjólveggja á lóð

      Eigandi á jarðhæð er með skjólveggi og sólpall án leyfis, honum var sent bréf þess efnis en ekki hefur verið brugðist við

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að leggja á dagsektir á eiganda 0001. Dagsektir eru 20.000 á dag frá og með 31 okt.2016 í samræmi við 56. gr laga um mannvirki nr. 160/2010

Ábendingagátt