Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

29. mars 2017 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 654

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1703435 – Hvaleyrarbraut 3, reyndarteikningar

      Geco ehf. og Markús Lifenet ehf. leggja inn þann 27.03.2017 reyndarteikningar teiknaðar af Sigurþóri Aðalsteinssyni dags. 15.08.2016 í fullu umboði lóðarhafa

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið i samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 1611444 – Einivellir 3, eigin úttektir

      Dverghamrar ehf sækja þann 30.11.2016 um að framkvæma eigin úttektir, byggingarstjóri er Karl Birgisson.

      Byggingarfulltrúi samþykkir að byggingarstjóri fái að gera sínar eigin úttektir í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. Steyptar burðarplötur eru undanskildar og sér byggingarfulltrúi um þær úttektir

    • 1611443 – Einivellir 1, eigin úttektir

      Dverghamrar ehf sækja þann 30.11.2016 am að framkvæma eigin úttektir á Einivöllum 1, byggingarstjóri er Karl Birgisson.

      Byggingarfulltrúi samþykkir að byggingarstjóri fái að gera sínar eigin úttektir í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. Steyptar burðarplötur eru undanskildar og sér byggingarfulltrúi um þær úttektir

    B-hluti skipulagserindi

    • 1605207 – Túnhvammur, aspir á bæjarlandi

      Íbúar við Túnhvamm og Klausturhvamm óska með undirskriftarlista dags. 5. maí 2016 eftir að aspir á bæjarlandi verði fjarlægðar eða grisjaðar þar sem þær valdi skugga og skerði útsýni.

      Skipulags- og byggingarfulltrúar samþykkja í samráði við garðykjustjóra að þessi asparöð verið snyrt og einstaka tré fjarlægt. Stór og stæðileg tré verða þó látin halda sér.

    • 1703483 – Vegvísir til vina

      Hafnarfjarðarbær óskar með tölvupósti dags. 28.3.2017 eftir heimild til að setja upp vegvísa á ljósastaur fyrir framan ráðhús Hafnarfjarðar sem vísar á 10 vinabæi Hafnarfjarðarbæjar. Til stendur að vegvísirinn verði afhjúpaður á opnunarathöfn vinabæjarmóts norrænu vinabæjarkeðjunnar þann 1. júní 2017.

      Skipulagsfulltrúi heimilar uppsetningu vegvísanna þar sem erindið samræmist skiltasamþykkt sem samþykkt var í Bæjarstjórn Hafnarfjarðar þann 29. mars 2012.

    • 1703514 – Krýsuvík, uppsetning tjalds í sandfjörunni við Hverahlíð.

      Kormákur Hlini Hermannsson Icelandexpeditions.is óskar með tölvupósti dags. 24. mars sl. eftir að setja upp tjald yfir daginn þegar fyrirtækið býður uppá ferðir í Krýsuvík við fjöruna við Hverahlíð. Tjaldið verður tekið niður að kvöldi.

      Skipulags- og byggingarfulltrúar samþykkja erindið með skilyrðum um góða umgengni. Bent er á að Krýsuvíkursvæðið er innan Reykjanesfólkvangs sem er friðlýstur skv. lögum um náttúruvernd og umrætt svæði er hverfisverndað í aðalskipulagi Krýsuvíkur.
      Leyfið er veitt til loka september 2017.

    • 1704019 – Ljósleiðaravæðing, ósk um kaffiskúra á bæjarlandi

      Steinagarðar ehf sækja með ódags. erindi, mótteknu 3.4.2017, um heimild til að setja upp vinnuskúra og lageraðstöðu vegna framkvæmda Gagnaveitu Reykjavíkur við að setja ljósleiðara í Hafnarfirði. Verklok eru áætluð í lok nóv 2017. Staðsetning, Norðurbakki 27 og Garðavegur 22.

      Skipulagsfulltrúi samþykkir að sett verður upp vinnuaðstaða fyrir starfsmenn á þessum tveim stöðum til lok nóvember 2017

    C-hluti erindi endursend

Ábendingagátt