Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

26. apríl 2017 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 657

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1610375 – Langeyrarvegur 4, byggingarleyfi, fjölgun íbúða

      Brynjar Ingólfsson sækir 3.4. 2017 um að eignatengja bílskúr á Brunnstíg 3 við Langeyrarveg 4 þannig að bílskúrinn verði undir fastanúmeri Langeyrarvegs 4.

      Byggingarfulltrúi samþykkir breytta skráningu samkvæmt fyrirliggjandi skráningartöflu. Eignir 0101 og 0103 mhl. 01, fastanúmer 207-7268 eignatengjast. Eignatenging bílskúrs við mhl. 01 Brunnstíg 3 (fastanr. 207-4191)fellur niður.

    • 1703017 – Flugvellir 1, byggingarleyfi

      Iceeignir ehf. Reykjavíkurflugvelli 101 Reykjavík sækja um að setja skilti á lóðina, samkvæmt uppdráttum VA arkitekta.
      Lögð fram samþykkt bæjarstjórnar frá 29.03.2016 þar sem bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum að umsækjanda, Iceeignum ehf., sé heimilt að reisa upplýsingaturn innan byggingarreits á lóðinni Flugvellir 1 í samræmi við efni umsóknar, 4 sitja hjá.

      Skipulagsfulltrúi samþykkir að gefa út framkvæmdaleyfi með vísan til 11. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.

    • 1610376 – Rauðhella 8, reyndarteikningar

      Tekið fyrir að nýju.
      H.Jacobsen ehf,Verkfast ehf og A.H önglar leggja 26.10.16 inn reyndarteikningar. Samkvæmt teikningum Emils Þórs Guðmundsonar dag.20.10.16.
      14.03.17 Nýjar teikningar bárust með stimpli frá slökkviliðinu. Skráningartafla í 3 riti barst 21.04.2017.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 1703121 – Klettahraun 23, byggingarleyfi

      Tekið fyrir að nýju erindi Magnúsar Inga Óskarssonar og Signýjar Jóhannesdóttur dags. 08.03.2017 um stækun stofu og lækkun gólfs,stækkun bílskúrs, stækkun baðherbergis, niðurrif innveggja samkvæmt teikningum Freyrs Frostasonar dags 07.03.2017.
      Erindið var grenndarkynnt og engar athugasemdir bárust

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 116/2010, erindið var grenndarkynnt og engar athugasemdir bárust

    • 1704368 – Staðarberg 2-4, byggingarleyfi, fastanúmer 222 8352

      PHUT ehf. sækir 24.04.2017 um breytingu innanhús fyrir nýjan veitingastað samkvæmt teikningum Pálmars Kristmundssonar dags. 11.04.2017.

      Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.

    • 1704380 – Linnetsstígur 1, byggingarleyfi

      Ingvar Guðmundsson sækir 21.04.2017 um leyfi til að breyta núverandi skrifstofum á 2. hæð hússins í 2 íbúðir samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar dags. 10.04.2017.

      Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.

    • 1704139 – Álfholt 56A, gluggi á þak

      Gosi trésmiðja leggur inn umsókn dags. 10.4.2017 um glugga á þak á Álfholti 56a. Samkvæmt teikningum Sigurbjartar Halldórssonar dag.20.02.17

      Afgreiðslu frestað, vantar samþykki meðeigenda samanber fjöleignarhúsalög nr. 26/1994, 39 gr. 1 mgr.

    • 1704188 – Heiðvangur 44, fyrirspurn bílastæði á lóð

      Hallgrímur Smári Þorvaldsson og María Jóna Guðnadóttir leggja fram fyrirspurn þann 12. apríl 2017 um leyfi til þess að gera aukastæði fyrir hjólhýsi í vesturhorni lóðar. Stærð stæðis 4,5m (b) x 9 m (l). Stæðið væri alla jafna lokað af með hliði og væri því ekki notað sem bílastæði. Færa þarf ljósastur um ca. 3m.
      Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. apríl 2017.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggignarfulltrua synjar erindinu þar sem það samræmist ekki deiliskipulagi.

    • 1704057 – Hafravellir 1,byggingarleyfi

      Skúli Sigvaldason og Auður Halldórsdóttir sækja 6. 4. 2017 um leyfi til að byggja steypt einbýlishús sem mun verða byggt upp með forsteyptum einingum frá Einingaverksmiðjunni. Að auki er sótt um lækkun á hæðarkvótum um 200 mm skv. hæðarblaði, þannig að hæðarkvótar fara úr 27.30 í 27.10 og 27.00 í 26.80 í bílskúr skv. teikningum frá Guðna Sigurbirni Sigurðssyni, dags. 2. 4.2017. Nýjar teikningar bárust 24.04.2017.

      Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.

    • 1704353 – Strandgata 90, reyndarteikningar

      Haraldur Jónsson ehf. sækir þann 21. 4. 2017 um samþykki fyrir reyndarteikningum af hluta af 1. hæð, 2.hæð og að koma fyrir flóttasvölum og flóttastiga frá 2. hæð skv. teikningum frá Hjörleifi Sigurþórssyni, dagsettar 20.3.2017. Meðfylgjandi er greinargerð um fyrirhugaðar breytingar á brunavörnum í Strandgötu 90, Hafnarfirði (Íshús Hafnarfjarðar.

      Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.

    • 1704275 – Smárahvammur 4, byggingarleyfi

      GPL slf. sækir 19.04.2017 um að breyta neðri hæð húss í lítla íbúð samkvæmt teikningum Ellerts Hreinssonar dags. 22.03.2017.

      Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1704169 – Ölduslóð 21,Fyrirspurn til Skipulagsfulltrúa

      Jón Már Björnsson leggur 11.04.17 inn fyrirspurn til skipulagsfulltrúa um breytingu á staðsetningu og stærð á fyrirhuguðum bílskúr. Færa hann framar og hafa samhliða húsi og stækka í 50m2..

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa óskar eftir umsögn skipulagsfulltrúa.

Ábendingagátt