Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

7. júní 2017 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 663

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1703063 – Kirkjuvegur 8b, byggingarleyfi, viðbygging

      Enok Sveinbjörnsson og Valur Sveinbjörnsson leggja 06.03.17 inn byggingarleyfi. Teikningar liggja inni hjá byggingarfulltrúa. Meðfylgjandi er undirskrift nágranna.
      Nýjar teikningar bárust 8.5.2017. Nýjar teikningar bárust 29.05.2017.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010, húsið stækkar um 83.3m2 og 100.8m3

    • 1609679 – Melabraut 20, byggingarleyfi

      Skák ehf. sækir 30.09.2016 um leyfi fyrir við-nýbyggingu samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarssonar dags. 30.09.2016. Nýjar teikningar með stimpli slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins bárust 3.11.2016. Nyjar teikningar með stimpli slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins bárust 01.12.2016.
      Nýjar teikningar bárust 16.5.2017
      Nýjar teikningar bárust 1.6.2017 með stimpli SHS.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 1609540 – Eskivellir 9a og b, svalalokun

      Húsfélagið Eskivöllum 9a og b sækir 22.09.16 um að setja svalalokun á íbúðir hússins samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar dags. 07.07.04

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 1706030 – Kaplahraun 9, byggingaleyfi

      4K ehf.sækja 2.6.2017 um leyfi til að breyta húsnæði í gistiskála samkvæmt teikningum Guðmunds Gunnlaugssonar dagsettar 4.6.2016
      Stimpill frá SHS barst einnig.
      Gögn eru inn á málsnr: 1605508.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 1704275 – Smárahvammur 4, byggingarleyfi

      GPL slf. sækir 19.04.2017 um að breyta neðri hæð húss í lítla íbúð samkvæmt teikningum Ellerts Hreinssonar dags. 22.03.2017.
      Nýjar teiknigar bárust 2.6.2017

      frestað gögn ófullnægjandi

    • 1706009 – Krókahraun 10, byggingarleyfi fyrir bílskúr 01-06

      Brynja Björk Kristjánsdóttir og Haukur Eiríksson sækja um að byggja bílgeymslu (01-06)skv. teikningum Jóns Guðmundssonar dags. 29.5.2017

      frestað laga þarf skráningartöflu

    • 1705490 – Hellisgata 16,breyting, rými 0102

      Starfsmannafélag Hafnarfjarðar sækir með umsókn dags. 29.5.2017 um að breyta rými 0102 á Hellisgötu 16 úr skrifstofum í íbúð.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi lög um mannvirki 160/2010

    • 1706012 – stöðuleyfi, matarbíll, 17júni

      Sótt er um að hafa matarbíl þann 17 júni í miðbæ Hafnarfjarðar

      Samþykkt er að veita stöðuleyfi fyrir matarbíl á 17 júni, en staðsetning þarf að vera í samráði við umhverfis og tæknisvið Hafnarfjarðarbæjar

    • 1706077 – stöðuleyfi, söluhús, sjómannadaginn

      Sótt er um stöðuleyfi fyrir söluhús á sjómannadaginn við Flensborgarhöfn

      Samþykkt er að veita stöðuleyfi fyrir söluhúsum á sjómannadaginn við Flensborgarhöfn

    • 1706031 – stöðuleyfi, söluhús, 17 júni, miðbær

      Sótt er um að setja upp söluhús á 17 júni í miðbæ Hafnarfjarðar 3-5 hús, staðsetning við bílastæði við Venusarhúsið og svo skúr fyrir tæknimenn við Thorsplan

      Samþykkt er að veita stöðuleyfi fyrir húsum í miðbæ Hafnarfjarðar á 17 júni 2017

    B-hluti skipulagserindi

    • 1706067 – Hvaleyrarvatn - uppland, rannsókn á áhrifum náttúru á heilsu fólks.

      Gunnþóra Ólafsdóttir Rannsóknarmiðstöð Ferðamála, Háskóla Íslands óskar eftir í bréfi dags, 6. júní 2017, fh rannsóknarhóps sem stendur að rannsókninni “nature & Stress” samstarfi við Hafnarfjarðarbæ. Um er að ræða grunnrannsókn á áhrifum þess að ganga um íslenska náttúru á streitu og ýmsa þætti er varða líkamlega og andlega heilsu.

      Tekið er jákvætt í erindið.

Ábendingagátt