Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

6. september 2017 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 674

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1708754 – Skógarás 4, veggur á lóðamörkum

      Ágúst Pétur Guðmundsson og Kristín Lilja Garðarsdóttir sækja 30.8.2017 um leyfi fyrir vegg á lóðarmörkum, samkvæmt teikningum Ingólfs Margeirssonar dagsettar 28.8.2017.
      Undirskriftir nágranna bárust einnig.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 1708713 – Breiðhella 8-10, starfsmannahús

      SORPA bs. sækir 29.9.2017 um leyfi til að fjarlæja núverandi starfsmannahús og byggja nýtt samkvæmt teikningum Hjartar Pálssonar dagsettar 28.8.2017

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 1706367 – Tjarnarbraut 25, breyting

      Tekið fyrir að nýju,
      Magnús Ingi Einarsson og Sigríður Guðmundsdóttir sækja 26.6.2017 um breytingu, setja kvist, stiga af svölum ofan í garð og útlitsbreytingu á bílskúr, minniháttar innanhússbreytingar, samkvæmt teikningum Árnýjar Þórarinsdóttur dagsettar 23.6.2017
      Undirskriftir nágranna bárust einnig. Nýjar teikningar bárust 14.07.2017. Nýjar teikningar bárust 21.07.2017.
      Erindið var grenndarkynnt, engar athugasemdir bárust.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010.
      Húsið stækkar um 27,6m2 og 4,4m3

    • 1708764 – Linnetsstígur 1, breyting á skráningu

      Ingvar Guðmundsson sækir 30.8.2017 um breytingu á notkun úr íbúðum í gistiþjónustu, samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar dagsettar 28.8.2017

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 1707139 – Heiðvangur 56, byggingarleyfi

      Tekið fyrir að nýju.
      Helgi Sigurðsson og Sigríður Magnúsdóttir sækja 11.07.2017 um leyfi til að framlengja timburþak á húsi yfir núverandi bílskúr samkvæmt teikningum Davíðs Karls Karlssonar dags. 06.07.2017
      Nýjar teikningar bárust 30.8.2017

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010.
      Stækkun 13,3m2 og 106,9m3

    • 1706331 – Eskivellir 11, breyting

      Haghús ehf sækir 23.6.2017 um breytingu á áður samþykktum aðaðuppdráttum með vísan til breytingu á deiliskipulagi sem öðlaðist gildi 18.05.2017.
      Nýjar teikningar bárust 5.9.2017. Unnið af Jóni Hrafni Hlöðverssyni, uppdrættir dagsett 22.08.2017.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010.
      Jafnframt eru uppdrættir sem samþykktir voru 27.05.2015 og 30.03.2016 felldir úr gildi.

    • 1707043 – Selhella 4, byggingarleyfi

      Tekið fyrir að nýju.
      Egill Árnason ehf. sækir 03.07.2017 um byggingarleyfi fyrir stálgrindarhúss sem byggt er á hefðbundinn hátt. Húsið verður nýtt sem lager- og geymsluhúsnæði með möguleika á skrifstofu og verslunarrými í vesturenda hússins samkvæmt teikningum Tómasar Ellerts Tómassonar dags. 29.06.2017. Nýjar teikningar bárust 28.07.2017.
      Nýjar teikningar bárust í tvíriti 16.8.2017
      Nýjar teikningar bárust 5.9.2017 í tvíriti.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010.
      Húsið er 1.620 m2 og 10.586 m3

    • 1708697 – Norðurbakki 13a, svalalokin B-lokun

      Bjarnfinnur Hjaltason sækir 29.8.2017 um svlalokun B-lokun fyrir íbúð 303. samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar dagsettar 29.8.2017

      Afgreiðslu frestað, vantar samþykki meðeigenda.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1310277 – Hleðslustaurar fyrir rafmagnsbíla, rafhleðslustöðvar

      Umhverfis- og skipulagsþjónusta Hafnarfjarðar óskar eftir framkvæmdaleyfi með bréfi dags. 05.09.2017 að koma fyrir hleðslustaur fyrir rafmagnsbíla ásamt skýli við verslunarmiðstöðina Fjörð.

      Skipulagsfulltrúi samþykkir að gefa út framkvæmdaleyfi með vísan til 15. gr. skipulagslaga 123/20010.

    • 1705253 – Lækjargata, endurgerð götu og lagnir

      Umhverfis- og skipulagsþjónusta Hafnarfjarðar óskar eftir framkvæmdaleyfi til endurnýjunar á Lækjagötu frá gatnamótum við Fjarðargötu að Austurgötu með bréfi dags. 31 08. 2017 ásamt fylgiskjölum.

      Skipulagsfulltrúi samþykkir að gefa út framkvæmdaleyfi með vísan til 15. gr. skipulagslaga 123/20010.

Ábendingagátt