Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

20. september 2017 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 675

Mætt til fundar

  • Sigurður Steinar Jónsson
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Sigurður Steinar
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1707269 – Drekavellir 15, byggingarleyfi

      Tekið fyrir að nýju erindi Vilhjálms M. Vilhjálmssonar og Thelmu Björgvinsdóttur dags. 31.07.2017 um leyfi til að steypa 120 cm vegg við lóðarmörk Drekavalla 15 og göngstígs samkvæmt teikningum Björgvins Snæbjörnssonar dags. 29.05.2017. Nýjar teikningar bárust þann 13.09.2017.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010.

    • 1709098 – Dalshraun 3, reyndarteikningar 1.hæðar

      Reitir I ehf leggja þann 29. 8. 2017 inn reyndarteikningar 1. hæðar Dalshrauns 3.
      Teikningar með stimpli frá SHS bárust 11.9.2017.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1708418 – Óseyrarbraut 29, byggingarleyfi

      Tekið fyrir að nýju erindi KLINKU ehf. dags. 17.8.2017 um leyfi til að reisa stálgrindarhús samkvæmt teikningum Sigurbjarts Halldórssonar dags. 14.08.2017.
      Klinka ehf sækir einnig 15.09.2017 um að fá að kanna jarðveg innan lóðar á Óseyrarbraut 29.

      Byggingarfulltrúi heimilar Klinku ehf að kanna jarðveg innan lóðar samkvæmt grein 2.4.4 í byggingareglugerð 112/2012.

    C-hluti erindi endursend

    • 1709271 – Hnoðravellir 12, reyndarteikning

      Kjartan Hafsteinn Rafnsson leggur þann 7.9. 2017 inn reyndarteikningar. Óskar eftir breytingum á innra skipulagi. Engin breyting er á stærð byggingar eða útliti.

      Afgreiðslu frestað, gögn ófufllnægjandi.

    • 1709514 – Íshella 1-3a, byggingarleyfi

      K16 ehf. sækir þann 13.09.2017 um leyfi til að byggja límtréskemmu á einni hæð samkvæmt teikningum Jóns M. Halldórssonar dags 12.09.2017. Teikningar yfirfarnar af brunahönnuði.

      Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.

    • 1704353 – Strandgata 90, reyndarteikningar

      Tekið fyrir að nýju erindi Haraldar Jónssonar ehf. dags. 21. 4. 2017 um samþykki fyrir reyndarteikningum af hluta af 1. hæð, 2.hæð og að koma fyrir flóttasvölum og flóttastiga frá 2. hæð skv. teikningum frá Hjörleifi Sigurþórssyni, dags. 20.3.2017. Fyrir liggur greinargerð um fyrirhugaðar breytingar á brunavörnum í Strandgötu 90, Hafnarfirði (Íshús Hafnarfjarðar). Nýjar teikningar bárust þann 13.7.17. Nýjar teikningar bárust 13.09.2017.

      Afgreiðslu frestað, skila skal inn heildaruppdrætti af húsinu með áorðnum breytingum og skráningartöflu.

    • 1705196 – Gullhella 1, efnisgeymsla

      Tekið fyrir að nýju erindi Malbikunarstöðvarinnar Hlaðbær-Colas hf, dags. 12.5.2017 um að byggja efnisgeymslu samkvæmt teikningum Eyjólfs Valgarðssonar dags. 10.05.2017. Nýjar teikningar bárust 13.9.2017.

      Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.

    • 1708697 – Norðurbakki 13a, svalalokin B-lokun

      Tekið fyrir að nýju erindi Bjarnfinns Hjaltasonar dags. 29.8.2017 um svalalokun, B-lokun, fyrir íbúð 303 samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar dags. 29.8.2017. Samþykki hluta meðeiganda barst 12.9.2017

      Afgreiðslu frestað,gögn ófullnægjandi. Undirskriftir allra meðeigenda liggja ekki fyrir. Samþykki allra eigenda hússins þarf að liggja fyrir sbr. ákvæði fjöleignahúsalaga um samþykki meðeigenda.

    • 1709401 – Drekavellir 20 , sólpallar á jarðhæð

      Drekavellir 20, húsfélag sækir um að útbúa sólpalla við íbúðir á jarðhæði, samþykkir íbúa og fundargerð barst einning.

      Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi. Samþykki allra eigenda hússins þarf að liggja fyrir sbr. ákvæði fjöleignahúsalaga um samþykki meðeigenda.
      Einnig þarf að gera grein fyrir stærð og umfangi sólpalla m.t.t. skilmála og/eða eignaskiptayfirlýsingar (sérafnotaflötur).

    • 1704139 – Álfholt 56A, gluggi á þak

      Tekið fyrir að nýju erindi Gosa trésmiðju um glugga á þak og nýtingu rýmis að Álfholti 56a samkvæmt teikningum Sigurbjartar Halldórssonar dag.20.02.17.
      Lagt fram samþykki hluta meðeigenda hússins.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa vísar erindinu til stjórnsýslusviðs með beiðni um athugun á ákvæðum fjöleignahúsalaga er varðar samþykki meðeigenda.

Ábendingagátt