Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

18. október 2017 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 679

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1709570 – Kvistavellir 63, byggingarleyfi

      Tekið fyrir að nýju erindi Brynju, Hússjóðs Öryrkjabandalagsins dags. 15.9.2017 um leyfi til að byggja þriggja íbúða raðhús á lóðinni samkvæmt teikningum Jóhannessar Þórðarsonar dags. 14.9.2017. Nýjar teikningar og bréf til byggingarfulltrúans barst 06.10.2017. Nýjar teikningar bárust 12.10.2017.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr.160/2010

    • 1707140 – Kirkjuvellir 1, reyndarteikningar

      Ástjarnarsókn leggur inn uppdrætti vegna breyttra brunavarna, stimpill shs á teikningum.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 1708627 – Smiðjustígur 2, viðbygging

      Tekið fyrir að nýju erindi Garðars Ólafssonar frá 23.8.2017 um að byggja sólstofu úr timbri á steyptum kjallara/sökkli samkvæmt teikningu Gunnlaugs Jónssonar. Nýjar teikningar bárust 19.9.2017

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að senda erindið í grenndarkynningu vegna sólstofu, með vísan til 1. mgr. 2. gr. samþykktar um embættisafgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúans í Hafnarfirði.

    • 1710353 – Bergsskarð 1, fyrirspurn

      VHE ehf. leggja 17.10.2017 fyrirspurn, óskar eftir að reisa 22.íbúða fjölbýlishús á 3-5.hæðum samkvæmt teikningum Orra Árnasonar dagsettar 16.10.2017

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

    • 1710354 – Bergsskarð 3, fyrirspurn

      VHE ehf. leggja 17.10.2017 fyrirspurn, óskar eftir að reisa 10.íbúða fjölbýlishús á 3-5.hæðum samkvæmt teikningum Orra Árnasonar dagsettar 16.10.2017

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

    • 1710357 – Geislaskarð 2, byggingarleyfi

      VHE ehf. sækja 17.10.2017 um leyfi til að byggja 9 íbúða fjölsbýlishús samkvæmt teikningum Baldurs Ó. Svavarssonar dagsettar 16.10.2017.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

    • 1710356 – Geislaskarð 4-6, Hádegisskarð 2, fyrirspurn

      VHE ehf. leggja 17.10.2017 inn kynningu á byggingu sem þeir hyggjast byggja á lóðum Geislaskarðs 4-6 og Hádegisskarðs 2, samkvæmt teikningum Baldurs Ó Svarvarssonar dagsettar 10.10.2017

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

    • 1710267 – Vesturbraut 15, breyting

      Edda Ársælsdóttir sækir þann 12.10.2017 um leyfi til að breyta innra skipulagi og lítils háttar breytingu úti samkvæmt teikningum Erlends Á. Hjálmarssonar dags. 23.06.2011.

      Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.

    • 1710292 – Móabarð 18, bílskúr, fyrirspurn

      Einar Valur Sigurjónsson leggur 13.10.2017 inn fyrirspurn um að fá að reisa bílskúr á sökkul sem er á lóðinni nú þegar og verður byggður við skúrinn sem er þar nú þegar.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúar tekur jákvætt í fyrirspurnina þar sem bygging bílskúrs telst þegar hafin skv. teikningum frá 1992.

    • 1710382 – Auglýsingaskilti með ljósdíóðum

      Vegagerðin leggst alfarið gegn uppsetningu ljósdíóðuskilta sem beint er að vegfarendum a.m.k. þar til settar hafa verið tæknilegar reglur um notkun þeirra.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1710278 – Stapahraun 10, umsókn um deiliskipulag

      Þúsund Fjallir ehf óskar þann 12.10.2017 eftir að tillaga þeirra um deiliskipulag verði sett í grenndarkynningu samkvæmt uppdráttum Svavars M. Sigurjónssonar dags. 12.10.2017.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

    • 1710360 – Vellir 6, endurskoðun deiliskipulagsskilmála

      Endurskoðun skilmála deiliskipulags Valla 6 er snýr að almenningssamgöngum við Hvannavelli tekin til umfjöllunar.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að grenndarkynna breytingu skilmálanna með vísan í 2. mgr. 43. gr skipulagslaga 123/2010.

Ábendingagátt