Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

20. desember 2017 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 688

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1712268 – Fornubúðir 6d byggingarleyfi, dæluhús fráveitu

      Hafnarfjarðarbær, fráveita, sækir með umsókn dags. 19.12. 2017 um heimild til að byggja dæluhús fráveitu á lóðinni Fornubúðir 6d skv. teikningum Björns Gústafssonar dags. 23.10. 2017.

      Afgreiðslufundur skipulags og byggingrafulltrúa samþykkir að grenndarkynna erindið samkvæmt 1 mgr. 2.gr samþykktar um embættisafgreiðslur skipulags og byggingarfulltrúans í Hafnarfirði.
      Grenndarkynnt verður eigendum að Fornubúðum 8.

    • 1710357 – Geislaskarð 2, byggingarleyfi

      Tekið fyrir að nýju erindi VHE ehf. dags. 17.10.2017 um leyfi til að byggja 9 íbúða fjölsbýlishús samkvæmt teikningum Baldurs Ó. Svavarssonar dagsettar 16.10.2017.
      22.11.17. Nýjar teikningar bárust 14.12.2017 með stimpli frá SHS.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010, stærð húss er 905m2 og 3441.5m3

    • 1712271 – Suðurhella 6, dagsektir

      Á Suðurhellu 6 er búið að reisa tvö milliloft, einnig að setja loftpressu og túður utanhúss án leyfis. Rými 0109 og 0110 eru með milliloftin, loftpressan og rörið er í eigu rýmis 0102.

      Afgreiðslufundur skipulags og byggingarfulltrúa samþykkir að leggja dagsektir á eigendur þriggja rýma á Suðurhellu 6, tveir eigendur eru með milliloft sem ekki hefur verið samþykkt og einn eigandi er búinn að setja loftpressu og rör utan á húsið sem ekki hefur verið samþykkt.
      Eigendur hafa fengið bréf vegna þessa.

    • 1712136 – Kaldárselsvegur, lóð Skógræktarfélags Hafnarfjarðar, fyrirspurn

      Skógræktarfélag Hafnarfjarðar gerir þann 11.12.2017 fyrirspurn um leyfi fyrir stækkun og fjölgun byggingareita fyrir hús og gróðurhús.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

    • 1712295 – Hádegisskarð 2, bygginarleyfi

      VHE ehf. sækir 21.12.2017 um leyfi að byggja 10 íbúða fjölbýlishús, samkvæmt teikningum Baldurs Svavarssonar dagsettar 19.12.2017

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

    C-hluti erindi endursend

    • 1712202 – Suðurhella 4, byggingarleyfi

      Bor ehf sækir 14.12.2017 um leyfi að byggja stálgrindarhús, samkvæmt teikningum Aðalsteins Júlíussonar dagsettar 09.12.2017

      Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.

Ábendingagátt