Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

10. janúar 2018 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 690

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1801084 – Skipalón 5,íb.506 svalaskáli

      Ólafur W.Finnsson sækir 05.01.18 um svalalokun á íb.506 samkvæmt teikningum Sigurlaugar Sigjónsdóttur dagsettar 04.12.17. Samþykki húsfélagsins barst þann 08.01.2018.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 1801236 – Steinhella 17, dagsektir vegna lokaúttektar

      Steinhella 17 er skráð sem fokhelt í fasteignaskrá. Lokaúttekt hefur ekki farið fram þrátt fyrir fjölmargar ítrekanir þess efnis.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að leggja dagsektir á eigandur að Steinhellu 17 og byggingarstjóra vegna þess að ekki hefur verið gerð lokaúttekt á húsnæðinu
      Dagsektir verða lagðar á frá og með 1. febrúar 2018 og eru 20.000 kr á dag í samræmi við 56 gr. laga um mannvirki 160/2010

    • 1801235 – Steinhella 2, dagsektir vegna lokaúttektar

      Steinhella 2 er skráð sem fokheld í Fasteignaskrá Íslands, öryggisúttekt fór fram 2013, en samkvæmt lögum þarf lokaúttekt að fara fram eigi síðar en þrem árum eftir öryggisúttekt, það hefur ekki verið gert.
      Eigendur fengu bréf vegna þessa og hafa ekki brugðist við

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að leggja dagsektir á eigandur að Steinhellu 2 og byggingarstjóra, vegna þess að ekki hefur verið gerð lokaúttekt á húsnæðinu, húsnæðið er skráð fokhelt.
      Dagsektir verða lagðar á frá og með 1. febrúar 2018 og eru 20.000 kr á dag í samræmi við 56 gr. laga um mannvirki 160/2010

    B-hluti skipulagserindi

    • 1801073 – Breiðhella 14, fyrirspurn

      Plúsarkitektar senda inn 4.01.18 fyrirspurn hvort leyfi fáist til að stækka lóð og koma fyrir auka byggingarmagni samkvæmt teikningum dags.25.10.17

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa tekur neikvætt í erindið eins og það liggur fyrir.

    • 1801179 – Undirhlíðanáma, kvikmyndataka

      Rannveig Jónsdóttir hjá Rvk. studios óskar með tölvupósti 3.1. 2018 eftir leyfi til þess að taka upp atriði í Undirhlíðanámu vegna sjónvarpsseríunnar Ófærðar.
      Starfsleyfi frá heilbrigðisnefnd Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis liggur fyrir vegna vatnsverndarsjónarmiða og jákvæð umsögn Umhverfisstofnunnar þar sem náman er innan Reykjanesfólkvangs.

      Leyfið er veitt með skilyrðum um góða umgengni, eins litla röskun og unnt er og að allt verði lagað sem raskað verður. Náman er innan Reykjanesfólkvangs sem er friðlýstur skv. lögum um náttúruvernd og verður sérstaklega að gæta þess að valda ekki mengun, spjöllum eða neikvæðum umhverfisáhrifum. Vakin skal athygli á því að svæðið er á vatnsverndarsvæði og ekki skal stofna öryggi vatnsverndar í hættu. Hafnarfjarðarbær ber ekki ábyrgð á neinu tjóni sem kann að verða vegna þessarar kvikmyndagerðar. Skilyrt er að leikmynd og annar útbúnaður sem notast skal við tökunar, verði fjarlægður að kvikmyndatöku lokinni og svæðið skilið eftir í sama ástandi og fyrir tökur.

    • 1801152 – Strandgata 4, fjarlægja aspir.

      Borist hefur beiðni frá framkvæmda- og rekstardeild Hafnarfjarðar til þess að fá leyfi til að fjarlægja 4 aspir sem standa framan við húsið Strandgata 4 þar sem rætur þess hafa vaxið inní lagnir og stíflað fráveitulagnir.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa heimilar að umræddar aspir verði fjarlægðar.

    • 1801208 – Trjáfellingar á stofnanalóðum.

      Borist hefur beiðni frá framkvæmda- og rekstardeild Hafnarfjarðar þess efnis að fá leyfi til að grisja gróður á leikskólalóðinni Smáralundi, við Víðistaðaskóla, Bókasafn Hafnarfjarðar, Lækjarskóla, Setbergsskóla og við opið leiksvæði við Mávahraun. Einnig er óskað eftir að grisja gróður á Víðistaðatúni.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa heimilar að umræddur gróður verði grisjaður þar sem hér er um almennt viðhald grænna svæða að ræða og einnig eru stór tré að skemma klæðningu og lagnir.

    C-hluti erindi endursend

    • 1712295 – Hádegisskarð 2, byggingarleyfi

      Tekið fyrir að nýju erindi VHE ehf. dags. 21.12.2017 um leyfi að byggja 10 íbúða fjölbýlishús, samkvæmt teikningum Baldurs Svavarssonar dagsettar 19.12.2017, 03.01.18 Nýjar teikningar bárust A-100 OG A-101

      Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.

Ábendingagátt