Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

24. janúar 2018 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 691

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1712251 – Bæjarhraun 2, breyting 3.hæð

      Tekin fyrir að nýju umsókn Sjúkraþjálfarans ehf dags. 19.12.2017 um leyfi til að innrétta húsnæði fyrir þjónustu fyrir sjúkraþjálfara, samkvæmt teikiningum Helgi Thoroddsen dagsettar 14.12.2017.
      Nýjar teikningar bárust 10.01.2018 stimplaðar af slökkvuliði Höfuðrborgarsvæði og Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar og Kópavogs.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 1711441 – Óseyrarbraut 27, byggingarleyfi

      Tekin fyrir að nýju umsókn Köfunarþjónustan ehf dags. um að byggja stálgrindarhús á steyptum sökkli á Óseyrarbraut 27. Byggingin um hýsa starfsemi Köfunarþjónustunar ehf svo sem skrifstofur,verstæði og aðrar þjónustudeildar fyrir tækisins auk starfsmannaaðstöðu.Samkvæmt teikningum Ingunar Helgu Hafstað dags.30.11.2017. 12.01.18 Nýjar teikngar bárust.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 1712295 – Hádegisskarð 2, byggingarleyfi

      Tekin fyrir að nýju umsókn VHE ehf. (Skarðshlíð ehf) dags. 21.12.2017 um leyfi að byggja 10 íbúða fjölbýlishús, samkvæmt teikningum Baldurs Svavarssonar dagsettar 19.12.2017, 03.01.18 Nýjar teikningar bárust A-100 OG A-101,
      Nýjar teikningar bárust 17.01.18 með stimpli frá SHS.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 1709820 – Vesturvangur 46, viðbygging

      Tekið fyrir uppfært erindi Trausti Jónsson dags. 29.9.2017 um leyfi fyrir viðbyggingu samkvæmt teikningum Guðmunds Óskars Unnarssonar dagsettar 11.9.2017
      Nýjar teiknigar bárust 16.1.2018 í tvíriti.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að endurtaka grenndarkynninguna með nýjum gögnum sem hafa borist í samræmi við 1. mgr. 2 gr. samþykktar um embættisafgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúans í Hafnarfirði.

    • 1801445 – Kirkjuvellir 1, breyting á brunavörnum

      Ástjarnarsókn leggja 19.1.2018 inn breytingu á skilgreiningu á brunavörnum samkvæmt teikningum Björns Guðbrandssonar dagsettar 17.1.2018.
      Stimpill frá SHS barst einning.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 1610037 – Rauðhella 11, breyting á innraskipulagi

      Tekin fyrir að nýju umsókn Stjörnan dags. 04.10.16 um að breyta innra skipulagi. Stækkun á millilofti í rými 01-01 samkvæmt teikningum Jón Guðmundssonar dags.03.05.05
      Nýjar teikningar bárust 19.1.2018 með stimpli frá SHS.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 1801489 – Breiðhella 8-10, starfsmannahús

      SORPA bs. sækir 22.1.2018 um leyfi til að fjarlæja núverandi starfsmannahús og byggja nýtt samkvæmt teikningum Magnúsar Ólafssonar dagsettar 2.11.2017

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 1801369 – Thorsplan, stöðuleyfi fyrir súkkulaðivagn

      HKS ráðgjöf sækir um þann 15.1.2018 um stöðuleyfi til tveggja mánaða fyrir trailer sem er fyrir námskeið í konfektgerð.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að veita stöðuleyfi fyrir konfektvagn frá 1. febrúar til 1. apríl 2018.

    B-hluti skipulagserindi

    C-hluti erindi endursend

    • 1801438 – Norðurbraut 39, reyndarteiknig

      Jóhannes Magnús Ármannsson leggur þann 18.01.2018 fram reyndarteikningar teiknaðar af Friðriki Friðrikssyni dags. 06.01.2014.

      Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.

    • 1801431 – Brattakinn 5, breyting

      Brattakinn 5, húsfélag sækir 18.1.2018 um að lækka gólf í kjallara til að ná löglegri hæð og byggja einar hæðar viðbyggingu til norðausturs úr timri, húsið verður klætt með liggjandi panell áklæðningu , samkvæmt teikningu Friðriks Friðrikssonar dagsetttar 14.11.2017.
      Undirskrift nágranna barst einnig með dagsettningu 10.07.2017, sjá einnig mál 1710469.

      Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi. Jafnframt skal liggja fyrir umsögn Minjastofnunar Íslands vegna breytinganna þar sem húsið fellur undir lög um menningarminjar 80/2012.

    • 1801388 – Reykjavíkurvegur 5, breyting

      Íbúðalánasjóður sækir 16.1.2018 um breytingu á efri hæð og sameign samkvæmt teikningum Sveins Valdimarssonar dagsettar 10.11.2017

      Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.

    • 1801397 – Reykjavíkurvegur 60, skjólpallur

      JM veitingar ehf. skækja 16.1.2018 um leyfi að setja timbur sjólvegg 1,80cm á hæð, samkvæmt teikningum Björgvins Snæbjörnssonar dagsettar 30.11.2017

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa synjar erindinu með hliðsjón af ákvæði með gangstéttir við hús í lóðarleigussamningi.

Ábendingagátt