Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

7. febrúar 2018 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 693

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1712063 – Skútahraun 2, byggingarleyfi, breyting

      Tekið fyrir að nýju erindi Smárakirkju dags 06.12.17 um breytingar á innra skipulagi samkvæmt teikningum Sigurðar Hafsteinssonar dag.01.12.17. Nýjar teikningar með stimpli SHS og Mannvit hf. bárust þann 12.01.2018. Nýjar teikningar með stimpli SHS og Mannvit hf. bárust þann 01.02.2018.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 1712268 – Fornubúðir 6d byggingarleyfi, dæluhús fráveitu

      Tekið fyrir að nýju erindi Hafnarfjarðarbæjar, fráveitu, dags. 19.12. 2017 um heimild til að byggja dæluhús fráveitu á lóðinni Fornubúðir 6d skv. teikningum Björns Gústafssonar dags. 23.10. 2017.
      Erindið var grenndarkynnt eigendum Fornubúða 8 sem gerðu ekki athugasemdir.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010.

    • 1802018 – Ásbúðartröð 17, reyndarteikning

      Hvalsnes ehf. leggja 1.2.2018 inn reyndarteiknigar, unnar af Magnúsi Jenssyni dagsettar 29.1.2015

      Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.

    • 1802051 – Miðhella 4, breytingar á innraskipulagi.

      Heild ehf sækir þann 05.02.2018 um að breyta innra skipulagi á rýmum 102-101-107-108 skv. teikningum Friðriks Ólafssonar dags. 10.01.2018

      Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.

    • 1802073 – Siggubær, fella 2 lerkitré

      Borist hefur beiðni frá verkefnisstjóra framkvæmda- og rekstrardeildar um að fella 2 lerkitré sem standa við gafl hússins Siggubæ í tengslum við lagfæringu á húsinu.
      Trén slást utan í gafl hússins og rætur þeirra farnar að skemma gólfið. Einnig þarf að gera drenlögn í kringum húsið og standa trén í vegi fyrir að það sé hægt.
      Umsagnir frá garðyrkjustjóra Hafnarfjarðar liggur fyrir ásamt áliti frá Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa vísar erindinu til umhverfis-og framkvæmdaráðs.

    • 1802093 – Rauðhella 14, dagsektir á rými 0103, vegna lokaúttektar

      Á Rauðhellu 14 hefur ekki verið boðað til lokaúttektar en þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur eigandi ekki brugðist við.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að leggja dagsektir á eiganda rýmis 0103 þar sem ekki hefur verið boðað til lokaúttektar.
      Dagsektir verða lagðar á frá og með 12. mars 2018 og eru 20.000 kr á dag í samræmvi við 56. gr laga um mannvirki 160/2010

    • 1802089 – Hjallahraun 2, dagsektir gámur tengdur við hús

      Á Hjallahrauni 2 er búið að tengja gám við hús en ekki hefur verið sótt um leyfi fyrir þessari framkvæmd. Eiganda var sent bréf þess efnis þann 19.12.2017 og ekki var brugðist við.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að leggja dagsektir á eiganda þar sem búið er að tengja gám við hús án leyfis. Dagsektir verða lagðar á frá og með 12. mars 2018 og eru 20.000 kr á dag í samræmvi við 56. gr laga um mannvirki 160/2010.

    • 1712195 – Breiðhella 18,Fyrirspurn

      Óskað hefur verið eftir því af hálfu Teikn Arkitektaþjónustu að neikvæð afgreiðsla fyrirspurnar vegna Breiðhellu 18 verði endurskoðuð.
      Lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa dags. 05.02.2018.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa telur ekki forsendur til að endurskoða fyrri afgreiðslu og tekur undir fyrirliggjandi minnisblað skipulagsfulltrúa dags. 05.02.2018.

    C-hluti erindi endursend

    • 1801209 – Hvaleyarbraut 29, fyrirspurn viðbygging

      Streymir ehf leggja 9.1.2018 inn fyrispurn, óska eftir að gera viðbyggingu við austurenda húss.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa tekur neikvætt í erindið þar sem það samrýmist ekki deiliskipulagi.

Ábendingagátt