Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

14. febrúar 2018 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 694

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1706355 – Strandgata 30, byggingarleyfi

      Tekið fyrir að nýju erindi 220 Miðbær ehf. dags. 23.6.2017 um að byggja 5.hæða hús með inndreginni, 5.hæð og inngarði fyrir hótel á efri hæðum og þjónustu á verslun á 1.hæð, samkvæmt teikningum Valdimars Harðarsonar dagsettar 22.6.2017
      Nýjar teikningar bárust 24.1.2018

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 1802094 – Laufvangur 1-9, byggingarleyfi

      Húsfélagið Laufvangi 1-9 sækir þann 07.02.2018 um leyfi til að klæða hluta austurhliðar hússins og hluta vesturhliðar með sléttri 2 mm álklæðningu á leiðarakerfi úr áli með 50 mm harðpressaðri steinullareiniangrun (80kg/m3) samkvæmt teikningum Reynis Kristjánssonar dags 24.01.2018.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 1802170 – Kaldakinn 11, umsókn um reyndarteikningu

      Sigurður Árni Jónsson sækir 13.02.2018 um að fá samþykktar reyndarteikningar af húsinu vegna vinnu við nýja eignaskiptayfirlýsingu. Innra fyrirkomulagi hefur verið breytt talsvert frá því sem sýnt var á eldri teikningum. Stigi frá anddyri að risi hefur líklega verið gerður þegar kvistum var breytt 1972. Teikningar unnar af Trausta Leósynni 11.01.2018.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010. Lokaúttekt er áskilin.

    • 1802149 – Melabraut 21, umsókn um reyndarteikningu

      VHE ehf. leggur 12.02.2018 fram reyndarteikningar unnar af Baldri Ó. Svavarssyni dags 31.10.2017.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010. Lokaúttekt er áskilin.

    • 1802171 – Fífuvellir 10, umsókn um reyndarteikningu

      Þórir Ómar Grétarsson leggur inn 13.02.2018 réttar teikningar endurteiknaðar af arkitekt hússins dags. 09.02.2018

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010. Lokaúttekt er áskilin.

    • 1802132 – Sléttuhlíð F6,niðurrif

      Ingunn Ágústa Guðmundsdóttir og Óskar Bragi Sigþórsson sækja um niðurif á núverandi frístundahúsi.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir erindið en bendir á að erindið krefst starfsleyfis heilbgrigðisfulltrúa Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis og skrá þarf byggingarstjóra á verkið.

    • 1711408 – Klukkuvellir 1, svalalokun og breyting anddyris

      Ástak ehf. sækir þann 28.11.2017 um svalalokun og byggingu anddyris úr gleri samkvæmt teikningum Gunnars Pálls Kristinssonar dags. 22.10.2013. Stimpill SHS er á teikningum.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 1712065 – Breiðvangur 9-13, klæðning

      Húsfélagið Breiðvangur 9-13 sækir þann 06.12.2017 um leyfi til að bæta klæðningu á 2 hliðar hússins samkvæmt teikningum Reynirs Kristjánssonar dag. 04.12.2017. Nýjar teikningar bárust þann 14.02.2018.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010.

    • 1801431 – Brattakinn 5, breyting

      Tekið fyrir að nýju erindi Bröttukinnar 5, húsfélags dags. 18.1.2018 um að lækka gólf í kjallara til að ná löglegri hæð og byggja einar hæðar viðbyggingu til norðausturs úr timri, húsið verður klætt með liggjandi panell áklæðningu , samkvæmt teikningu Friðriks Friðrikssonar dagsetttar 14.11.2017.
      Undirskrift nágranna barst einnig með dagsettningu 10.07.2017, sjá einnig mál 1710469. Nýjar teikningar bárust þann 12.02.2018.
      Nýjar teikningar bárust 14.02.2018.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 1801388 – Reykjavíkurvegur 5, breyting

      Tekið fyrir að nýju erindi Íbúðalánasjóðs dags. 16.1.2018 um breytingu á efri hæð og sameign samkvæmt teikningum Sveins Valdimarssonar dagsettar 10.11.2017.
      Nýjar teikningar bárust 26.1.2018 og 15.2.2018.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 1710412 – Vitastígur 5, Hækkun á þaki

      Tekið fyrir að nýju erindi Haraldar Ingvarssonar dags. 19.10.2017 um að hækka þak og setja á kvist og þaksvalir á lóðinni Vitastíg 5.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að auglýsa breytingu á lóðinni skv. 2.mgr. samþykktar um embættisafgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúa Hafnarfjarðar.

    • 1801604 – Fléttuvellir 10, fyrirspurn

      Tobías Sveinbjörnsson leggur inn fyrirspurn dags. 25.1. 2018 þar sem óskað er eftir að koma fyrir skjólveggjum á lóð og við lóðarmörk við Fléttuvelli 10.
      Lögð fram umsögn arkitekts skipulagsdeildar dags. 30.1. 2018.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa tekur jákvætt í erindið að uppfylltum skilyrðum sem fram koma í umsögn arkitekts.

    B-hluti skipulagserindi

    C-hluti erindi endursend

    • 1802144 – Strandgata 88, reyndarteikningar

      Hafnarfjarðarbær leggur þann 8.02.2018 inn reyndarteikningar gerðar af Friðriki Friðrikssyni arkitekt með breytingum á innra skipulagi.

      Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjndi.

    • 1802150 – Berghella 2, byggingarleyfi

      Reyðará ehf. sækir þann 12.02.2018 um að girða umhverfis lóðina samkvæmt teikningum Baldurs Ó. Svavarssonar dags 30.09.2017.

      Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.

    • 1802062 – Malarskarð 5-7,byggingarleyfi

      Valgeir Pálsson og Kjartan Hrafnkelsson sækja um byggingu á parhúsi samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar dags.31.01.2018.

      Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.

    • 1802143 – Steinhella 2, reyndarteikning

      Hástígur ehf leggur inn reyndarteikningar skv. teikningum Inga Gunnars Þórðarsonar 09.02.2018

      Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.

    • 1802109 – Berghella 1, byggingarleyfi

      Gámaþjónustan hf sækir 08.02.2018 um byggingarleyfi fyrir Vélaverkstæði með járnsmíðaverkstæði og þvottasvæði skv. teikningum Guðmundar Hjaltasonar dags. 05.02.2018.

      Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.

    • 1802133 – Sléttuhlíð F6, byggingarleyfi

      Ingunn Ágústa Guðmundsdóttir og Óskar Bragi Sigþórsson sækja um leyfir fyrir frístundahúsi skv. teikningum Kjartans Rafnssonar dags. xx.

      Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.

    • 1802096 – Fornubúðir 5, viðbygging

      Fornubúðir eignarhaldsfélag ehf sækir 07.02.2018 um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu að Fornubúðum 5 skv. teikningum Sigurðar Einarssonar dags. 24.01.2018.
      Brunahönnun og greinagerð hönnunarstjóra með aðaluppdráttum fylgja með.

      Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.

    • 1802155 – Álfhella 6, reyndarteikningar

      Hraunsalir ehf. leggur þann 12.02.2018 reyndarteikningar unnar af Inga Gunnari Þórðarsynni dags 10.01.2008 (breytt 20.01.2018). Teikningar stimplaðar með stimpli SHS. Brunnahönnun barst einnig.

      Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.

    • 1802194 – Vesturbraut 13, reyndarteikning

      Víkurröst ehf leggur þan 14.02.2018 fram reyndarteikningar unnar af Kristjáni G. Leifssyni dags. 13.02.2018. Bætt við glugga á suður- og norðurhlíð bílgeymslu.

      Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.

Ábendingagátt