Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

27. mars 2018 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 699

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 0801336 – Norðurbakki, yfirborðsfrágangur

      Hafnarfjarðarhöfn og Hafnarfjarðarbær sækja þann 21. mars 2018 um framkvæmdaleyfi á Norðurbakka vegna yfirborðsfrágangs.

      Skipulagsfulltrúi samþykkir að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir þessari framkvæmd samanber 112/2012

    • 1802306 – Hraunbrún 10,viðbygging

      Tekin fyrir að nýju umsókn Hörpu Lindar Hrafnsdóttur og Ketis Árna Ketilssonar dags. 20.02.18 um viðbyggingu samkvæmt teikningum Sigurðar Hallgrímssonar dag.19.02.18. Samþykki nágranna fylgir með umsókn. Nýjar teikningar bárust 20.03.2018.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingafulltrúa samþykkir að grenndarkynna tillögu að viðbyggingu í samræmi við 1.mgr. 2.gr. samþykktar um embættisafgeiðslur skipulags- og byggingarfulltrúans í Hafnarfirði.

    • 1802419 – Austurgata 9,byggingarleyfi

      Tekin fyrir að nýju umsókn Axels Einars Guðnasonar og Sonju Margrétar Scott dags 27.02.2018 um breytingar, aðallega innanhúss, gerðir eru stigar á milli hæða og íbúðarrými sameinuð í eina íbúð, ýmsar aðrar breytingar þessu tengdar samkvæmt teikningum Helga Hafliðasonar dags. 16.02.2018. Nýjar teikningar bárust þann 23.03.2018.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 1802378 – Rauðhella 2, stækkun

      Tekin fyrir að nýju umsókn Guðmundar Arasonar ehf dags. 22.02.2018 um stækkun á húsi, bygginarefni er úr stáli og verður klætt samlokueiningum á steyptum grunni. Samkvæmt teikningum Sveinbjörns Jónssonar dags.okt 2017.
      Teikningar stimplaðar af SHS 22.02.2018.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010, stækkun 520m2 og 3.559,6m3

    • 1802096 – Fornubúðir 5, viðbygging

      Tekin fyrir að nýju umsókn Fornubúða eignarhaldsfélags ehf dags. 07.02.2018 um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu að Fornubúðum 5 skv. teikningum Sigurðar Einarssonar dags. 24.01.2018.
      Brunahönnun og greinagerð hönnunarstjóra með aðaluppdráttum fylgja með.
      Nýjar teikninar bárust 26.03.2018 með stimpli frá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar og SHS, einnig ný skýrsla frá Brunahönnun.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010
      Með vísan til þess að ekki liggur fyrir úrskurður í kæru 67/2017 hjá ÚUA, þá verður byggingarleyfi gefið út samkvæmt 13 gr. mannvirkjalaga nr 160/2010 á ábyrgð umsækjanda og án ábyrgðar sveitarstjórnar.

      Stærð 4080,2 m2 og 16.804,8m3

    • 1803299 – Norðurbraut 11,viðbygging og hækkun á þaki

      Freyr Þórðarsson og Ólöf Petra Jónsdóttir sækja 20.03.18 um leyfi um viðbyggingu og hækkun á þaki samkvæmt teikningum Sigurðar Hafsteinssonar dags.19.03.18

      Afgreiðslu frestað og erindinu vísað til skipulagshönnuða sem eru að vinna deiliskipulag í vesturbænum.

    • 1801438 – Norðurbraut 39, reyndarteikning

      Tekin fyrir að nýju umsókn Jóhannesar Magnúsar Ármannssonar dags. 18.01.2018 um samþykkt reyndarteikninga skv. teikningu Friðriks Friðrikssonar dags. 06.01.2014. Nýjar teikningar bárust 28.02.2018.
      Nýjar teikningar bárust 22.3.2018.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 1803379 – Suðurhella 8, bygginarleyfi

      Arcus ehf sækir um innanhúsbreytingar þann 26.03.2018. Teikningar gerðar af Kristni Ragnarssyni arkitekt.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 1803002 – Kvistavellir 48, skjólveggur á lóðarmörkum

      Þann 28.2.2018 óska eigendur Kvistavalla 48 eftir leyfi fyrir skjólvegg sem stendur á lóðamörkum við bæjarland. Skjólveggurinn er 1.80m á hæð og 12m að lengd.
      Lögð fram umsögn arkitekts dags. 27. mars 2018.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggignarfulltrúa samþykki erindið að uppfylltum þeim skilyrðum sem sett eru fram í umsögn arkitekts dags. 27.3.2018.

    • 1803380 – Klukkuvellir 16, fyrirspurn

      Lögð fram fyrirspurn Pálma Helgasonar dags. 26.3.2018 til byggingarfulltrúa þar sem óskað er eftir að hafa skúr á lóð. Með erindinu fylgja skissur er gera grein fyrir staðsetningu skúrs frá lóðarmörkum aðliggjandi lóða raðhússins.
      Hann sést lítið frá götu, 4.85m frá lóðarmörkum Klukkuvalla 14 og 3,1m frá lóðamörkum við númer 18. Skúrinn er 4,4m2 og rétt rúmir 2m á hæð. (sbr, grein 2.3.5 í byggingarreglugerð).

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa tekur jákvætt í erindið, þar sem skúrinn er 1m frá lóðarmörkum við bæjarland og innan við grindverk.

    • 1803398 – Fléttuvellir 21, dagsektir, veggur á lóðarmörkum

      Við Fléttuvelli 21 hefur verið reistur steyptur veggur, ekki er heimild til þess.
      Eigandi fékk bréf þess efnis og hefur ekki brugðist við.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að leggja dagsektir á eiganda að Fléttuvöllum 21, vegna óleyfisframkvæmda, reistur hefur verið steyptur veggur innan lóðar sem krefst byggingarleyfis. Eiganda hefur verið sent bréf þess efnis og ekki brugðist við. Dagsektir verða lagaðar frá og með 16. apríl 2018 og eru 20.000 kr á dag í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 1803399 – Kirkjuvegur 9, dagsektir, ósamþykktar breytingar smáhýsis á lóð.

      Smáhýsi við Kirkjuveg 9 hefur verið innréttað og er ekki lengur geymsluskúr í samræmi við samþykktar teikningar.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að leggja dagsektir á eigendur að Kirkjuvegi 9. Geymsluskúr á lóð hefur verið innréttaður sem íbúðarherbergi og er ekki heimild til þess. Eigandi hefur fengið bréf vegna þessa og ekki brugðist við. Dagsektir verða því lagðar á eigendur Kirkjuvegar 9 í samræmi við 56.gr. laga um mannvirki nr. 160/2010, 20.000 kr á dag frá og með 16 apríl n.k.

    C-hluti erindi endursend

    • 1803317 – Einhella 5, byggingarleyfi

      Björg Real Estate ehf sækir þann 21.3. 2018 um að byggja einnar hæðar atvinnuhús á Einhellu 5, samkvæmt teikningum Orra Árnasonar

      Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.

    • 1803362 – Álhella 18, Verkstæði,skrifstofa og starfsmannahús

      Munck Ísland ehf sækir 23.03.18 um verkstæði, skrifstofu og starfsmannahús. Geymsluskemma (mhl3), Geymsluskemma (mhl4). Færanlega rannsóknarstofu, færanleg malbiksstöð og steypt öryggisþró. Samvæmt teikningum Jóhanns Magnúsar Kristinssonar dags.21.03.18

      Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.

    • 1803367 – Hringhella 9, byggingarleyfi

      Faðmlag ehf sækir þann 23.3. 2018 um að byggja hús á Hringhellu 9 skv. teikningum Kristins Ragnarssonar arkitekts.

      Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.

Ábendingagátt