Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

30. maí 2018 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 707

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1804472 – Koparhella 1, byggingarleyfi, steypustöð

      Tekin fyrir að nýju umsókn GT Verktakar ehf. dags. 24.4. 2018 um að byggja steypustöð ásamt starfsmannaaðstöðu samkvæmt teikningum Guðmundar Óskars Unnarssonar dags. 20.04.2018.Nýjar teikningar bárust 8.5.2018
      Nýjar teikningar bárust 22.5.2018 með stimpli SHS.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010, stærðir á mhl á lóð samtals 115.5m2 og 547.1m3

    • 1805222 – Furuvellir 22,byggingarleyfi innanhús breytingar

      Tekin fyrir að nýju umsókn Stefáns Reynissonar dags. 9.5. 2018 um að breyta innra skipulagi á húsnæðinu við Furuvellir 22, teikningar bárust með erindinu. Nýjar teikningar unnar af Kristni Ragnarssyni bárust þann 24.05.2018.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 1803367 – Hringhella 9, byggingarleyfi vegna nýs hús á lóð.

      Tekin fyrir að nýju umsókn Faðmlags ehf dags. 23.3. 2018 um að byggja hús á Hringhellu 9, teikningar gerðar af Kristni Ragnarssyni arkitekt. Nýjar teiknigar bárust 09.05.2018 með stimpli SHS.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010, stærð húss er 1506.9m2 og 5389.9m3

    • 1802109 – Berghella 1, byggingarleyfi mhl 10

      Tekin fyrir að nýju umsókn Gámaþjónustunnar hf dags. 08.02.2018 um byggingarleyfi fyrir Vélaverkstæði með járnsmíðaverkstæði og þvottasvæði skv. teikningum Guðmundar Hjaltasonar dags. 05.02.2018.
      Nýjar teikningar bárust 22.5.2018 með stimpli SHS og skýrsla brunahönnuðar.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010,stærð húss er 1.210.4m2 og 8.736.8m3

    • 1805338 – Glimmerskarð 9, byggingarleyfi

      Tekin fyrir að nýju umsókn Ástþórs Ingva Ingvasonar og Önnu Margrétar Magnúsdóttur dags. 17.5.2018 um leyfi að byggja einbýlishús úr forsteyptum einingum samkvæmt teikningum Sveins Hallgrímssonar dagsettar 16.5.2018. Nýjar teikningar bárust 28.05.2018.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010, stærð húss er 250.3m2 og 859.8m3

    C-hluti erindi endursend

    • 1805541 – Melabraut 17, reyndarteikning

      RA 5 sækir þann 25.05.2018 um reyndarteikningu af húsnæði samkvæmt teikningum Erlends Birgissonar unnar í maí 2018.

      Afgreisðlu frestað, gögn ófullnægjandi.

    • 1805411 – Kvistavellir 58, skjólveggur

      Þann 23.5.2018 leggur Ingibjörg Erna Jónsdóttir inn erindi vegna skjólveggjar við Kvistavelli 58. Með erindinu fylgir skissa er sýnir staðsetningu skjólveggja. Einnig er lagt fyrir samþykki aðliggjandi lóðarhafa vegna skjólgirðinar á lóðarmörkum.
      Lögð fram umsögn arkitekts dags. 30.5.2018.

      Afgreiðslu frestað með hliðsjón af umsögn arkitekts.

    • 1805258 – Mávahraun 1, fyrirspurn til skipulags- og byggingafulltrúa

      Þórir Jónsson og Friðbjört Gunnarsdóttir leggja inn fyrirspurn dags. 14.05.2018. Óskað er eftir að breyta lóð fyrir framan húsið, bæta við bílastæðum og lækka kantinn næst gatnamótunum svo hægt sé að fara með bíl og kerru inn í garðinn. Annað hvort með nýrri hleðslu eða steyptum vegg og lágri girðingu.
      Lögð fram ódags. umsögn arkitekts.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa tekur neikvætt í erindið með hliðsjón af umsögn arkitekts.

    • 1805537 – Drangahraun 1B, breyting/gistiheimili

      Nordic holdin EHf sækir þann 25. maí 2018 um leyfi til að breyta núverandi byggingu í gistiheimili skv teikningum Jóns Þórs Þorvaldssonar. dags. 16.05.18

      ASfgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa synjar erindinu þarsem það samræmist ekki aðalskipulagi.

Ábendingagátt