Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

6. júní 2018 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 708

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1806051 – Kaldárselsvegur, niðurrif á L121307

      Hafnarfjarðarbær sækir um þann 31.05.2018 um heimild til að rífa niður allar byggingar á lóðinni vegna gatnagerðar við Kaldárselsveg.

      Byggingarfulltrúi samþykkir niðurrif í samræmi við lög um mannvirki 160/2010.

    • 1804529 – Lónsbraut 6, breyting á brunahönnun

      Tekin fyrir að nýju umsókn KristinnsRagnarssonar dags. 25.04.2018, um breytingu á brunalýsingu fyrir Lónsbraut 6, skv. teikningum Kristins Ragnarssonar.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 1806019 – Skotæfingasvæðið í Kapelluhrauni, framkvæmdir við hlið og manir

      Þann 25.05.2018 sækir Skotíþróttafélag Hafnarfjarðar um að setja upp hlið að Iðavöllum og framkvæmdaleyfi fyrir gerð öryggismanar við skotíþróttasvæðið.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010.

    • 1805630 – Fjóluás 24, fyrirspurn til skipulags- og byggingafulltrúa

      Þann 30.5.2018 leggur Kristín Björg Flygenring inn fyrirspurn til skipulags- og byggingarfulltrúa Óskað er eftir að stækka húsið við Fjóluás 24.
      Með erindinu fylgja skissur KRark arkitekta er gera grein fyrir stækkuninni.
      Lögð fram umsögn arkitekts dags. 31. maí 2018.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að grenndarkynna erindið þar sem það samræmist ekki gildandi deiliskipulagi. Fyrirspurnin verður því grenndarkynnt í samræmi 1.mgr. 2.gr samþykktar um embættisafgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúans í Hafnarfirði.

    • 1806022 – Kvistavellir 56 / fyrirspurn

      Þann 1.6.2018 leggur Andri Már Reynisson inn fyrirspurn til byggingarfulltrúa vegna skjólgirðingar við lóðarmörk í samræmi við fyrirliggjandi skissu sem gerir grein fyrir gerð skjólveggjar og lóðarfrágangi við lóðarmörk.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa tekurjákvætt í erindið.

    • 1806057 – Kvistavellir 52, fyrirspurn grindverk

      þann 1.6. leggur Jón Páll Birgisson inn fyrirspurn til byggingarfulltrúa vegna skjólveggjar við lóðarmörk Kvistavalla 52 og bæjarlands í samræmi við fyrirliggjandi ljósmynd af skjólvegg.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggignarfulltrúa tekur jákvætt í fyrirspurnina.

    • 1806056 – Kvistavellir 54, fyrirspurn grindverk

      Þann 1.6. leggur Margrét Rós Jóhannesdóttir eigandi Kvistavalla 54 inn fyrirspurn til byggingarfulltrúa vegna skjólveggjar við lóðarmörk í samræmi við fyrirliggjandi ljósmynd er sýnir skjólvegginn.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa tekurjákvætt í erindið.

    • 1806081 – Strandgata/Thorsplan, stöðuleyfi

      Þann 5.06.2018 sækir Hafnarfjarðarbær um að setja upp tjald, hús og salerni á Thorsplani vegna útsendinga á HM leikjum dagana 16, 22 og 26 júni 2018.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    B-hluti skipulagserindi

    • 1805583 – Gjáhella 17, fyrirspurn

      Fjarðarafl ehf. leggur þann 29.05.2018 inn fyrirspurn um stækkun byggingareitar lóðinni við Gjáhellu 17. Með erindinu fylgir greinagerð dags.29.5.2018 ásamt skissum er gera grein fyrir breytingu á byggingareit.
      Lögð fram umsögn arkitekts dags. 4.6. 2018.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa tekurneikvætt í erindið eins og það liggur fyrir.

    • 1805629 – Norðurhella 13,Fyrirspurn til skipulags- og byggingafulltrúa

      Þann 29.5.2018 leggur Jón Þór Þorvaldsson arkitekt inn fyrirspurn fyrir hönd Selsins ehf vegna Norðurhellu 13 þar sem óskað er eftir að fara í deiliskipulagsbreytingar. Með erindinu fylgja teikningar teiknistofunnar Úti og inn arkitekta dags.7.5.2018 er gera grein fyrir breytingunum.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa vísar erindinu til skipulags- og byggingaráðs.

    C-hluti erindi endursend

    • 1806021 – Kjarrberg 3, byggingarleyfi

      Ágúst Sigurjónsson og Jóhanna Hauksdóttir sækja þann 1.06.2018 um byggingarleyfi samkvæmt teikningum Sigurþórs Aðalsteinssonar dags. 22.05.2018. Um er ræða sólpall og skjólvegg ofan á bílskúr við Kjarrberg 3. Erindi var sent byggingafulltrúa í vor og fékk það jákvæða umsögn.

      Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.

    • 1806024 – Kaplakriki, íþróttahús, knatthús matshl. 10, breyting

      FH-knatthús ehf. sækir þann 1.06.2018 um breytingu á núverandi byggingu samkvæmt teikningum Sigurðar Einarssonar dags. 30.05.2018. Í stað brunaslöngu kemur slökkvitæki. Í húsinu eru því 3 slökkvitæki.

      Afgreiðslu frestað, vantar stimpil shs.

    • 1802088 – Stuðlaberg 76, sólskáli

      Tekin fyrir að nýju umsókn Sigurðar Þórs Björgvinssonar dags. 25.2. 2018 Stuðlabergi 76 sækir um leyfi fyrir sólskála, samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar dagsettar mars 2018.
      Nýjar teikningar bárust 8.3.2018.
      Nýjar teikningar bárust 28.3.2018
      Nýjar teikningar bárust 31.05.18 með stimpli SHS

      Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.

    • 1805647 – Trönuhraun 5, byggingarleyfi, innkeyrsluhurð og skilti

      Jónshús ehf. sækir þann 31.05.2018 um leyfi til að setja innkeyrsluhurð og breyta skilti samkvæmt teikningum Sveinbjörns Jónssonar dags. 29.05.2018.

      Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.

    • 1805336 – Grandatröð 12, byggingarleyfi

      Tekin fyrir að nýju umsókn H-Bergs ehf sækir dags. 17.05.2018 um að byggja viðbyggingu samkvæmt teikningum Þorleifs Eggertssonar dags. 28.02.2018. Stimpill frá SHS er á teikningum. Nýjar teikningar bárust 01.06.18

      Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.

    • 1805357 – Sléttuhlíð b6, viðbygging

      Tekin fyrir að nýju umsókn Sigurðar S Einarsson dags. 18.05.18 um leyfi fyrir viðbyggingu við Sléttuhlíð B6. Samkvæmt teikningum Sigurðar Hafsteinssonar dags. 15.05.18 Nýjar teikningar bárust 28.05.18

      Byggingarfulltrúi synjar erindinu þar sem það samræmist ekki deiliskipulagi.

Ábendingagátt