Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

13. júní 2018 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 709

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1806090 – Hafravellir 1, byggingarleyfi, gluggar

      Skúli Sigvaldsson sækir 06.06.19 um breytingar á útliti glugga ásamt því að fjarlægja arinstæði samkvæmt teikningum Guðna Sigurðssonar dagsettar 02.04.17

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 1806105 – Bæjarhraun 24, breyting

      Hraunborgir ehf sækir um 07.06.18 um breytingar á bakstigagangi og fjölgun hurða á bakinngangi. Einingar 01011 og 0201 sameinast. Eining 0113 verður séreign skv teikningum Ágústar Þórðarsonar 31.05.18 Stimpill SHS og samþykki nágranna barst einnig

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 1806021 – Kjarrberg 3, byggingarleyfi

      Tekin fyrir að nýju umsókn Ágústs Sigurjónssonar og Jóhönnu Hauksdótturr dags. 1.06.2018 um byggingarleyfi fyrir skjólvegg og sólpall ofan við bílskú á lóðinni samkvæmt teikningum Sigurþórs Aðalsteinssonar dags. 22.05.2018. Erindi var sent byggingafulltrúa í vor og fékk það jákvæða umsögn. Samþykki nágranna liggur fyrir.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 1804195 – Álfaskeið 56,breyting

      Tekin fyrir að nýju umsókn Raritet ehf dags. 9.4. 2018 um breytingar innandyra og á sameign skv. teikningum Sigurðar Hafsteinssonar dags.26.03.2018. Nýjar teikningar bárust þann 23.05.2018 ásamt samþykki nágranna.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 1806145 – Eyrartröð 13 og 13A, reyndarteikning

      Tor ehf. Eyrarfell ehf og Stokkhylur ehf leggja inn 11.6.2018 reyndarteikningar af Eyrartröð 13 og 13a, samkvæmt teikningum Jóns Guðmundssonar dagsettar 25.5.2018
      Stimpill frá SHS barst einnig.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 1804032 – Furuás 30, reyndarteikningar

      Tekin fyrir að nýju umsókn Birgis Þórs Leifssonar dgs. 3.4.2018 um samþykkt reyndarteikninga, unnar af Erlendi Árna Hjálmarsyni dagsettar 3.4.2018. Nýjar teikningar bárust 17.5.2018

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 1805526 – Íshella 8, fyrirspurn

      Tempra ehf óskar eftir að fá stöðuleyfi fyrir tvö svokölluð gámatjöld við verksmiðju sína á Íshellu 8. Tjöldin munu standa á malbikuðu, upphituðu plani við suðvesturgafl og verður haldið niðri af gámum við hliðar þannig að ekki verður um sökkla að ræða. Tjöldin verða nýtt til móttöku hráefnis sem síðan fer í vinnslu í verksmiðjunni. 10 metrar verða milli tjalda og húss vegna brunavarna. Ætunin er að reysa létt skýli úr stáli yfir athafnasvæði milli byggingar og tjalda með þaki úr auðbrennanlegum polycarbonatplötum. Um er að ræða bráðabirgðalausn á brýnum vanda verksmiðjunnar en ætlunin er að byggj við(lengja), núverandi hús í nánustu framtíð.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa telur hægt að fallast á þessa lausn enda er um tímabundið leyfi að ræða. Greiða þarf stöðugjöld af gámum í samræmi við gjaldskrá Hafnarfjarðarbæjar.

    • 1804477 – Lóuhraun 3, fyrirspurn

      Árný Þórarinsdóttir sendir inn fyrirspurn þann 24.04.2018 um að breyta gluggum í hurð á norðvestur hlið hússins

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúar tekur jákvætt í fyrirspurninina, en sækja þarf um byggingarleyfi fyrir breytingunni.

    • 1806189 – Strandgata 30, stöðuleyfi, tyrfa bílastæði

      Hafnarfjarðarkaupstaður sækir 13.6.2018 um að fá leyfi til að tyrfa bílastæði við Strandgötu 30. þann 17.júní.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 1805044 – Óseyrarbraut 27B, byggingarleyfi

      Tekin fyrir að nýju umsókn Sölva Steinarr slf dags. 29.4. 2018 um byggingarleyfi fyrir sýninga- og vakthús skv. teikningum Sveins Ívarssonar dags. 15.04.2018. Nýjar teikningar bárunst þann 25.05.2018 í tvíriti.
      Nýjar teikningar bárust 7.6.2018 í tvíriti

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    B-hluti skipulagserindi

    • 1806154 – Álhella 7, fyrirspurn til skipulags- og byggingafulltrúa

      Norðnorðvestur ehf. leggur þann 11.06.2018 fram fyrirspurn um breytingu á skipulagi lóðar og færslu á innkeyrslum.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggignarfulltrúa tekur jákvætt í erindið.

    • 1805139 – Reykjavíkurvegur 50, fyrirspurn til skipulags- og byggingafulltrúa

      Guðmundur Oddur Víðisson óskar eftir þann 8. maí sl. að fá afstöðu skipulags- og byggingarráðs um að koma fyrir starfsemi grunnskóla á jarðhæð hússins fyrir 8, 9 og 10 bekk grunnskóla.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa tekur jákvætt í erindið en vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs þar sem óskað er eftir affstöpu þess.

    C-hluti erindi endursend

    • 1805214 – Kaplahraun 20, breyting

      K20 ehf sækir þann 8.5. 2018 um að breyta innra skipulagi hússins svk. teikningum Jóns Hrafns Hlöðvarssonar.

      Afgreiðslu frestað, vantar stimpil shs.

    • 1806172 – Ljósaklif, fyrirspurn

      EFF smíði ehf leggur inn fyrirspurn dags. 4.6. 2018 um að stækka húsið við Ljósaklif skv. teikningum teiknistofunnar Gingi dags.3. júní 2018.

      Afgreiðslu frestað, erindið er ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag.

    • 1806077 – Fjóluás 30,reyndarteikningar

      Kjartan Guðfinnur Björgvinsson leggur inn 5.6.2018 reyndarteikningar af Fjóluási 30, samkvæmt teikningum Stefáns Ingólfssonar dagsettar 1.3.2018

      Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.

    • 1806106 – Lynghvammur 4, bílskúr

      Auður Lísa Antonsdóttir sækir þann 7.6.2018 um að byggja (nýjan) bílskúr við eldra hús samkvæmt teikningum Eiríks Vignis Pálssonar dags 04.05.2018. Samþykki nágranna barst einnig.

      Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.

    • 1805336 – Grandatröð 12, byggingarleyfi

      Tekin fyrir að nýju umsókn H-Bergs ehf dags. 17.05.2018 um að byggja viðbyggingu samkvæmt teikningum Þorleifs Eggertssonar dags. 28.02.2018. Stimpill frá SHS er á teikningum. Nýjar teikningar bárust 01.06.18

      Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.

Ábendingagátt