Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

20. júní 2018 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 710

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1805316 – Reykjavíkurvegur 72,reyndarteikning

      Tekin fyrir að nýju umsókn Grímansfells ehf. dags. 16.5.2018 um reyndarteikningar af Reykjavíkurvegur 72, unnar af Richard Briem dagsettar 24.4.2018. Nýjar teikningar með stimpli SHS bárust 15.06.2018 í tvíriti ásamt samþykki meðeiganda.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 1805336 – Grandatröð 12, byggingarleyfi

      Tekin fyrir að nýju umsókn H-Berg ehf dags. 17.05.2018 um að byggja viðbyggingu samkvæmt teikningum Þorleifs Eggertssonar dags. 28.02.2018. Stimpill frá SHS er á teikningum. Nýjar teikningar bárust 01.06.18
      Nýjar teikningar bárust 14.6.2018 með stimpli frá SHS og Heilbrigðiseftirliti.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 1801499 – Hellisgata 32, fyrirspurn, viðbygging

      Þann 23.01.2018 leggur Viðar Jónsson inn fyrirspurn til byggingarfulltrúa þar sem óskað er eftir að stækka neðri hæð húss um 3 m til norðurs og útbúa svalir ofan á stækkuninni. Jafnframt að breikka bílgeymslu um 1,4 m til austurs. Sjá meðfylgjandi teikningar Haraldar Ingvarssonar dags. 06. 12.2017.
      Lögð fram umsögn Minjastofnunar dags. 5.6. 2018 sem og umsögn arkitekts dags. 16. 5. 2018.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa tekur jákvætt í erindið með hliðsjón af fyrirliggjandi umsögnum..

    • 1805303 – Kirkjuvellir 7, svalalokanir

      Húsfélagið Kirkjuvöllum 7 sækir 15.5.2018 um svalalokanir frá 2. til 6.hæðar. Hver og einn eigandi sækir svo um fyrir sig formlega þegar að framkvæmdir hefjast.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    C-hluti erindi endursend

    • 1806165 – Gjáhella 1, byggingarleyfi, vörugeymsla

      Þ.Þorgrímsson & Co ehf. sækir þann 12.06.2018 um byggingarleyfi fyrir vörugeymslu samkvæmt teikningum Helga Bergmanns Sigurðssonar dags. 30.05.2018.

      Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.

    • 1806196 – Skúlaskeið 4, byggingarleyfi, kvistur

      Atli Erlingsson og Anna Kristín Jóhannsdóttir sækja þann 13.06.2018 um leyfi til að byggja kvist á húsið að austanverðu samkvæmt teikningum Jóns Eiríks Guðmundssonar dags. 02.05.2018. Samþykki nágranna liggur fyrir.
      Lagt fram álit Minjastofnunar dags. 6.6. 2018.

      Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.

Ábendingagátt