Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

11. júlí 2018 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 713

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1806355 – Álfhella 4, byggingarleyfi

      Tekin fyrir að nýju umsókn KB Verks ehf. dags. 26.06.2018 um byggingarleyfi fyrir iðnaðar- og geymsluhúsnæði á tveimur hæðum samkvæmt teikningum Sigríðar Ólafsdóttur dags. 20.06.2018. Teikningar með stimpli SHS, Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis og yfirfarnar af brunnahönnuði. Umsókninni fylgja: mæliblað, hæðablað og breyting á deiliskipulagi. Nýjar teikningar með stimpli SHS bárust þann 09.07.2018.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 1807043 – Glitvellir 3, svalalokun

      Jósep Gíslason sækir með umsókn dags. 3.7. 2018 um
      svalalokun með gleri skv. teikningum Þorleifs Eggertssonar dags. 22.06.2018.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 1807044 – Álfhella 7, breyting

      ER hús ehf. sækir þann 3.7. 2018 um breytingu úr geymsluhusnæði í atvinnuhúsnæði samkvæmt teikningum Eyjólfs Valgarðssonar dags. 26.06.2018.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    C-hluti erindi endursend

    • 1807068 – Móbergsskarð 5-7, byggingarleyfi

      Borghildur Sverrisdóttir og Þóra Sveinsdóttir sækja þann 4. 7. 2018 um byggingarleyfi til byggingar á parhúsi skv. teikningum Kára Eiríkssonar dags. 25.07.2018

      Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.

    • 1807119 – Hlíðarás 18, byggingarleyfi

      Eyrún Linnet sækir þann 09.07.2018 um útfærslu á lóð – veggir á lóðamörkum samkvæmt teikningum Kára Eiríkssonar dags. 06.07.2018.

      Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.

    • 1806171 – Einhella 3, byggingarleyfi

      Björg Real Estate ehf. sækir þann 12.06.2018 um leyfi til að byggja einnar hæðar iðnaðarbyggingu með milliloftum, sem skiptist upp í fimm misstór bil. Byggingin er byggð úr límtrésrömmum, en skel hússins er úr yleiningum, samkvæmt teikningum Orra Árnasonar dags. 07.06.2018.
      Teikningar frá Orra Árnason bárust með stimpli frá SHS 15.06.18

      Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.

Ábendingagátt