Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

25. júlí 2018 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 715

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1805315 – Vitastígur 8, byggingarleyfi rishæð

      Tekin fyrir að nýju umsókn Einars Gíslasonar dags 16.05.2018, um að setja kvist á húsið til suðurs. Nýjar teikningar unnar af Eyjólfi Valgarðssyni bárust 26.06.2018. Nýjar teikningar bárust þann 03.07.2018.
      Erindið var grenndarkynnt, undirskriftir aðliggjandi lóðarhafa liggja fyrir.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010.

    • 1805281 – Víðistaðatún, ósk um afnot vegna hundasýningar

      Hundaræktarfélag Íslands óskar eftir að halda útisýningu á vegum félagsins á Víðistaðatúni þann 23. – 26. ágúst nk. Óskað er eftir aðgangi að rafmagni, salernum og bílastæðum.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkja að haldin sé hundasýning á Víðistaðatúni helgi 23. – 26. ágúst og leggur áherslu á að allt sé hirt upp eftir hundana og að svæðið verði skilið eftir í viðunandi ástandi og allt rusl tekið að sýningu lokinni. Hvað varðar afnot af salernum að þá skal hafa samráð við Hraunbúa þar sem þeir eru umsjónaraðilar. Eins skal hafa samband við HS veitur vegna rafmagns. Hvað varðar bílastæði við kirkjuna skal haft samráð við Víðistaðakirkju með þau.

    • 1807216 – Helgafell, skipulagðar reiðleiðir

      Borist hefur ábending um að á heimasíðu Íshesta er boðið uppá skipulagðar reiðleiðir í kringum Helgafell.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa bendir Íshestum á að umhverfi Helgafells er inná grannsvæði vatnsverndar. Allar reiðleiðir í landi bæjarins eru sýndar á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 og þar er ekki gert ráð fyrir reiðleiðum í kringum Helgafell.

    • 1806391 – Brenniskarð 1-3, fyrirspurn

      Þrastarverk ehf. leggja fram fyrirspurn um að byggja fjölbýlishús á lóðinni samkvæmt meðfylgjandi teikningum Jóns Guðmundssonar dags. 19.07.2017.
      Fyrirspurnin gerir ráð fyrir breytingum á bílastæðum í kjallara en það er breyting á úthlutunarskilmálum.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa vísar fyrirspurninni til skipulag- og byggingarráðs.

    • 1807235 – Skipalón 1, svalalokun íb. 307

      Þórir Erlendur Gunnarsson sækir með umsókn ódags. en mótt. 24.7. 2018 um svalalokun íbúð 307.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 1807238 – Selvogsgata 3, endurbygging á geymslu

      Kjartan Freyr Ásmundsson og Helga Ágústsdóttir sækja þann 25.07.2018 um endurbyggingu á geymslu með stækkun samkvæmt teikningum Sveins Valdimarssonar dags. 16.07.2018.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir með vísan til 2. gr. í Samþykkt um embættisafgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúans í Hafnarfirði frá 04.05.2004 verður umsókna Kjartans F. Ásmundssonar dags. 25.07.2018 grenndarkynnt fyrir Selvogsgötu 1, 4, 5, 6, Brekkugötu 25, 26 og Hringbraut 10.

    • 1712202 – Suðurhella 4, byggingarleyfi

      Tekin fyrir að nýju umsókn Bors ehf dags. 14.12.2017 um leyfi að byggja stálgrindarhús samkvæmt teikningum Aðalsteins Júlíussonar dags. 09.12.2017. Nýjar teikningar bárust dags. 06.02.2018 og greinagerð v/brunavarna 16.04.18. Nýjar teikningar bárust m/stimpli frá slökkviliði höfuðborgarsvæðis.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingafulltrúa vísar erindinu til úrvinnslu starfsmanna með vísan til vinnslu á deiliskipulagsbreytingu.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1807152 – Hvaleyrarbraut 3, umsókn til skipulagsfulltrúa

      Húsfélagið Hvaleyrarbraut 3 sækir með umsókn dags. 11.7. 2018 eftir að breyta byggingarmörkum og að heimilað verði að innrétta 6 íbúðir í húsinu skv. greinagerð á deiliskipulagi.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs með vísan til fyrri meðferðara erindis og umsagnar frá 09.06.2018.

    • 1805542 – Brekkutröð 3,umsókn til skipulagsfulltrúa

      Ólafur Jóhann Ólafsson f.h. Ísbliks ehf, óskar með umsókn dags. 25.5. 2018 eftir að byggingarreitur við Brekkutröð 3 verði stækkaður til vesturs. Fyrirhuguð breyting gerir ráð fyrir að afmarkað verði svæði fyrir staðsettningu og geymslu á tæknibúnaði skv. uppdrætti Batterísins Arkitekta dags. maí 2018.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykki með vísan til 2. gr. í Samþykkt um embættisafgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúans í Hafnarfirði frá 04.05.2004 að grenndarkynna umsókn Ísbliks ehf. fyrir eigendum Brekkutraðar 1 og Brekkutraðar 3.

    C-hluti erindi endursend

    • 1807210 – Hlíðarás 28, breyting á innar skipulagi

      Jóhann Ögri Elvarsson sækir með umsókn dags. 18.7. 2018 um breytingu á innra skipulagi samkvæmt teikningum Friðriks Friðrikssonar dagsettar 16.07.2018.

      Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.

    • 1807234 – Álfhella 15, byggingarleyfi

      Byggingarfélag Gylfa og Gunnars sækir um 24.07.2018 leyfi til að byggja atvinnuhúsnæði á lóðinni skv. teikningum Ómars Péturssonar dags. 09.07.2018.

      Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.

    • 1807017 – Tinhella 8, byggingarleyfi

      Tekin fyrir að nýju umsókn Vöku hf., björgunarfélag dags. 2.7.2018 um að reisa stálgrindarhús samkvæmt teikningum Jóns Grétars Ólafssonar dags. 25.6.2018 með stimpli SHS og brunahönnuð. Nýjar teikningar bárust 24.07.2018.

      Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.

Ábendingagátt