Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

29. ágúst 2018 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 719

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1807017 – Tinhella 8, byggingarleyfi

      Vaka hf., björgunarfélag sækir 2.7.2018 um að reisa stálgrindarhús samkvæmt teikningum Jóns Grétars Ólafssonar dagsettar 25.6.2018 með stimpli SHS og brunahönnuð. Nýjar teikningar bárust 24.07.2018.
      Nýjar teikningar bárust með stimpli SHS 16.08.2018.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. Húsin eru 357,7m2 og 1974,6 m2 án botnplötu.

    • 1808049 – Mosabarð 15, fyrirspurn

      Fyrirspurn barst frá Elsu Esther Kristófersdóttur þann 8.08.2018 um stækkun íbúðarhússins við Mosabarð 15.

      Tekið er jákvætt í erindið, þegar betri gögn berast samanber gr. 4.3.1 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 verður erindið grenndarkynnt aðliggjandi lóðarhöfum með vísan til 1. mgr 2. gr. samþykktar um embættisafgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúans í Hafnarfirði.

    • 1808499 – Eyrartröð 8, fjölgun eigna

      Þann 27.08.2018 leggur Magnús Guðbjartur Helgason inn skráningartöflu þar sem hann óskar eftir að fjölga eignum á lóðinni Eyrartröð 8.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1612378 – Klausturhvammur 28, fyrirspurn til skipulags- og byggingafulltrúa

      Þann 27.12.2016 lagði Andri Roland Ford inn fyrirspurn til byggingarfulltrúa þar sem óskað var eftir að reisa grindverk nærri lóðarmörkum við Klausturhvamm 28 og bæjarland. Með erindinu fylgdu skissur er gera grein fyrir umfangi framkvæmdanna og gerð grindverks.

      Tekið er jákvætt í erindið enda liggur fyrir samþykki allra eigenda hússins.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1808496 – Álhella 18, fyrirspurn til skipulagsfulltrúa

      Geymslusvæði ehf. leggur 28.08.18 inn fyrispurn um ósk eftir deiliskipulagsbreytingu á lóðinni Álhellu 18 vegna stofnunnar nýrrar lóðar undir spennustöð HS veitna hf. með fyrirhugaða staðsetningu innan lóðarinnar Álhellu 18.

      Tekið er jákvætt í erindið, sækja þarf um deiliskipulagsbreytingu. Deiliskipulagsbreyting sú sem óskað er eftir er innan svæðis í eigu Geymslusvæðis og kostnaður vegna breytinganna fellur á þann sem eftir henni óskar samanber 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    • 1805317 – Erluás 31, bréf frá nágranna vegna byggingarleyfis

      Tekið fyrir á ný erindi Friðriks Þórs Friðrikssonar frá 05.05.2018 sem vísað var til skipulags- og byggingarráðs á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 16.05.2018. Lögð fram Greinargerð skipulagsfulltrúa dags. 27.08.2018. Krafist er stöðvunar framkvæmda á lóðinni við Erluás 31. Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 28.08. s.l. tók Skipulags- og byggingarráð undir greinargerð skipulagsfulltrúa og fól honum að svara erindinu.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkja greinagerð dags. 27.08.2018.

    • 1709003 – Selhella 7 og 9, fyrirspurn deiliskipulag.

      Vesturkantur ehf. sótti 1.9.2017 um deiliskipulagsbreytingu. Sótt er um að sameina lóð Selhellu 7 og Selhellu 9 og til að tengja skrifstofur beggja húsa með göngubrú. Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkti þann 14.03.s.l. að grenndarkynna breytingar í samræmi við 1. mgr. 2. gr. samþykktar um embættisafgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúans í Hafnarfirði. Erindið var grenndarkynnt frá 23.03-20.04.2018. Engar athugasemdir bárust. Lagður fram uppfærður uppdráttur GP arkitekta dags. 27.08.2018.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkja erindið með vísan til 1. mgr. 2. gr. samþykktar um embættisafgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúans í Hafnarfirði.

    • 1805542 – Brekkutröð 3, umsókn til skipulagsfulltrúa

      Ólafur Jóhann Ólafsson f.h. Ísbliks ehf, óskaði með umsókn dags. 25.5. 2018 eftir að byggingarreitur við Brekkutröð 3 yrði stækkaður til vesturs. Fyrirhuguð breyting gerir ráð fyrir að afmarkað yrði svæði fyrir staðsetningu og geymslu á tæknibúnaði skv. uppdrætti Batterísins Arkitekta dags. maí 2018. Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkti á fundi sínum þann 25.07. s.l. með vísan til 2. gr. í Samþykkt um embættisafgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúans í Hafnarfirði frá 04.05.2004 að grenndarkynna umsókn Ísbliks ehf. fyrir eigendum Brekkutraðar 1 og Brekkutraðar 3. Með tölvupósti dags. 22.08. barst samþykki allra hlutaðeigandi aðila.

      Samþykkt með vísan til 1. mgr. 2. gr. í Samþykkt um embættisafgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúans í Hafnarfirði frá 04.05.2004.

    C-hluti erindi endursend

    • 1808005 – Hvaleyrarbraut 4-6, reyndarteikningar

      Tekin fyrir að nýju umsókn um byggingarleyfi frá Filtertækni ehf. sem barst þann 02.08.2018. Reyndarteikningar og brunavarnir uppfærðar skv ósk Slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins. Teikningar unnar af Helga Steinari Helgasyni dags. 29.05.2018 og stimplaðar með stimpli SHS. Mæliblað og hæðablað barst einnig. Nýjar teikningar bárust 14.08.2018 með stimpli SHS.

      Erindi frestað þar sem það samræmist ekki deiliskipulagi.

    • 1807205 – Gjáhella 3, breyting

      Tekin fyrir að nýju umsókn frá Selið Fasteignafélag ehf. frá 17.07.2018 þar sem sótt er um breytingu á áður samþykktum teikningum samkvæmt teikningum Jóns Þórs Þorvaldssonar dags. 23.10.2017. Teikningar eru með stimpli frá SHS. Nýjar teikningar með stimpli SHS bárust þann 31.07.2018. Nýjar teikningar bárust 21.08.2018 með stimpli SHS.

      Frestað. Grenndarkynna þarf nýja innkeyrslu á lóð þar sem hér um breytingu frá gildandi deiliskipulagi að ræða. Grenndarkynning er gerð með vísan til 1. mgr. 2. gr. samþykktar um embættisafgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúans í Hafnarfirði.

    • 1808427 – Malarskarð 9-11, umsókn um byggingarleyfi

      Sigurður Björn Reynisson og Dagný Lóa Sigurðardóttir sækja um byggingarleyfi á lóðinni Malarskarð 9-11. Sótt er um byggingu staðsteypts parhúss með einhalla timburþaki skv. teikningum Vigfúsar Þórs Hróbjartssonar hjá VÞH Hönnun dags. 26.07.2018.

      Frestað, gögn ófullnægjandi.

    • 1808269 – Reykjavíkurvegur 78, stækkun með tengigangi

      Actavis pct. sækir um leyfi til stækkunar með nýjum tengigangi skv. teikningum Baldurs Ó. Svavarssonar dags. 15.08.2018.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 1808451 – Öldutún 2, breyting

      Umsókn barst frá Jóni Trausta Guðmundssyni þann 27.08.18 um breytingu á glugga. Breytingin felst í síkkun glugga og ísetningu svalahurðar skv. teikningum Guðna Pálssonar dags. 28.02.18.

      Frestað, gögn eru ófullnægjandi.

    • 1808504 – Einhella 4, bygginarleyfi

      Umsókn barst frá IsoTec ehf. þann 28.8.2018 um að reisa 1800fm. stálgrindarhús á lóðinni Einhella 4 skv. teikningum Sigurbjarts Halldórssonar.

      Frestað, gögn eru ófullnægjandi.

Ábendingagátt