Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

5. september 2018 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 720

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1809016 – Mávahraun 14, breyting á framhlið húss

      Ingi Mar Jónsson sækir 3.9.2018 um breytingu á framhlið húss. Hurðum fækkað, gluggar settir í staðinn og útidyrahurð hliðrað samkvæmt teikningum Magnúsar Ingvarsonar dags. 20.5.2018.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010.

    • 1808451 – Öldutún 2, breyting

      Tekin fyrir að nýju umsókn Jóns Trausta Guðmundssonar frá 27.8.2018 um breytingu á glugga sem breytt er í síðari glugga með svalahurð samkvæmt teikningum Guðna Pálssonar dags. 28.2.2018. Nýjar teikningar með samþykki meðeiganda bárust 31.8.2018.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010.

    • 1808135 – Brekkugata 22, byggingarleyfi stækkun

      Tekin fyrir að nýju umsókn frá Reikniverk ehf. frá 13.8.2018. Sótt er um stækkun á neðri hæð Brekkugötu 22 skv. teikningum Grétars Markússonar arkitekt dagsettar 8.8.2018. Nýjar teikningar bárust 4.9.2018 ásamt samþykki nágranna.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010.

    • 1809048 – Öldugata 39, breyting á innra skipulagi

      HS Veitur hf. sækja 4.9.2018 um leyfi fyrir breytingu á innra skipulagi og þaki samkvæmt teikningum Kristins Eiríkssonar dagsettar 3.9.2018.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010.

    C-hluti erindi endursend

    • 1808563 – Stekkjarberg 9, byggingarleyfi

      GG verk ehf. sækir 31.8.2018 um að reisa fyrsta áfanga raðhúss sem er þriggja íbúða einingar samkvæmt teikningum Gunnar Arnar Sigurðssonar dagsettar 27.8.2018.

      Frestað gögn ófullnægjandi

    B-hluti skipulagserindi

    • 1808179 – Öldugata 42-44, fjölgun bílastæða á lóð

      Þann 13.8.2018 leggur Viðar Jökull Björnsson inn umsókn til skipulagsfulltrúa fyrir hönd húsfélagsins við Öldugötu 42-44. Óskað er eftir að útbúa fleiri bílastæði á lóð. Með erindinu fylgir greinagerð ásamt skissum er sýna staðsetningu fyrirhugaðra bílastæða.

      Tekið er neikvætt í erindið eins og það liggur fyrir.

Ábendingagátt