Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

27. september 2018 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 723

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1809367 – Hádegisskarð 2, eigin úttektir byggingarstjóra

      Sigurfinnur Sigurjónsson byggingarstjóri sækir um eigin úttektir þann 18.09.2018.

      Byggingarfulltrúi samþykkir að byggingarstjóri fái að gera sínar eigin úttektir í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. Steyptar plötur eru undanskildar og sér byggingarfulltrúi um þær úttektir.

    • 1809368 – Geislaskarð 2, eigin úttektir byggingarstjóra

      Sigurfinnur Sigurjónsson byggingarstjóri sækir um eigin úttektir þann 18.09.2018.

      Byggingarfulltrúi samþykkir að byggingarstjóri fái að gera sínar eigin úttektir í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. Steyptar plötur eru undanskildar og sér byggingarfulltrúi um þær úttektir.

    • 1809392 – Fagraberg 38, sólskáli

      Jóhann Sigurðsson sækir þann 20.09.2018 um að reisa sólskála til vesturs sem framlengingu af núverandi byggingu samkvæmt teikningum Ásgeirs Ásgeirssonar dags. 19.09.2018.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við mannvirkjalög nr. 160/2010. Um er að ræða endurnýjun á byggingarleyfi, málsnúmer 1207226, sem var samþykkt 06.09.2012.

    • 1710267 – Vesturbraut 15, breyting

      Edda Ársælsdóttir sækir þann 12.10.2017 um leyfi til að breyta innra skipulagi og lítils háttar breytingu úti samkvæmt teikningum Erlends Á. Hjálmarssonar dags. 23.06.2011. Nýjar teikningar bárust 21.08.2018

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1809471 – Skógarás 6, dagsektir, vegna dóms sem féll útaf hæð húss og ólöglegra framkvæmda á jarðhæð

      Skógarás 6, dómur féll um að húsið væri of hátt, eiganda gert að lækka húsið. Einnig hafa ólöglegar framkvæmdir verið gerðar á neðri hæð hússins. Eigandi hefur fengið bréf þess efnis en ekki brugðist við.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að leggja dagsektir á eiganda að Skógarás 6. Húsið var byggt of hátt og eigandi á að lækka þakið. Einnig hefur eigandi gert óleyfisframkvæmdir á jarðhæð. Eiganda hefur verið sent bréf þess efnis og ekki brugðist við. Dagsektir verða lagðar á frá og með 10. okt 2018 og eru 20.000 kr á dag í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1809470 – Rauðhella 3, dagsektir, vantar verkáætlun, hús hafa risið án leyfa

      Að Rauðhellu 3 hafa verið reistar byggingar sem ekki er leyfi fyrir, bæði innan og utan lóðar. Einnig er aðalhúsið ekki í samræmi við samþykktar teikningar. Eiganda var gert að skila inn verkáætlun, leggja inn teikningar og fjarlægja byggingar en ekki hefur verið brugðist við erindinu.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að leggja dagsektir á eiganda að Rauðhellu 3. Þar hafa verið reistar byggingar án leyfis bæði innan og utan lóðar. Einnig er aðalbygging ekki samkvæmt samþykktum teikningum. Eigandi átti að skila inn verkáætlun sem ekki hefur borist. Eiganda hefur verið sent bréf þess efnis og ekki brugðist við. Dagsektir verða lagðar á frá og með 10. okt 2018 og eru 20.000 kr á dag í samræmi við lög um mannvirki 160/2010.

    • 1809065 – Lónsbraut 52, dagsektir, hús ekki í samræmi við samþykktar teikningar

      Lónsbraut 52, bátaskýli, búið er að setja svalir á norðurhlið og stóran glugga á suðurhlið án leyfis, eigandi fékk bréf þess efnis og hefur ekki brugðist við.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að leggja dagsektir á eiganda að Lónsbraut 52. Húsið að Lónsbraut 52 er ekki í samræmi við samþykktar teikningar. Eiganda hefur verið sent bréf þess efnis og ekki brugðist við. Dagsektir verða lagðar á frá og með 10. okt 2018 og eru 20.000 kr á dag í samræmi við lög um mannvirki 160/2010.

    • 1809500 – Vesturbraut 15, dagsektir vegna skúrs á lóð.

      Vesturbraut 15, dagsektir vegna skúrs á lóð.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að leggja dagsektir á eiganda að Vesturbraut 15. Skúr er við lóðarmörk aðliggjandi lóðar sem ekki er samþykki fyrir. Eiganda hefur verið sent bréf þess efnis og ekki brugðist við. Dagsektir verða lagðar á frá og með 10. okt 2018 og eru 20.000 kr á dag í samræmi við lög um mannvirki 160/2010.

    C-hluti erindi endursend

    • 1809405 – Staðarberg 2-4, breyting á áður samþykktum teikningum

      PHUT ehf. sækir þann 21.09.2018 um breytingu innanhús fyrir nýjan skyndibitastað samkvæmt teikningum Pálmars Kristmundssonar dags. 8.05.2017. Teikningar stimplaðar með stimpli SHS og Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis. Breyting á áður samþykktum aðaluppdrætti. Samþykki meðeiganda barst einnig.

      Frestað gögn ófullnægjandi

    • 1809416 – Lækjarberg 17, skráningartafla og rýmisnúmer

      Bjartey Sigurðardóttir leggur inn teikningar þann 21.09.2018, rýmisnúmer er sett á teikningu og gerð er skráningartafla. Teikningar unnar af Sigurði Þorvarðarsyni dags. 20.09.2018.

      Frestað gögn ófullnægjandi

    • 1809456 – Smyrlahraun 6, reyndarteikning

      María Rebekka Ólafsdóttir leggur inn reyndarteikningar 25.09.2018 teiknaðar af Sigurði Hafsteinssyni dags. 22.09.2018.

      Frestað gögn ófullnægjandi

Ábendingagátt