Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

3. október 2018 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 724

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1808182 – Kvistavellir 60, skjólveggir fyrirspurn

      Tekin fyrir að nýju fyrirspurn vegna skjólveggjar á lóðarmörkum við Kvistavelli 60 og 62. Undirskríft nágranna á Kvistavöllum 60 og yfirlýsing barst 14.8.2018.

      Eigendur húsanna við Kvistavelli 60 og 62 hafa nú lagt fram samþykki sitt fyrir skjólveggjum á lóðarmörkum þeirra. Einnig að þeir munu samþykkja skúr nær lóðarmörkum en 3m.
      Ekki er hægt að fallast á erindið vegna hæð skjólveggja framan við húsið vegna umferðaröryggis.
      Ekki eru gerðar athugasemdir hvað varðar skúr nær lóðarmörkum ofangreindra lóða en 3m þar sem eigendur hafa lagt fram samþykki sitt þar um.

    • 1805349 – Dalshraun 13, byggingarleyfi breyting

      Tekin fyrir að nýju umsókn frá Glerfint ehf. frá 18.05.2018 um innri breytingu samkvæmt teikningu Guðmundar Gunnlaugssonar dags. 23.03.2018. Nýjar teikningar bárust 3.09.2018 og 2.10.2018 með stimpli frá SHS.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1810009 – Kaplakriki, byggingarleyfi á Mhl. 12

      Fimleikafélag Hafnarfjarðar sækir 1.10.2018 um að byggja knattspyrnuhús samkvæmt teikningum Sigurðar Einarssonar dagsettar 30.8.2018.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1809490 – Ölduslóð 37, breyting

      Karmelítaklaustur sækir 27.09.2018 um breytingu við aðalinngang, við kapellu og í garði til að auka aðgengi hreyfihamlaða skv. teikningum Hildar Bjarnadóttur dags. 22.09.2018.

      Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi vék af fundi við afgreiðslu málsins.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1808136 – Skútahraun 7, rými 106, fyrirspurn

      Fyrirspurn barst frá Guðjóni Þorleifssyni um að fá að klæða sinn eignarhluta Skútahrauns 7 með áli.

      Tekið er jákvætt í erindið en eiganda er bent á að ytra byrði hússins alls er sameign allra. Samþykki meðeigenda verður að liggja fyrir áður en farið er í framkvæmdina og það lagt inn til byggingarfulltrúa.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1810052 – Vitastígur 3, fyrirspurn um bílastæði

      Haraldur Ingvarsson sækir þann 28.9.2018 um sérmerkingu bílastæðis fyrir rafbíl í götu framan við lóð sína vegna aðgengis að hleðslu bifreiðarinnar. Óskað er eftir að merkingu verði komið fyrir á grindverki við sérmerkta stæðið.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa synjar erindinu.

    • 1511189 – Hverfisgata 14, bílastæði

      Guðrún B. Þórsdóttir og Skúli TH. Fjeldsted sækja að nýju um stækkun lóðarinnar Hverfisgötu 14 um 3,5 metra.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

    C-hluti erindi endursend

    • 1810020 – Tjarnarvellir 7, byggingarleyfi, annar áfangi heilsuræktarstöðvar

      Laugar ehf. sækir 1.10.2018 um byggingarleyfi heilsuræktarstöðvar samkvæmt teikningnum Baldurs Ó. Svavarssonar dagsettar 3.09.2018. Yfirfarið af brunahönnuði 5.09.2018 og stimplaðar frá SHS.

      Erindi frestað gögn ófullnægjandi.

    • 1809510 – Norðurhella 9, byggingarleyfi breyting

      Mótandi ehf. sækir 28.09.2018 um að breyta Norðurhellu 9 úr gistiheimili í 5 iðnaðarbil skv. teikningum Kjartans Sigurðssonar dags. 19.09.2018.

      Erindi frestað gögn ófullnægjandi.

    • 1809482 – Víkurskarð 3, byggingarleyfi

      Gísli Ólafsson og María Elfarsdóttir sækja 26.09.2018 um byggingarleyfi skv. teikningum Sigurðar Hafsteinssonar dags. 24.09.2018.

      Erindi frestað gögn ófullnægjandi.

Ábendingagátt