Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

14. nóvember 2018 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 730

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1811047 – Laufvangur 12, íbúð 7, breyting innan íbúðar

      Birkir Pálmason sækir um að breyta burðarvegg skv. teikningum Sveinbjörns Hinrikssonar dagsettar 1.11.2018.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1811131 – Sléttuhlíð F7, reyndarteikningar, gamla húsið

      Sigríður Kristín Helgadóttir og Eyjólfur Einar Elíasson leggja inn reyndarteikningar af gamla húsi á Sléttuhlíð F7. Uppmæling gerð af Grétari Markússyni í september 2018. Í framhaldi verður sótt um leyfi til að taka niður og fjarlægja núverandi sumarhús.
      Nýjar teikningar bárust 9.11.2018.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1811098 – Sléttuhlíð F7, byggingarleyfi

      Sigríður Kristín Helgadóttir og Eyjólfur Einar Elíasson sækja þann 6.11.2018 um að byggja frístundahús á lóð sem hús hefur verið rifið skv teikningum Grétars Markússonar dags. 2.11.2018. Hæðablað og mæliblað bárust einnig.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1811208 – Hjallabraut 60, fyrirspurn

      Þann 13.11.2018 leggur Eldjárn Árnason inn fyrirspurn þar sem óskað er eftir að breyta íbúðarhúsi sem er hluti raðhúss við Hjallabraut 60 í tvær íbúðareiningar. Einnig er óskað eftir afstöðu embættisins til minniháttar breytinga, útgangur og gluggi, á fasteigninni.

      Ekki er fallist á að skipta eigninni í tvær. Í skilmálum skipulagsins kemur fram að að óheimilt er að hafa fleiri en eina íbúð í húsinu. Á það við um húsið í heild óháð því hvort kjallari sé undir því eða ekki.

    • 1810214 – Jólaþorp 2018, umsókn um stöðuleyfi

      Sótt er um stöðuleyfi fyrir söluvagna og sölubása vegna jólaþorps á Thorsplani og Strandgötu. Jólaþorpið verður sett upp vikuna fyrir aðventu og tekið niður eftir jól.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1807152 – Hvaleyrarbraut 3, umsókn til skipulagsfulltrúa

      Húsfélagið Hvaleyrarbraut 3 óskar eftir að breyta byggingarmörkum og að heimilað verði að innrétta 6 íbúðir í húsinu skv. greinagerð á deiliskipulagi.

      Skipulagsfulltrúa falið að gera umsögn um erindið.

    • 1811125 – Fagrakinn 17, fyrirspurn, bílskúr

      Agnar Logi Axelsson og Ágústa Hallsdóttir leggja 7.11.2018 inn fyrirspurn um rétt til að byggja bílskúr á lóðinni.

      Tekið er jákvætt í erindið að uppfylltum skilyrðum þ.a.m. að gera þarf nýjan eignaskiptasamning.

    C-hluti erindi endursend

    • 1811132 – Glimmerskarð 3, byggingarleyfi

      Sigurjón Atli Benediktsson og Jóna Draumey Hilmarsdóttir sækja 7.11.2018 um leyfi til að reisa einingarhús á 2. hæðum samkvæmt teikningum Guðmundar Gunnlaugssonar dagsettar 5.11.2018.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 1811124 – Einhella 8, byggingarleyfi

      Teknis ehf. sækir 7.11.2018 um leyfi fyrir byggingu undir atvinnu og þjónustustarfsemi að Einhellu 8 samkvæmt teikningum Páls Poulsen dags. 6.11.2018.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

Ábendingagátt