Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

21. nóvember 2018 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 731

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1811124 – Einhella 8, byggingarleyfi

      Teknis ehf. sækir 7.11.2018 um leyfi fyrir byggingu undir atvinnu og þjónustustarfsemi að Einhellu 8 samkvæmt teikningum Páls Poulsen dags. 6.11.2018.
      Nýjar teikningar dags. 06.11.2018 bárust 21.11.2018 með stimplum frá Heilbrigðiseftirliti og SHS.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1811212 – Hvaleyrarbraut 29, reyndarteikningar

      Gullfiskur ehf. leggur inn 13.11.2018 reyndarteikningar skv. teikningum Jóns Guðmundssonar dags. 30.3.2017 stimpill frá SHS með breytingum 12.2.2018 og 2.11.2018. Um er að ræða minnkun á rými 02-05.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1811287 – Berghella 1, varðskýli, niðurrif

      Gámaþjónustan ehf. sækir 19.11.2018 um leyfi til niðurrifs á varðskýli að Berghellu 1.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1806024 – Kaplakriki, íþróttahús, knatthús matshl. 10, breyting

      FH-knatthús ehf. sækir þann 1.06.2018 um breytingu á núverandi byggingu samkvæmt teikningum Sigurðar Einarssonar dags. 30.05.2018. Í stað brunaslöngu kemur slökkvitæki. Í húsinu eru því 3 slökkvitæki.
      Nýjar teikningar bárust 15.11.2018 með stimpli frá SHS.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1811340 – Kirkjuvellir 7, svalalokun íbúð 301.

      Þann 21.11.2018 sækir Reynir Guðsteinsson um svalalokun á íbúð 0301. Teikningar þegar samþykktar hjá byggingarfulltrúa, málsnúmer 1805303.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1811299 – Kirkjuvellir 7, svalalokun, íbúð 203

      Guðmundur Heiðmar Karlsson sækir þann 19.11.2018 um svalalokun á íbúð 203. Teikningar þegar samþykktar hjá byggingarfulltrúa málsnúmer 1805303.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1811269 – Kirkjuvellir 7, svalalokun á íbúð 403

      Þann 15.11.2018 sækir Ragnheiður Ingadóttir um svalalokun á íbúð 0403. Teikningar þegar samþykktar hjá byggingarfulltrúa, málsnúmer 1805303.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1810382 – Álhella 18, deiliskipulagsbreyting

      HS Veitur hf. sækja 29.10.2018 um deiliskipulagsbreytingu fyrir lóð innan lóðar á Álhellu 18 fyrir spennustöð samkvæmt teikningum Páls Paulsen dagsettar 25.10.2018.

      Deiliskipulagsbreytinging er samþykkt í samræmi við 1.mgr. 2.gr samþykktar um embættisafgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúans í Hafnarfirði.

    • 1811170 – Suðurhella 8, breyting á deiliskipulagi

      DCP ehf. sækir 12.11.2018 um breytingu á deiliskipulagi til að koma fyrir dreifistöð frá HS veitum á lóðinni að Suðurhellu 8 vegna aukinnar orkuþarfar í húsnæði skv. teikningum Kristins Ragnarssonar dags. 30.8.2018.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir að grenndarkynna deiliskipulagsbreytingarnar sk. 1.mgr. 2.gr. samþykktar um embættisafgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúa Hafnarfjarðar.

    • 1811341 – Áramótabrenna 2019 við Ásvelli

      Bjarni H. Geirsson fh. knattspyrnufélags Hauka sækir þann 20. nóvember 2018 um leyfi til að halda áramótabrennu við Ásvelli.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir umbeðið leyfi með fyrirvara um samþykki Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.

    C-hluti erindi endursend

    • 1811231 – Lónsbraut 54, breyting á gluggum og stiga

      Thorco ehf. sækir þann 14.11.2018 um leyfi til að breyta gluggum og stiga samkvæmt teikningum Jóns Hrafns Hlöðverssonar dags. 26.4.2017.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 1811230 – Lónsbraut 52, breyting á gluggum

      Þórður Víðir Jónsson sækir þann 14.11.2018 um breytingu á gluggum í bátaskýli samkvæmt teikningum Jóns Hrafns Hlöðverssonar dags. 11.11.2018.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 1811229 – Kaldakinn 20, breyting í þrjár eignir

      Raritet ehf. sækir þann 14.11.2018 um leyfi til að skipta húsinu í þrjár eignir samkvæmt teikningum Sigurðar Hafsteinssonar dags. 07.11.2018.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 1602334 – Steinhella 4, breyting

      Gullfari ehf. sækir 17.02.2016 um að breita innra skipulagi samkvæmt teikningum Sveinbjörns Hinrikssonar dags. 04.02.2016
      Nýjar teikningar bárust 24.02.2016.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

Ábendingagátt