Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

28. nóvember 2018 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 732

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1712202 – Suðurhella 4, byggingarleyfi

      Tekin fyrir að nýju umsókn Bor ehf. dags. 14.12.2017 um leyfi að byggja stálgrindarhús samkvæmt teikningum Aðalsteins Júlíussonar dagsettar 9.12.2017. Nýjar teikningar bárust dags. 6.02.2018 og greinagerð v/brunavarna. 16.04.18 bárust nýjar teikningar stimplaðar af slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Nýjar teikningar bárust 27.11.2018.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1808181 – Öldugata 3, gámahús, fyrirspurn

      Þann 10.8.2018 leggur Egill Björgvinsson inn fyrirspurn þar sem óskað er eftir að koma fyrir tveimur gámum innan lóðar við Öldugötu 3. Teikningar arkitektastofunnar Sei, dags. 18.10.2018, er gera grein fyrir fyrirkomulagi gáma innan lóðar bárust með tölvupósti þann 7.11.2018.

      Tekið er neikvætt í erindið þar sem það er ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag.

    C-hluti erindi endursend

    • 1811317 – Stapahraun 11-12, reyndarteikningar

      Kaffibrennsla Hafnarfjarðar ehf. leggur þann 20.11.2018 fram reyndarteikningar unnar af Ívari Erni Guðmundssyni dags. 11.04.2016 síðast breyttar 25.10.2018 stimplaðar af SHS og Mannvit hf.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 1807205 – Gjáhella 3, breyting

      Tekin fyrir að nýju umsókn frá Selið Fasteignafélag ehf. dags. 17.07.2018 um breytingu á áður samþykktum teikningum samkvæmt teikningum Jóns Þórs Þorvaldssonar dags. 23.10.2017. Teikningar eru með stimpli frá SHS. Nýjar teikningar með stimpli SHS bárust þann 31.07.2018. Nýjar teikningar bárust 21.08.2018 með stimpli SHS. Nýjar teikningar bárust þann 05.11.2018.
      Nýjar teikningar bárust 26.11.2018 með stimpli SHS og Eflu.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 1811382 – Selhella 8, byggingarleyfi, breyting

      HS Veitur hf. sækir um leyfi til þess að breyta þegar samþykktu húsi í skrifstofu/þjónustubyggingu samkvæmt teikningum Guðna Pálssonar dags. 23.11.2018.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

Ábendingagátt