Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

23. janúar 2019 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 739

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1901316 – Hvaleyrarbraut 32, breyting á brunalokun og fleira

      Björgunarsveit Hafnarfjarðar sækir 21.1.2019 um breytingu á brunalokun, fella út herbergi og fyrirkomulagi í eldhúsi samkvæmt teikningum Sigurðar Einarssonar dags. 16.10.2018.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1901314 – Fornubúðir 5, byggingarleyfi

      Fornubúðir Eignarhaldsfélag sækir þann 21.01.2019 um leyfi til að byggja skrifstofubyggingu, uppá 5 hæðir, byggða við eldra hús samkvæmt teikningum Sigurðar Einarssonar dags. 18.01.2019. Teikningar eru með stimpli SHS og Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópovogssvæðis.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. Deiliskipulag vegna lóðar Fornubúða 5 öðlaðist gildi þann 16 jan 2019.

    • 1810226 – Íshella 7, reyndarteikningar á mhl 02.

      Tekið fyrir að nýju reyndarteikningar Járn og Blikk ehf. sem bárust þann 19.10.2018 unnar í október 2018 af Hauki Ásgeirssyni. Breyting inni.
      Nýjar teikningar dags.18.10.2018 bárust 02.01.2019.
      Nýjar teikningar bárust 10.01.2019.
      Nýjar teikningar með stimpli SHS bárust þann 21.01.2019.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1803265 – Bæjarhraun 24, breyting innanhúss

      Tekin fyrir að nýju umsókn Fari ehf. frá 14.03.2018 um breytingu á innra skipulagi og uppfærða skráningu samkvæmt teikningum Ívars Arnars Guðmundsonar dags. 9.03.2018.
      Nýjar teikningar bárust 21.1.2019 með stimpli frá SHS.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1901196 – Hrauntunga 20, breyting og stækkun

      Þann 14.01.2019 sækir Bjarni Viðar Sigurðsson um að byggja við húsið að Hrauntungu 20. Nýjar teikningar bárust þann 21.01.2019.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1811184 – Álfhella 15, breyting á deiliskipulagi

      Sótt er um breytingu á innkeyrslum inná lóðina að Álfhellu 15. Einnig eru bílastæði tekin út úr uppdrætti.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 1901389 – Skógarás 2, land í fóstur

      Jóhannes Sigmarsson Skógarási 2 óskar eftir að taka land í fóstur við hús sitt og ganga frá spildu við göngustíg.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa tekur jákvætt í erindið en bendir á að gera þarf samning við Hafnarfjarðarbæ varðandi slíkt. Erindinu er vísað til umhverfis- og skipulagsþjónustu til frekari úrvinnslu.

    • 1901342 – Suðurgata 35b, breyting á deiliskipulagi

      Davíð Snær Sveinsson leggur inn umsókn þann 22. janúar 2019 um breytingu á deiliskipulagi er nær til lóðarinnar við Suðurgötu 35B. Með erindinu er uppdráttur Yddu arkitekta er gerir grein fyrir breytingunum.

      Erindinu er vísað til skipulags- og byggingarráðs.

    C-hluti erindi endursend

    • 1901321 – Kaplakriki, reyndarteikningar MHL.10

      Fimleikafélag Hafnarfjarðar leggur 21.1.2019 inn reyndarteikningar af Kaplakrika MHL.10, samkvæmt teikningum Sigurðar Einarssonar dagsettar 8.1.2019 stimplaðar af SHS og Eflu brunahönnun.

      Frestað gera þarf betur grein fyrir erindinu.

    • 1901188 – Kelduhvammur 4, fyrirspurn

      Ragnar Pétursson leggur inn fyrirspurn 11.01.2019 um að loka svölum með gluggaeiningum á Kelduhvammi 4.

      Tekið er neikvætt í erindið þar sem það samræmist ekki deiliskipulagi, sjá umsögn.

    • 1811229 – Kaldakinn 20, breyting í þrjár eignir

      Tekin fyrir að nýju umsókn Raritet ehf. frá 14.11.2018 um leyfi til að skipta húsinu í þrjár eignir samkvæmt teikningum Sigurðar Hafsteinssonar dags. 07.11.2018. Nýjar teikningar bárust 17.01.2019.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 1901214 – Koparhella 1, starfsmannaaðstaða, gámur

      Steinsteypan ehf. sækir 15.1.2019 um að setja 108fm gám á lóð sína á suðaustur horni lóðar sem notaður verður fyrir starfsmannaaðstöðu samkvæmt teikningum Guðmundar Óskarssonar dagsettar 10.1.2019.

      Frestað samræmist ekki deiliskipulagi.

    • 1901226 – Drangarhraun 7, fyrirspurn

      Fasteignafélagið KK ehf. leggur 15.01.2019 inn fyrirspurn varðandi hvort leyft yrði að byggja stigahús að lóðarmörkum austurhliðar hússins sbr. meðfylgjandi teikningar. Núverandi stigi er felldur niður.

      Tekið er neikvætt í erindið þar sem það samræmist ekki deiliskipulag, sjá umsögn.

Ábendingagátt