Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

30. janúar 2019 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 740

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 18129464 – Einhella 5, breyting inni

      Tekin fyrir að nýju umsókn Björg Real Estate ehf. frá 10.12.2018 um breytingar inni. Stigar og kaffistofur færð. Milliloft minnkuð. Breyting á veggjum og brunalýsingu. Breytingar eru samkvæmt teikningum Orra Árnasonar dags. 06.04.2018. Stimpill SHS er á teikningum. Nýjar teikningar með stimpli SHS og Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis bárust þann 24.01.2019.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 18129466 – Einhella 3, breyting

      Tekin fyrir að nýju umsókn Björg Real Estate ehf. frá 10.12.2018 um minniháttar breytingu á milliloftum og kaffistofum samkvæmt teikningum Orra Árnasonar dags. 16.08.2018. Stimpill SHS er á teikningum. Nýjar teikningar með stimpli SHS og Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis bárust þann 24.01.2019.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1901460 – Skútahraun 4, dagsektir

      Skútahraun 4, dagsektir rými 0103 vegna viðbyggingar sem byggð hefur verið í leyfisleysi. Eiganda hefur verið sent bréf vegna þessa og ekki brugðist við.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að leggja dagsektir á eiganda að rými 0103 við Skútahraun 4. Eigandi hefur reist viðbyggingu/skyggni án þess að sótt hafi verið um leyfi. Eiganda hefur verið sent bréf þess efnis og ekki brugðist við. Dagsektir verða lagðar á frá og með 18. febrúar 2019 og eru 20.000 kr á dag í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1811229 – Kaldakinn 20, breyting í þrjár eignir

      Tekin fyrir að nýju umsókn Raritet ehf. frá 14.11.2018 um leyfi til að skipta húsinu í þrjár eignir samkvæmt teikningum Sigurðar Hafsteinssonar dags. 07.11.2018. Nýjar teikningar bárust 17.01.2019.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1805281 – Víðistaðatún, ósk um afnot vegna hundasýningar

      Hundaræktarfélag Íslands óskar eftir að halda útisýningu á vegum félagsins á Víðistaðatúni dagana 6. – 9. júní 2019. Óskað er eftir aðgangi að rafmagni, salernum og bílastæðum.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að haldin sé hundasýning á Víðistaðatúni dagana 6. – 9. júní 2019 og leggur áherslu á að allt sé hirt upp eftir hundana og að svæðið verði skilið eftir í viðunandi ástandi og allt rusl tekið að sýningu lokinni. Hvað varðar afnot af salernum þá skal hafa samráð við Hraunbúa þar sem þeir eru umsjónaraðilar. Eins skal hafa samband við HS veitur vegna rafmagns. Hvað varðar bílastæði við kirkjuna skal haft samráð við Víðistaðakirkju með þau. Einnig má búast við tjaldgestum á tjaldstæði og verður að taka tillit til þeirra.

    • 1802258 – Rimmugýgur, hátíð á Víðistaðatúni, ósk um aðstöðu

      Borist hefur tölvupóstur dags. 3. janúar 2019 frá Hafsteini Kúld Péturssyni fh. Rimmugýgs um að fá til afnota aðstöðu á Víðistaðatúni vegna víkingahátíðar 8-18. júní 2019.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa heimilar afnot af Víðistaðatúni en benda á að afnot af salerni og tjaldstæði þarf að hafa samráð við Hraunbúa þar sem þeir eru umsjónaraðilar þess. Það má búast við að það séu tjaldgestir á tjaldstæðinu og verður að taka tillit til þeirra og viðburða er kunna að vera í kirkjunni á sama tíma. Þar sem hundaræktafélag Íslands er með sýningu til 9. júní er ekki hægt að veita leyfi nema frá þeim tíma.

      Heilbrigðiseftirlit er leyfishafi hvað varðar drykkjar- og matarsölu. Allt rusl skal fjarlægt og skal skila svæðinu í viðunandi ástandi.

    C-hluti erindi endursend

    • 1901189 – Arnarhraun 50, byggingarleyfi

      Þann 11.01.2019 sækir Heimilin íbúðarfélag hses um að byggja íbúðarkjarna, arkitekt er Svava Jónsdóttir.

      Frestað gögn ófullnægjandi

    • 1901393 – Hringbraut 67, reyndarteikningar

      Magnús Flygenring leggur inn 23.1.2019 reyndarteikningar af Hringbraut 67, unnar af Trausta Leóssyni dagsettar 16.1.2019

      Frestað gögn ófullnægjandi

    • 1901260 – Hádegisskarð 16, byggingarleyfi

      Þann 17.01.2019 þá sækja Modelus ehf um byggingarleyfi fyrir að byggja fjölbýlishús með 6 íbúðum, timburhús.

      Frestað gögn ófullnægjandi

    • 1901408 – Hringbraut 77, Suðurbæjarlaug, breyting

      Hafnarfjarðarbær sækir 24.01.2019 um breytingar innanhúss samkvæmt teikningum Sigurþórs Aðalsteinssonar dags. 11.12.2018 stimplaðar frá SHS og brunahönnun.

      Frestað gögn ófullnægjandi

    • 1901475 – Hringhella 3, viðbygging

      Fura ehf. sækir þann 28.01.2019 um viðbyggingu á iðnaðar/verkstæðishúsi samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarssonar dags. 12.01.2019.

      Frestað gögn ófullnægjandi

Ábendingagátt