Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

20. febrúar 2019 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 743

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 18129542 – Fjóluás 24, viðbygging, umsókn um byggingarleyfi

      Tekin fyrir að nýju umsókn Kristinar B Flygering frá 12.12.18. Sótt er um að byggja viðbyggingu samkvæmt teikningum Kristins Ragnarssonar dags. 11.06.2018. Nýjar teikningar bárust 15.01.2019. Nýjar teikningar bárust þann 30.01.2019 (í tvíriti). Nýjar teikningar bárust þann 13.02.2019.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1902072 – Koparhella 1, viðbygging

      Steinsteypan ehf. sækir þann 5.2.2019 um viðbyggingu, ketilrými, samkvæmt teikningum Guðmundar Óskars Unnarssonar dags 21.05.2018 stimplaðar af SHS.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1902372 – Glitvellir 37, tímaskilmálar og umgengni á lóð

      Athygli byggingarfulltrúa var vakin á umgengni á lóðinni Glitvellir 37. Engar framkvæmdir eru á lóðinni sem var seld 2016.

      Lóðinni Glitvellir 37 var úthlutað árið 2006 og ekki hefur verið byggt á lóðinni samkvæmt skilmálum og nú eru settir nýjir framkvæmdaskilmálar:

      a) að leggja inn fullunna aðaluppdrætti eigi síðar en 20. ágúst 2019
      b) að ljúka gerð sökkulveggja eigi síðar en 20. febrúar 2020
      c) að gera mannvirkið fokhelt og grjófjafna lóð fyrir 20. febrúar 2021
      d) öryggisúttekt skal fara fram eigi síðar en 20. febrúar 2022

      Lóðarhafi skal ganga endanlega frá lóð og bifreiðastæðum innan þriggja ára frá útgáfu öryggisvottorðs. Lokaúttektarvottorð verður ekki gefið út fyrr en gengið hefur verið frá mannvirki og lóð í samræmi við skilmála ÍST51, samþykkta aðaluppdrætti og lóðaruppdrætti skv. skilmálum deiliskipulags.
      Verði ofangreind tímamörk ekki virt getur byggingarfulltrúi og mannvirkjastofnun beitt ákvæðum 56.gr. laga um mannvirki nr. 160/2010, um dagsektir og framkvæmdir, á kostnað lóðarhafa. Dagsektir má innheimta með fjárnámi og hefur sveitarfélagið lögveð fyrir kröfu sinni í hinu ófullgerða mannvirki, byggingarefni og lóð sem um ræðir. Byggingarfulltrúi skal tilkynna byggingaraðila og byggingastjóra skriflega um ákvörðun þess efnis og veita andmælarétt áður en dagsektarákvæði er beitt.

    • 1902369 – Kvistavellir 63, umsókn um byggingarleyfi

      Brynja hússjóður leggur inn uppfærða aðaluppdrætti teiknaða af Jóhannesi Þórðarsyni dags. 14.02.2019 v/mistaka við útsetningu húss á lóð og breyttar útigeymslur.

      Grenndarkynna þarf erindið þar sem hluti hússins fer út fyrir byggingarreit á norð/vestur horni hússins. Grenndarkynnt verður eigendum að Kvistavöllum 33,35,37 og svo Kvistavöllum 66,68,70 og 72.

    • 1902029 – Öldugata 45, fyrirspurn

      Þann 30.01.2019 leggur Sturla Þór Jónsson arkitekt inn fyrirspurn um að breyta legu á húsi sem mun rísa að Öldugötu 45 vegna kvaðar á lóð.

      Tekið er jákvætt í færslu á mannvirki. Vakin er athygli á að þegar tekið er jákvætt í fyrirspurn veitir það ekki heimild til að hefja framkvæmdir. Grenndarkynna þarf erindið þegar fullnægjandi umsókn og teikningar hafa borist.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1810247 – Reykjanesbraut 200, breyting á deiliskipulagi

      Þann 22.10.2018 leggur Kvartmíluklúbburinn inn umsókn til skipulagsfulltrúa þar sem óskað er eftir að fara í deiliskipulagsbreytingu. Í breytingunni felst að 4 nýjum byggingarreitum er komið fyrir innan lóðar, stækkun á byggingareit og skilgreining á nýrri lóð. Með erindinu er uppdráttur unnin af Landmótun dags 3.10.2018 sem gerir grein fyrir breytingartillögunni.

      Erindinu er vísað til afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

    • 1812017 – Stapahraun 10, fyrirspurn til skipulagsfulltrúa, stækkun

      Tekin fyrir að nýju fyrirspurn Björgvins Sigmars Stefánssonar frá 3.12.2018 um að stækka iðnaðarhúsnæði að Stapahrauni 10 um 151 fermetra.

      Erindið var grenndarkynnt frá 21. janúar til 18. febrúar 2019. Engar athugasemdir bárust.

      Fyrirspyrjanda er bent á að sækja þarf formlega um byggingarleyfi fyrir framkvæmdinni.

    C-hluti erindi endursend

    • 1902314 – Breiðhella 18, byggingarleyfi

      Breiðhella ehf. sækir þann 14.02.2019 um leyfi fyrir þremur iðnaðarhúsum sem hvert er 10 rými samkvæmt teikningum Steinars Sigurðssonar dags. 24.01.2019.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

Ábendingagátt