Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

15. maí 2019 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 752

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1905072 – Tjarnarvellir 7, annar áfangi, breyting

      Laugar ehf. sækja þann 08.05.2019 um breytingu á þegar samþykktum teikningum síðari áfanga heilsuræktarstöðvar. Teikningar unnar af Baldri Ó. Svavarssyni dags. 29.04.2019.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1811317 – Stapahraun 11-12, reyndarteikningar

      Teknar fyrir að nýju reyndarteikningar unnar af Ívari Erni Guðmundssyni dags. 11.04.2016 síðast breyttar 25.10.2018 lagðar inn af Kaffibrennslu Hafnarfjarðar þann 20.11.2018 fram reyndarteikningar. Nýjar teikningar bárust 06.05.2019.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1905153 – Kirkjuvellir 7-503, svalalokun

      Teitur Eyjólfsson sækir þann 13.05.2019 um svalalokun á íbúð 503.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1903478 – Strandgata 31-33, reyndarteikningar

      LL18 ehf. leggja fram þann 22.03.2019 reyndarteikningar aðaluppdrátta. Teikningar unnar af Ásdísi H. Ágústsdóttur dags. 05.02.2019.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1902505 – Hringhella 7, byggingarleyfi, atvinnuhúsnæði

      Tekin fyrir að nýju umsókn frá SSG verktökum ehf. dags. 26.02.2019 um að byggja staðsteypt hús á einni hæð með millilofti að hluta skv. teikningum Hauks Ásgeirssonar dags. 11.02.2019. Nýjar teikningar bárust þann 02.05.2019. Nýjar teikningar bárust 13.05.2019.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1904267 – Vikurskarð 10 og 12, fyrirspurn breyting á deiliskipulagi

      Óðalhús ehf. leggja inn fyrirspurn þann 9.4.2019. Óskað er eftir því að fá að breyta byggingarreit svo að hægt sé að hafa bílastæði við hvert hús.

      Skipulagsfulltrúi mun grenndarkynna tillögu að óverulegum breytingum í samræmi við 2.gr., lið A, Samþykktar um embættisafgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúans í Hafnarfirði.

    C-hluti erindi endursend

    • 1905058 – Lækjargata 46, byggingarleyfi, kælir

      Festi hf. sækir þann 07.05.2019 um að byggja kæli við verslun samkvæmt teikningum Valdimars Harðarsonar dags. 27.11.2006.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 1903567 – Selvogsgata 8, fyrispurn, kvistur

      Tekin fyrir að nýju fyrirspurn Egils Kristbjörnssonar dags. 26. mars 2019. Óskað er eftir að breyta húsinu við Selvogsgötu 8. Skv. Aðalskipulagi Hafnarfjarðar er götumyndin hverfisvernduð og skal liggja fyrir umsögn Minjastofnunar Íslands og Byggðasafns Hafnarfjarðar vegna breytinga. Nú liggja þær umsagnir fyrir.

      Tekið er neikvætt í erindið. Ekki er hægt að fallast á erindið þar sem engin heimild er til stækkunar skv. gildandi skipulagi. Hverfisvernd er á Selvogsgötu skv. Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 (HVe10) og jafnframt gilda sérskilmálar fyrir götuna skv. gildandi deiliskipulagi.

    • 1905071 – Suðurgata 41, breyting á 2. hæð

      Hafnarfjarðarbær sækir um breytingar á 2. hæð, fyrsti áfangi, og útliti hússins sem mun verða tekið í notkun í áföngum skv. teikningum Karls Magnúsar Karlssonar dags. 10.04.2019.

      Frestað vegna athugasemda frá shs.

    • 1903313 – Móbergsskarð 1-3, byggingarleyfi

      Tekin fyrir að nýju umsókn Gunnars Agnarssonar og Önnu Berglindar Sigurðardóttur frá 14.3.2019 um leyfi til byggja parhús á tveimur hæðum samkvæmt teikningum Ingvars G. Sigurðssonar dagsettar 11.3.2019. Nýjar teikningar bárust 04.04.2019. Nýjar teikningar bárust þann 23.04.2019.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 1905159 – Fléttuvellir 21, skjólveggur

      Atli Már Magnússon sækir þann 14.05.2019 um að færa garðvegg að lóðarlínu og bæta við girðingu að gangstétt í 1 m hæð samkvæmt teikningum Jóhanns Harðarssonar dags. 06.10.2019. Samþykki aðliggjandi lóðarhafa liggur fyrir.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

Ábendingagátt