Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

24. júlí 2019 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 761

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1907234 – Hnoðravellir 42, breyting inni

      Sigurður Örn Árnasson sækir þann 22.07.2019 um breytingar innandyra. Um er að ræða stækkun á Þvottahúsi á kostnað salernis og hringstiga í stað hefðbundins stiga samkvæmt teikningum Sigurþórs Aðalsteinssonar dags. 18.07.2019.

      Byggingarfullrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1907209 – Háakinn 8, fyrirspurn, girðing

      Íbúar að Háukinn 8 Hafnarfirði óska eftir því að gera vegg og girðingu að lóðarmörkum út við götu. Jafnframt að færa sorpskýli. Með erindinu fylgja skissur og lýsing á framkvæmdinni ásamt undirskrift allra eigenda hússins.

      Tekið er jákvætt í erindið.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1907207 – Völuskarð 7, fyrirspurn til skipulags- og byggingafulltrúa

      Ágúst Arnar Hringsson og Alexandra Eir Andrésdóttir leggja fram fyrirspurn þann 18.07.2019. Fyrirspurnin tekur til fyrirhugaðra byggingaráforma/hönnun á einbýli við Völuskarð 7. Þar sem byggingaráform fara út fyrir skipulagsskilmála er óskað eftir umsögn frá Skipulagsfulltrúa hvort afstaða til byggingaráforma sé neikvæð eða jákvæð.

      Tekið er jákvætt í fyrirhuguð byggingaráform. Ekki er þörf á deiliskipulagsbreytingu.

    • 1810470 – Vikurskarð 12, byggingarleyfi

      Óðalhús ehf. sækir þann 31.10.2018 um leyfi til að byggja parhús samkvæmt teikningum Friðriks Ólafssonar dags. 27.3.2018.
      Nýjar teikningar bárust 5.11.2018.
      Skipulags- og byggingarfulltrúi visar erindinu til grenndarkynningar á fundi sínum þann 19.6.sl. samanber A-lið 2. gr. Samþykktar um embættisafgreiðslur skipulags-og byggingarfulltrúans í Hafnarfirði. Tillagan gerir ráð fyrir óverulegri færslu á byggingareit mannvirkja. Umsóknin skal grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Vikurskarðs 10, Glimmerskarðs 9 og Glimmerskarðs 7. Grenndarkynnt var frá 28.6. til 26.7.2019. Samþykki þeirra er fengu grenndarkynninguna liggur nú fyrir. Engar athugsemdir bárust.

      Samþykki þeirra er fengu grenndarkynningu vegna breytingatillögunnar liggur nú fyrir. Grenndarkynningu er því lokið. Embættinu þurfa að berast uppdrættir af deiliskipulagsbreytingunni til varðveislu og samþykktar Skipulagsstofnunar. Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1907242 – Vikurskarð 10 og 12, umsókn til skipulagsfulltrúa

      Óðalhús ehf. óskar eftir deiliskipulagsbreytingu á Vikurskarði 10 og 12 þann 23.07.2019. Í breytingunni felst að lögun og staðsetning byggingareita verði breytt og bílastæði verði fyrir framan hvert hús.

      Breytingarnar verða grenndarkynntar í samræmi við a. lið 2.gr. samþykktar um embættisafgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúans í Hafnarfirði.

    C-hluti erindi endursend

    • 1907174 – Hnoðravellir 21, fyrirspurn til skipulags- og byggingafulltrúa

      Kári Sigurfinnsson leggur inn fyrirspurn þann 15.07.2019 þess efnis að smiða pall með girðinu fyrir framan og norðan við húsið. Með erindinu fylgja skissur er gera grein fyrir skjólgirðingunni.

      Tekið er neikvætt í erindið eins og það liggur fyrir.

    • 1907153 – Unnarstígur 1, veggur

      Þann 12. júlí sl. leggur Tyrfingur Sigurðsson inn umsókn um framkvæmdaleyfi til að fjarlægja hluta af klöpp sem liggur upp að húsinu með þeim afleiðingum að miklar vatnsskemmdir eru að innan. Fyrirspurnarerindi vegna þessa barst embættinu í júní sl. sem tekið var jákvætt í. Nú er óskað eftir framkvæmdaleyfi.

      Erindi frestað. Samþykki allra aðliggjandi lóðarhafa liggur ekki fyrir.

    • 1907206 – Stekkjarberg 9, byggingarleyfi, 2 áfangi

      GG verk ehf. sækir 16.07.2019 um breytingu frá áður samþykktum teikningum, einangrað að utan í tveimur húsum. Auk þess er sótt um að breikka bílskúra og koma fyrir inntaksrýmum milli bílskúra skv. teikningum Gunnars Arnar Sigurðssonar dags. 24.06.2019.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 1907217 – Malarskarð 16, byggingarleyfi

      Óskar Kristinn Óskarsson og Klara Dögg Sigurðardóttir sækja þann 19.07.2019 um byggingarleyfi, einbýli, staðsteypt á 2. hæðum með bílageymslu á neðri hæð og einhallandi þaki samkvæmt teikningum Jóns Magnúsar Halldórssonar dags. 14.07.2019.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 1907250 – Melabraut 17, breyting

      Icelimo ehf. sækir 23.07.2019 um breytingu á innra skipulagi á rými 0102. Setja milliloft og glugga á kvist samkvæmt teikningum Sigurðar Hafsteinssonar dags. 18.07.2019.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

Ábendingagátt