Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

30. október 2019 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 772

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1909530 – Vikurskarð 10, byggingarleyfi

      Óðalhús ehf. sækir 24.9.2019 um byggingarleyfi fyrir parhúsi á tveimur hæðum samkvæmt teikningum Friðriks Ólafssonar dagsettar 30.5.2019. Nýjar teikningar bárust 1.10.2019.
      Nýjar teikningar bárust 28.10.2019

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1910437 – Selvogsgata 3, byggingarleyfi, veggur á lóðarmörkum.

      Hafnarfjarðarkaupstaður óskar þann 25.10.2019 eftir að endurbyggja steyptan vegg á lóðarmörkum Selvogsgötu 3 og bæjarlands/göngustígs. Um er að ræða staðsteyptan vegg 1,7m háan frá götu, 1m að Flensborgarskóla og 4,7cm frá vegg sem tilheyrir Brekkugötu eftir teikningu Sigurðar Þorvarðarsonar dags. 23.10.2019.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1901187 – Miðvangur 57, viðbygging

      Stefán Örn Kristjánsson og Elva Björk Kristjánsdóttir sækja um leyfi fyrir viðbyggingu við núverandi hús. Byggt milli húsa á 2. hæð samkvæmt teikningum Guðmundar Jónssonar dags. 4.12.2018. Samþykki nágranna er meðfylgjandi.
      Nýjar teikningar bárust 15.10.2019. Nýjar teikningar bárust 24.10.2019. Nýjar teikningar bárust 28.10.2019.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1910473 – Vesturbraut 15, dagsektir

      Á lóðinni við Vesturbraut 15 eru tveir geymsluskúrar. Gerð hefur verið grein fyrir öðrum þeirra. Eiganda hefur verið send bréf þar sem erindið hefur verið ítrekað.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að leggja dagsektir á eiganda Vesturbrautar 15. Settir hafa verið upp geymsluskúrar og einungis hefur verið gerð grein fyrir öðrum þeirra. Eigandi hefur fengið bréf þess efnis en ekki brugðist við. Dagsektir verða lagðar á frá og með 13. nóvember 2019 og eru 20.000kr. á dag í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1909635 – Mjósund 10, fyrirspurn

      Fyrirspurn barst þann 30.9.2019 frá Mjósund 10 ehf. um byggingu bílskúrs á lóðinni Mjósundi 10 skv. teikningu Atla Jóhanns Guðbjörnssonar dags. 23.09.2019.

      Tekið er jákvætt í erindið, sjá umsögn arkitekts.

    C-hluti erindi endursend

    • 1910343 – Grandatröð 12, breyting á reyklosun

      H-Berg ehf. leggja þann 22.10.2019 inn breytingu á reyklosun, hafa hana í opnanlegum glugga og hurðir en ekki á þaki, samkvæmt teikningum Þorleifs Eggertssonar dagsettar 10.9.2019 yfirfarnar af brunahönnuði.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 1910341 – Norðurhella 13, byggingarleyfi

      Selið ehf. sækir þann 22.10.2019 um leyfi til að byggja gistiheimili fyrir 22 íbúðir skv. teikningum Jóns Þórs Þorvaldssonar dags. 17.10.2019 stimplaðar af Eflu verkfræðistofu.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 1910451 – Breiðhella 14, byggingarleyfi

      Work North ehf. sækir þann 28.10.2019 um leyfi til að byggja stálgrindarhús skv. teikningum Haralds Ingvarssonar dags. 27.10.2019. Teikningar bárust í tvíriti.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 1910421 – Öldugata 5, bílgeymsla

      Heiðar Þorri Halldórsson sækir þann 24.10.2019 um að byggja 35fm bílskúr skv. teikningu Hlyns Axelssonar dags. 25.10.2019. Teikningar bárust 25.10.2019.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 1910535 – Blikaás 56, reyndarteikningar

      Þann 30.10.2019 eru lagðar inn reyndarteikningar, í tvíriti,teiknaðar af Ástrósu Birnu Árnadóttur.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

Ábendingagátt