Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

27. nóvember 2019 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 776

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1910546 – Drekavellir 27, reyndarteikningar

      Páley Magnúsdóttir leggur þann 31.10.2019 inn reyndarteikningar fyrir Drekavelli 27 skv. teikningum Hjálmars Ingvarssonar dags. 28.10.2019.
      Samþykki nágranna Drekavalla 25 og 29 er fyrirliggjandi.
      Nýjar teikningar bárust 21.11.2019

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1911020 – Drekavellir 26, svalalokun á íbúð 902

      Hilmar Hreinsson sækir 4.11.2019 um leyfi fyrir breytingu á svalalokun á íbúð 902 samkvæmt teikningum Hugrúnar Þorsteinsdóttir dagsettar 14.10.2019.
      Samþykki nágranna er fyrirliggjandi.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1910343 – Grandatröð 12, breyting á reyklosun

      H-Berg ehf. leggja þann 22.10.2019 inn breytingu á reyklosun, hafa hana í opnanlegum glugga og hurðir en ekki á þaki, samkvæmt teikningum Þorleifs Eggertssonar dagsettar 10.9.2019 yfirfarnar af brunahönnuði.
      Nýjar teikningar bárust 21.11.2019.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1702008 – Öryggis- og eftirlitsmyndavélar í landi Hafnarfjarðar

      Hafnarfjarðarkaupstaður óskar þann 22.11.2019 eftir framkvæmdaleyfi vegna uppsetningar á öryggis og
      etirlitsmyndavélum á tveimur stöðum í Hafnarfirði.

      Samþykkt er að gefið verði út framkvæmdaleyfi vegna uppsetningar á möstrum fyrir öryggis- og eftirlitsmyndavéla við Hlíðartorg og gatnamót Hjallabrautar og Reykjavíkurvegar.

    • 1907211 – Arnarhraun 2, skjólveggur á lóðarmörkum

      Íbúar að Arnarhrauni 2 óska eftir leyfi fyrir byggingu timburveggs, ofan á núverandi steyptan vegg, meðfram Reykjavíkurvegi og Arnarhrauni.

      Samþykkt er að gefið verði út framkvæmdaleyfi vegna uppsetningar á timburvegg með fyrirvara á að samþykki aðliggjandi lóðarhafa berist byggingarfulltrúa.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1911668 – Hamranes HS veitur, deiliskipulagsbreyting

      Þann 21.11. sl. leggja HS veitur inn umsókn til skipulagsfulltrúa þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi tengivirkis og aðveitustöðvar við Hamranes.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi tengivirkis og aðveitustöðvar við Hamranes. Hafnarfjarðarkaupstaður er eini hagsmunaðilinn og því er fallið frá grenndarkynningu sbr. 44.gr. skipulagslaga.

    • 1904146 – Grænakinn 6, fyrirspurn, bílastæði

      Þann 2.4.2019 leggja eigendur Grænukinnar 6 inn fyrirspurn þar sem óskað er eftir að fjölga bílastæðum innan lóðar. Tekið var neikvætt í erindið á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 29.4.2019 þar sem tillagan samræmdist ekki ákvæðum gildandi deiliskipulags. Þann 25.11.sl. barst embættinu ný tillaga sem er í samræmi við gildandi ákvæði deiliskipulagsins.

      Tekið er jákvætt í erindið. Umsækjanda er bent á leiðbeiningar Hafnarfjarðar varðandi hæð á girðingum og sjónlínur við innkeyrslu. Sækja þarf um formlegt framkvæmdaleyfi vegna þessa.

    • 1806286 – Gjáhella 2 og 4, ósk um deiliskipulagsbreytingu, sameina lóðir

      Guðmundur S Sveinsson sækir þann 18.6.2018 fyrir hönd Héðinsnausts ehf. um að sameina lóðirnar Gjáhellu 2 og 4 í eina lóð, Gjáhellu 4. Gögn bárust 25.11. sl.

      Skipulagsfulltrúi samþykkir að grenndarkynna erindið í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga þegar fullnægjandi gögn berast.

    C-hluti erindi endursend

    • 1911534 – Skógarás 5, reyndarteikning

      Jóhann Ögri Elvarsson leggur 20.11.2019 inn reyndarteikningar vegna breytinga á innra fyrirkomulagi og gluggasetningu neðri hæðar skv. teikningum Andra G.L.Andréssonar dags. 19.11.2019.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 1911535 – Skógarás 1, byggingarleyfi

      Jóhann Ögri Elvarsson og Rut Helgadóttir sækja 20.11.2019 um byggingarleyfi fyrir staðsteypt einbýlishús á tveimur hæðum með bílskýli, stoðveggi við götu og skjólveggjum á verönd/svölum í samræmi við fyrirspurn frá 10. okt 2019 skv. teikningum Andra G.L. Andréssonar dags. 20.11.2019.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 1911416 – Hraunhvammur 3, viðbygging og skúr

      Arna Eyjólfsdóttir og Hákon Sveinbjörnsson sækja 18.11.2019 um að byggja viðbyggingu og bílskúr, einnig er sótt um að breytingar á núverandi byggingu samkvæmt teikningum Sigurðar Harðarsonar dagsettar 11.11.2019.
      Nýjar teikningar bárust 22.11.2019.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 1911544 – Grænakinn 14, breyting

      Þengill Ólafsson og Brynjar Ingólfsson sækja 21.11.2019 um að breyta þvottahúsi í séreign neðri hæðar samkvæmt teikningum Gunnars Loga Gunnarssonar dagsettar 6. nóv.2019. Samþykki meðeiganda liggur fyrir.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

Ábendingagátt