Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

8. janúar 2020 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 780

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1811082 – Lónsbraut 70, byggingarleyfi

      Tekin fyrir að nýju, eftir breytingu á skilmálum deiliskipulags Suðurhafnar, umsókn Garðars Smára Vestfjörð frá 6.11.2018 um leyfi til að reisa bátaskýli samkvæmt teikningum Jóns H. Hlöðverssonar dagsettar 13.9.2017.
      Nýjar teikningar bárust 10.12.2018 stimplaðar af SHS.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1912193 – Miðhella 1, byggingarleyfi

      Vesturkantur ehf. sækir 12.12.2019 um leyfi til að reisa 1340fm stálgrindarhús samkvæmt teikningum Guðna Pálssonar dagsettar 10.12.2019. Nýjar teikningar bárust þann 23.12.2019.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1912204 – Steinhella 2, reyndarteikning, breyting

      Hástígur ehf. leggur þann 13.12.2019 inn reyndarteikningar af Steinhellu 2 unnar af Inga Gunnari Þórðarsyni dagsettar 12.12.2019.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1912298 – Öldugata 45, breyting

      Heimilin íbúðafélag hses. sækir þann 19.12.2019 um breytingu. Veggjaþykkt innanhúss samræmd, byggingarlýsing leiðrétt og þak sett yfir aðalinngang samkvæmt teikningum Sturlu Þórs Jónssonar dags. 06.05.2019.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2001020 – Stuðlaskarð 1-7, breyting, klæðning og eldhús

      Byggingarfélag Gylfa og Gunnars sækir þann 2.1.2020 um breytingu á klæðningu í opnu stigarými mhl.1 og innra skipulagi eldhúss í öllum mhl. skv. teikningum Ragnars Magnússonar dags. 1.12.2019.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1912199 – Kvistavellir 18, svalalokun

      Rúnar Már Jóhannsson og Erla Kristín Sigurðardóttir sækja um svalalokun samkvæmt teikningum Jóns Magnús Halldórssonar dags. 17.08.2006 (með breytingu 11.12.2019). Samþykki nágranna barst einnig. Nýjar teikningar bárust þann 03.01.2020.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1909540 – Malarskarð 6, breyting á skipulagi

      Þann 24.9.2019 leggur Ernir Eyjólfsson inn umsókn til skipulagsfulltrúa þar sem óskað er eftir deiliskipulagsbreytingu á lóðinni við Malarskarð 6. Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 13.11.2019 var samþykkt að grenndarkynna breytingarnar aðliggjandi lóðarhöfum með vísan til 2.mgr. 43.gr skipulagslaga nr. 123/2010. Engar athugsemdir bárust.

      Skipulagsfulltrúi samþykkir deiliskipulagsbreytingarnar og að málsmeðferð skuli lokið i samræmi við skipulagslög.

    • 1910159 – Álfhella 10, breyting á deiliskipulagi

      Þann 20.06.2019 leggur Hagtak hf. inn fyrirspurn til skipulagsfulltrúa þar sem óskað er eftir að sameina lóðirnar við Álfhellu 10 og Einhellu 7. Tekið var jákvætt í erindið á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarráðs þann 27.8.2019. Þann 9.10.2019 sækir Hagtak um að sameina Álfhellu 10 og Einhellu 7 í eina lóð.
      Deiliskipulagsbreytingin var auglýst skv. 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr.123/2010. Engar athugsemdir bárust.

      Skipulagsfulltrúi samþykkir deiliskipulagsbreytinguna er nær til Álfhellu 10 og Einhellu 7 og að málsmeðferð skuli lokið i samræmi við skipulagslög.

    • 1911740 – Stapahraun 7, fyrirspurn

      Bortækni ehf leggur inn fyrirspurn 26.11.2019 um heimild til stækkunar skv. teikningum Jóhannesar Þórðarsonar dags. 19.11.2019.

      Tekið er jákvætt í fyrirspurnina, með vísan til umsagnar arkitekts.

    • 1706249 – Hörgsholt 37, fyrirspurn til skipulags- og byggingafulltrúa

      Helga Veronika Gunnarsdóttir og Aðalbjörn Jónsson leggja inn fyrirspurn varðandi fjölgun glugga um einn á norðvesturhlið hússins sem snýr að Hörgsholti 39. Fyrir eru þar tveir litlir gluggar.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa tekur jákvætt í erindið.

    • 1911267 – Grandatröð 2, fyrirspurn

      Fyrirspurn barst frá Gunnlaugi Jónassyni og Birgi Guðnasyni um hvort heimilt verði að bæta við vestur enda hússins, samtals 134,4m2.

      Tekið er jákvætt í erindið og verður það grenndarkynnt í samræmi við 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar fullnægjandi gögn berast. Athygli fyrirspyrjanda er vakin á sjónlínum við gatnamót Grandartraðar og Hvaleyrarbrautar.

    C-hluti erindi endursend

    • 1912331 – Norðurbraut 19, fyrirspurn, bílskúr

      Ólafur Granz leggur inn fyrirspurn þann 20.12.2019. spurt er um breytingar á bílskúr. Hæð þaks er lyft upp, hús endurklætt og klætt yfir innkeyrsluhurð samkvæmt teikningum Björgvins M. Péturssonar dags. 15.12.2019.

      Erindi frestað vantar samþykki aðliggjandi lóðarhafa.

    • 1911055 – Víkurgata 11b, byggingarleyfi

      Idea ehf. sækir 5.11.2019 um leyfi til að reisa stálgrindarhús á leigulóð samkvæmt teikningum Hauks Ásgeirssonar dagsettar í október 2019.
      Nýjar teikningar bárust 21.11.2019
      Nýjar teikningar bárust 17.12.2019 stimplaðar af Heilbrigðiseftirliti. Nýjar teikningar bárust 03.03.2020 stimplaðar af Heilbrigðiseftirliti.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 1912343 – Fornubúðir 5, mhl. 01, breyting innanhús

      Fornubúðir fasteignafélag hf. sækir þann 20.12.2019 um breytingar á innra rými mhl. 01, geymslur, lager og stoðrými samkvæmt teikningum Sigurðar Einarssonar dags. 19.09.2019.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 1912288 – Lækjarhvammur 9, breyting

      Þórarinn Hauksson sækir 19.12.2019 um breytingu vegna styrkingar á burðarvirki, sökklum og gólfplötu bílgeymslu samkvæmt teikningum Gísla Gunnarssonar dagsettar 12.12.2019. Auk þess verður drenkerfi, niðurfall á bílastæði og við húsvegg, lagfært.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

Ábendingagátt