Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

29. janúar 2020 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 783

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 2001400 – Strandgata 30, breytingar

      Þann 15.01.2020 leggur Miðbær ehf. inn teikningar, vegna breytinga á jarðhæð, göngugötu skv. teikningum Páls Gunnlaugssonar dags. 30.5.2018.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2001467 – Hringhella 9, reyndarteikningar

      Þann 23.01.2020 leggur Faðmlag ehf. inn teikningar Kristins Ragnarsonar vegna breytinga innanhús dags. 30.10.2019.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2001104 – Selhella 6, breytingar vegna lokaúttektar

      MBKF1 ehf. leggja þann 8.1.2020 inn uppfærðar teikningar vegna lokaúttektar hannaðar af Sigurði Hafsteinssyni dagsettar 19.12.2019. Nýjar teikningar bárust 23.01.2020.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1903234 – Bæjarhraun 26, breyting

      Nýjar teikningar dags. 27.12.2019 samþykktar af Heilbrigðiseftirliti 24.1.2020 bárust og umsókn Innak um breytingu á byggingarleyfi frá 11.3.2019 því tekin fyrir að nýju.

      Skipulags og byggingarfulltrúi samþykkja að grenndarkynna erindið í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga 123/2010. Erindið verður grenndarkynnt lóðarhöfum Bæjarhrauns 22, 24, Hólshrauns 1, 3 og Kaplahrauns 22.

    • 1911535 – Skógarás 1, byggingarleyfi

      Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 22. janúar sl. var samþykkt að grenndarkynna frávik í deiliskipulagi er varðar hæð íbúðarhússins við Skógarás 1 í samræmi við 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tími grenndarkynningar var auglýstur frá 27.01.-24.02.2020. Samþykki þeirra sem grenndarkynninguna fengu liggur nú fyrir. Grenndarkynningu telst því lokið.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkja erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010 og skipulagslög nr. 123/2010.

    • 2001360 – Skúlaskeið 38-40, fyrirspurn

      Þann 19. janúar sl. leggja Guðmundur M. Hannesson og Bergþóra Aradóttir inn fyrirspurn til skipulags- og byggingarfulltrúa þar sem óskað er eftir að sameina aðliggjandi íbúðir við Skúlaskeið 38-40. Með erindinu fylgir greinargerð ásamt skissum er sýna fyrirhugað fyrirkomulag breytinganna.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi taka jákvætt í erindið hvað varðar sameiningu íbúðanna með því að opna á milli. Ef eigandi hyggst gera þessa framkvæmd, þá þarf að sameina mhl. og gera nýjan eignaskiptasamning, allir meðeigendur þurfa að samþykkja görninginn.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1909468 – Strandgata 28, beiðni um afnot lóðar vegna ljósmyndasýningar

      Fífilbrekka ehf. óskar eftir að halda sýningu á ljósmyndum á lóðinni Strandgötu 28 sumarið 2020. Heiti sýningarinnar er Samvinnuhús í Hafnarfirði. Hönnuður sýningarinnar er Ívar Gissurarson.

      Afgreiðslufundur samþykkir uppsetningu sýningarinnar að fengnu samþykki lóðarhafa, Miðbæjar ehf.

    • 1911287 – Völuskarð 15, breyting á deiliskipulagi

      Þann 8. nóvember 2019 leggur Smári Björnsson inn umsókn til skipulagsfulltrúa þar sem óskað er eftir deiliskipulagsbreytingum er ná til lóðarinnar við Völuskarð 15. Lagður er fram uppdráttur er sýnir breytingartillöguna.

      Skipulagsfulltrúi samþykkir að grenndarkynna erindið í samræmi við 2. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillaga að breyttu deiliskipulagi verður grenndarkynnt aðliggjandi lóðarhöfum Völuskarðs 15.

    • 2001608 – Víðistaðatún, íslandsmót í bogfimi.

      Sveinn Sveinsson formaður Bogfimifélagsins Hróa Hattar óskar eftir að halda íslandsmót í bogfimi utanhúss á Víðistaðatúni dagana 27 og 28 júní nk og aftur 17 og 19 júlí 2020. Einnig er óskað eftir að setja upp keppnisaðstöðuna 2 dögum fyrir mót.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að mótið sé haldið á Víðistaðatúni umrædda daga og leggur áherslu á að svæðið verði skilið eftir í viðunandi ástandi og allt rusl tekið að móti loknu. Hvað varðar afnot af salernum þá skal hafa samráð við Hraunbúa þar sem þeir eru umsjónaraðilar. Búast má við tjaldgestum á tjaldstæðinu og verður að taka tillit til þeirra.

    • 1912338 – Kaplakriki MHL 12, Skessan, breyting á deiliskipulagi

      Fimleikafélag Hafnarfjarðar sækir þann 20.12.2019 um stækkun byggingarreits vegna stækkunar fyrirhugaðrar stoðbyggingar við nýtt knattspyrnuhúss FH.
      Nýjar teikningar bárust 20.1.2020.

      Skipulagsfulltrúi samþykkir erindið. Um er að ræða óverulega deiliskipulagsbreytingu og ekki er þörf á grenndarkynningu skv. 2.mgr. 42.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagsbreytingin verður auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.

    • 2001538 – Mjósund 8, fyrirspurn til skipulags- og byggingafulltrúa

      Fyrirspurn um nýbyggingu og breytingu á byggingarreit lóðarinnar að Mjósundi 8. Byggingarreitur skv. gildandi deiliskipulagi fellur ekki vel að landslagi lóðarinnar og er því óskað eftir breyttum reit. Bílskúr og garðskáli á lóð verði fjarlægð, en fyrirhugað er að byggt verði íbúðarhús og hjólageymsla á lóð.

      Tekið er jákvætt í fyrirspurnina.

    C-hluti erindi endursend

    • 2001419 – Kaplakriki, MHL.11, miðasöluhús uppfærð skráningartafla

      Fimleikafélag Hafnarfjarðar leggja þann 21.1.2020 inn teikningar vegna breytinga. Um er að ræða breytingu á skráningartöflu mhl.11, samkvæmt teikningum Sigurðar Einarssonar dagsettar 19.12.2019.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2001405 – Kaplakriki, MHL.8, breyting á skráningartöflu og eignarhluta

      Fimleikafélag Hafnarfjarðar leggja þann 21.1.2020 inn teikningar vegna breytinga. Um er að ræða breytingu á skráningartöflu og eignahlutum samkvæmt teikningum Sigurðar Einarssonar dagsettar 20.12.2019.

      Erindi frestað gögn ófullnægjandi.

    • 1701363 – Trönuhraun 3, mhl.03, reyndarteikning

      Guðjón Ágúst Luther leggur 24.01.2017 inn reyndarteikningar af mhl.03 1.hæð 0101 og milligólfi 0105 teiknað af Eyjólfi Valgarðsyni dags. 20.01.2017.

      Erindi frestað gögn ófullnægjandi.

Ábendingagátt