Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

13. mars 2020 kl. 10:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 789

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 2002252 – Skógarás 1, byggingarleyfi, breyting

      Jóhann Ögri Elvarsson og Rut Helgadóttir sækja þann 14.02.2020 um breytingu á áður samþykktum uppdráttum unnum af Andra G. L. Andréssyni dags. 09.02.2020.
      Nýjar teikningar bárust 25.2.2020

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010.

    • 1912196 – Kaplakriki, breyting á MHL. 12

      Fimleikafélag Hafnarfjarðar óska þann 12.12.2019 eftir breytingum á MHL.12, stækkun anddyris og stoðvegg samkvæmt teikningum Sigurðar Einarssonar dagsettar 2.12.2019 stimplaðar af SHS.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1901189 – Arnarhraun 50, byggingarleyfi

      Þann 11.01.2019 sótti Hafnarfjarðarbær um að byggja búsetukjarna að Arnarhrauni 50 skv. teikningum Svövu Jónsdóttur dags. 1.2019 uppfærðar 15.3.2019. Byggingarfulltrúi samþykkti erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010 þann 20.3.2019. Leiðréttar teikningar bárust 04.02.2020 v/bílastæða, handriða og loftun í þaki sem samþykktar voru af byggingarfulltrúa þann 5.2.2020.
      Uppfærðar teikningar vegna út- og neyðarlýsingar bárust 9.3.2020.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2002457 – Dalshraun 5, niðurrif mhl 05 og sameining mhl 01 og 03 í mhl 01

      Þann 20.02.2020 sækir Jón Hrafn Hlöðversson um að rifa niður mhl 05, og sameina mhl 01 og 03 í mhl 01.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2002375 – Strandgata 73b, byggingarleyfi, garðskáli

      Anna Kristín Geirsdóttir sækir þann 19.02.2020 um leyfi til að byggja garðskála við austurhlið stofu og verönd við norðurhlið garðskála. Garðskálinn er gerður úr timbri á steyptum sökkli með steyptri plötu samkvæmt teikningum Friðriks Friðrikssonar dags. 14.02.2020. Nýjar teikningar bárust 10.03.2020.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mammvirki nr. 160/2020.

    • 2001149 – Stöðuleyfi, gámar, 2020

      Eigendum gáma, sem ekki hefur verið sótt um stöðuleyfi fyrir, hefur verið sent bréf dags. 4.2.2020 og 21.2.2020 þar sem bent er á að sækja þarf um stöðuleyfi eða fjarlægja þá gáma sem eru án stöðuleyfa og upplýst um að dagsektir verða lagðar á ef ekki er brugðist við.

      Dagsektir, 20.000 pr. dag, verða lagðar á eigendur gáma sem ekki hefur verið sótt um stöðuleyfi fyrir frá og með 27.3.2020.

    B-hluti skipulagserindi

    • 2003108 – Arnarhraun 40, deiliskipulagsbreyting

      Ingunn Helga Hafstað, f.h. lóðarhafa Arnarhrauns 40 sækir um deiliskipulagsbreytingu sem felur í sér tilfærslu á byggingarreit.

      Erindið verður grenndarkynnt lóðarhöfum Arnarhrauns 37, 38, 39 og 42.

    • 2003083 – Suðurgata 36, fyrirspurn

      Þann 4.3. sl. leggur Rafn Einarsson inn fyrirspurn til skipulags- og byggingarfulltrúa þar sem óskað er eftir að fara í deiliskipulagsbreytingu er nær til lóðarinnar við Suðurgötu 36. Óskað er eftir að breyta húsnæðinu í íbúðarhús í stað atvinnuhúsnæðis og fjölga íbúðum í húsinu.

      Tekið er jákvætt í erindið. Sjá umsögn arkitekts vegna fyrirspurnar.

    • 1909278 – Hólshraun 9, fyrirspurn, lóðarstækkun

      Fyrirspurn barst 11.9.2019 frá Garðyrkjuþjónustunni þar sem óskað er eftir lóðarstækkun við Hólshraun 9. ca. 500m2. Um er að ræða stækkkun sem næst veghelgunarlínu við fyrirhugaðan Álftanesveg.

      Tekið er jákvætt í erindið. Sjá umsögn skipulagsfulltrúa.

    C-hluti erindi endursend

    • 2002536 – Flugvellir 1, breyting á MHL.02.

      HS veitur sækja þann 28.2.2020 um breytingu á spennistöð mhl. 02.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2002429 – Hnotuberg 21, leyfi til hænsnahalds

      Snædís Traustadóttir sækir þann 21.2.2020 um leyfi til hænsnahalds við Hnotuberg 21. Með erindinu er gerð grein fyrir staðsetningu hænsnakofans ásamt samþykki aðliggjandi lóðarhafa.

      Erindi frestað. Erindið verður tekið fyrir þegar frekari gögn berast. Sjá umsögn arkitekts.

    • 2003190 – Norðurhella 11, byggingarleyfi

      Steypustöðin ehf. sækir þann 09.03.2020 um byggingarleyfi samkvæmt teikningum Jóns Hrafns Hlöðverssonar dags. 26.02.2020 stimplaðar af Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis.

      Frestað gögn ófullægjandi.

    • 2003206 – Drangahraun 7, breytingar

      Fasteignafélag KK ehf. sækir 10.3.2020 um breytingar á Drangahrauni 7 samkvæmt teikningum Ágústs Þórðarsonar dagsettar 9.3.2020.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

Ábendingagátt