Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

15. apríl 2020 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 793

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 2004071 – Einhella 3, fjölgun bila

      Björg Real Estate ehf. sækja 7.4.2020 um fjölgun bila samkvæmt teikningum Orra Árnasonar dagsettar 27.3.2020.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2001405 – Kaplakriki, MHL.8, breyting á skráningartöflu og eignarhluta

      Fimleikafélag Hafnarfjarðar leggja þann 21.1.2020 inn teikningar vegna breytinga. Um er að ræða breytingu á skráningartöflu og eignahlutum samkvæmt teikningum Sigurðar Einarssonar dagsettar 20.12.2019.
      Nýjar teikningar bárust 31.03.2020.
      Nýjar teikningar bárust 6.4.2020.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2003505 – Dofrahella 9, byggingarleyfi

      Reynir Einarsson fh. ER húsa ehf. sækir þann 23.3.2020 um að byggja atvinnushúsnæði samkvæmt teikningum Eyjólfs Valgarðssonar dagsettar 20.3.2020 stimplaðar af brunahönnun. Um óverulega breytingu á deiliskipulagi, vegna aðkomu að lóð, er að ræða.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. Hafnarfjarðarkaupstaður er eini hagsmunaaðilinn og því fallið frá grenndarkynningu sbr. heimild 3.mgr. 44.gr. skipulagslaga.

    • 1903247 – Einhella 9, breyting

      MRS ehf. sækir 11.03.2019 um breytingar á innra skipulagi auk svala og uppsettningu kolsýrutanks skv. teikningum Valgeirs Bergs Steindórssonar dags. febrúar 2019.
      Nýjar teikningar bárust 19.02.2020 m/stimpli frá Heilbrigðiseftirlitinu.
      Nýjar teikningar bárust 24.3.2020 m/stimpli frá Heilbrigðiseftirlitinu.

      Samþykkt er að grenndarkynna aðliggjandi lóðarhöfum, Einhellu 4, 6, 7, 8 og 11 og Álfhellu 10 og 12-14 frávik frá gildandi deiliskipulagi, svalir og kolsýrutankur, í samræmi við 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    • 2004117 – Reykjavíkurvegur 1, dagsektir vegna lausafjármuna á lóð

      Á lóðinni Reykjavíkurvegur 1 hefur safnast mikið af lausamunum, sófasett, dekk, timbur og fleira, eigandi hefur fengið bréf og ekki brugðist við.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að leggja dagsektir á eiganda að Reykjavíkurvegi 1. Kvartanir hafa borist vegna lausamuna sem safnast hafa á lóðinni. Bréf vegna þessa var sent 5.2.2020 og hefur ekki verið brugðist við ábendingum. Dagsektir verða lagðar á samkvæmt 56.gr. laga um mannvirki nr. 160/2010. 20.000 kr. á dag frá og með 29.apríl 2020.

    B-hluti skipulagserindi

    • 2003205 – Drangahraun 7, deiliskipulagsbreyting

      Fasteignafélag KK ehf. sækir 10.3.2020 um deiliskipulagsbreytingu Drangahrauns 7.
      Nýjar teikningar bárust 7.4.2020.

      Erindið verður grenndarkynnt lóðarhöfum Drangahrauns 5, 10-12 og 14 með athugasemdafresti til 15.5.2020 í samræmi við ákvæði 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    • 2003108 – Arnarhraun 40, deiliskipulagsbreyting

      Ingunn Helga Hafstað, f.h. lóðarhafa Arnarhrauns 40, sækir um deiliskipulagsbreytingu sem felur í sér tilfærslu á byggingarreit. Á afgreiðslufundi þann 13.3.2020 var samþykkt að grenndarkynna erindið fyrir lóðarhöfum Arnarhrauns 37, 38, 39 og 42. Auk þess var erindið grenndarkynnt lóðarhöfum Klettahrauns 23. Frestur til athugasemda var til 14.4.2020. Engar athugasemdir bárust.

      Deiliskipulagsbreytingar eru samþykktar og að málsmeðferð skuli lokið í samræmi við skipulagslög.

    • 2004102 – Miðvangur 13, fyrispurn

      Þann 14.4.2020 leggur Daði Friðriksson inn erindi þar sem gerð er grein fyrir fyrirhugðum framkvæmdum í garði við Miðvang 143. Með erindinu fylgja teikningar er gera grein fyrir fyrirkomulagi veggja og skjólgirðinga innan lóðar.

      Byggingarfulltrúi tekur jákvætt í erindið.

    C-hluti erindi endursend

    • 2003589 – Móabarð 2b, fyrirspurn

      Tehun Terfasa Dube leggur þann 15.4.2020 inn fyrirspurn um byggingu sólskála o.fl. við Móabarð 2B.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2004034 – Blómvellir 15, fyrirspurn

      Óttar Reynir Einarsson leggur þann 2.4.2020 inn fyrirspurn vegna geymslurýmis í bakgarði.

      Tekið er neikvætt í fyrirspurnina.

    • 2004046 – Hraunskarð 2, byggingarleyfi

      Hraunskarð 2 ehf. sækja 6.4.2020 um að byggja 6. fjölbýlishús tveggja og þriggja hæða samtals 32 íbúðir samkvæmt teikningum Jóhanns Jónssonar dagsettar 3.4.2020. Nýjar teikningar bárust þann 14.04.2020.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

Ábendingagátt