Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

29. apríl 2020 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 794

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 2004046 – Hraunskarð 2, byggingarleyfi

      Hraunskarð 2 ehf. sækja 6.4.2020 um að byggja 6 fjölbýlishús tveggja og þriggja hæða samtals 32 íbúðir samkvæmt teikningum Jóhanns Jónssonar dagsettar 3.4.2020.
      Nýjar teikningar bárust þann 14.04.2020.
      Nýjar teikningar bárust þann 24.04.2020.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2003009 – Norðurbraut 27, viðbygging

      Jakob Guðm. Rúnarsson og Rósa Guðrún Sveinsdóttir sækja 2.03.2020 um viðbyggingu samkvæmt teikningum Ólafar Flygering. Um er að ræða viðbyggingu á þegar steyptum kjallara við norðurhlið og á þegar steyptri plötu við austurhlið og kvist á suðurhlið.
      Nýjar teikningar bárust 8.4.2020.
      Nýjar teikningar bárust 17.4.2020 með stimpli frá brunahönnuði.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2004263 – Gjáhella 17, breyting, hækkun á kvóta

      Sóldögg ehf. sækir þann 20.4.2020 um breytingu á byggingarleyfi, hækkun á hæðarkvóta um 30 cm, samkvæmt teikningu Haralds Árnasonar dagsettar 8.4.2020.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2002181 – Hraunstígur 2, byggingarleyfi

      Sveinn Bjarki Þórarinsson sækir þann 10.02.2020 um viðbyggingu (geymsla og reiðhjólaskýli) samkvæmt teikningum Sigurðar Einarssonar dags. 5.10.2019. Samþykki nágranna fylgir umsókninni.
      Nýjar teikningar bárust þann 18.02.2020.
      Nýjar teikningar bárust 24.3.2020
      Nýjar teikningar bárust 6.4.2020

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2003620 – Þúfubarð 9, byggingarleyfi

      Þórey Þórisdóttir sækir um 30.03.2020 heimild til að byggja sólskýli, björgunarop uppfært og hurð bætt við í stofu, hús klætt að utan með múrklæðningu skv. teikningum Lárusar Ragnarssonar dags. 20.03.2020.
      Nýjar teikningar bárust 21.4.2020.

      Byggingarfullrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1903303 – Glitvellir 48, byggingarleyfi

      Einar Jóhannes Lárusson sækir 13.3.2019 um að fá að steypa veggi við lóðarmörk skv. teikningum Sveinbjörns Hinrikssonar dags. 13.3.2019.
      Nýjar teikningar bárust 29.3.2019.
      Lóðarteikningar bárust 21.04.2020 með undirritun aðliggjandi lóðarhafa.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2004370 – Berghella 1h, tilkynningarskyld framkvæmd

      HS – veitur leggja inn erindi vegna tilkynningarskyldrar framkvæmdar ásamt teikningum þann 27.4. sl. er gera grein fyrir dreifistöð sem mun standa á nýrri lóð við Berghellu 1h.

      Erindið er samþykkt framkvæmdin fellur undir 3.málsl. 1.mgr. 9.gr. laga um mannvirki nr.160/2010.

    • 1907146 – Skógarás 3, byggingarleyfi

      Þann 11.7.2019 sækir Sigurður Hallgrímsson fyrir hönd lóðarhafa um byggingarleyfi fyrir steinsteyptu einbýlishúsi. Undirskriftir nágranna bárust með teikningum.
      Nýjar teikningar bárust 10.10.2019 í tvíriti, sett nr.3 kom 11.10.2019. Nýjar teikningar bárust 27.4. sl. sem sýna frávik frá gildandi deiliskipulagi.

      Byggingarfulltrúi samþykkir að grenndarkynna erindið fyrir eigendum húsa við Skógarás 1-6 í samræmi við 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga 123/2010.

    • 2001149 – Stöðuleyfi, gámar, 2020

      Eigendum gáma, sem ekki hefur verið sótt um stöðuleyfi fyrir, hefur verið send bréf þar sem bent er á að sækja þarf um stöðuleyfi eða fjarlægja þá gáma sem eru án stöðuleyfa og upplýst um að dagsektir verða lagðar á ef ekki er brugðist við.

      Dagsektir, 20.000 pr. dag, verða lagðar á eigendur gáma sem ekki hefur verið sótt um stöðuleyfi fyrir frá og með 30.4.2020.

    B-hluti skipulagserindi

    • 2003236 – Suðurholt 13, deiliskipulagsbreyting, fyrirspurn, fjölga eignum

      Birgir Bergmann Benediktsson sækir þann 11.3.2020 um fjölgun eigna að Suðurholti 13.

      Tekið er neikvætt í erindið samanber deiliskipulag, sjá umsögn arkitekts.

    C-hluti erindi endursend

    • 2004286 – Gjáhella 13, reyndarteikningar v/lokaúttektar

      Sívaliturn ehf. leggur þann 21.04.2020 inn reyndarteikningar Gjáhellu 13.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2004374 – Álfholt 56A, breyting

      Sótt er þann 28.04.2020 um leyfi fyrir áðurgerðum breytingum á þakrými skv. teikningum Sigurbjarts Halldórssonar dags. 10.04.2020.

      Frestað gögn ófullnægjandi. Vantar undirskrift meðeigenda.

    • 2004352 – Malarskarð 6, byggingarleyfi

      Þann 27.04.2020 sækir Ernir Eyjólfsson um að byggja steinsteypt einbýlishús samkvæmt teikningum Haraldar Ingvarssonar dags. 26.4.2020.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2004135 – Grænakinn 19, byggingarleyfi, br. á 2. hæð

      Gestur Jónsson sækir þann 15.04.2020 um framkvæmdir á 2. hæð (efri hæð), hækkað mænisþak og nýtt þak með kvistum, geymsluris breytt í íbúð og byggt yfir útitröppur 2. hæðar. 1. hæð (hálfniðurgrafin) er óbreytt samkvæmt teikningum Huldu Jónsdóttur dags. 14.04.2020. Eigendur 1. hæðar eru samþykkir framkvæmdunum.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

Ábendingagátt