Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

10. júní 2020 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 800

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 2003008 – Selhella 1, byggingarleyfi

      Eldís ehf. fh. Smáragarðs ehf. sækir 28.2.2020 um byggingu 5671,2 m² stálgrindarhúss á steyptum sökkli og staðsteyptri plötu skv. teikningum Bjarna Þórs Ólafssonar dags. 28.2.2020 sem bárust 2.3.2020.
      Nýjar teikningar bárust 03.06.2020.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2001687 – Dofrahella 2, byggingarleyfi

      Kytra ehf. sækja 31.1.2020 um að reisa tvær stálgrindarbyggingar með álsteinullar einingum samkvæmt teikningum Sigurðar Hallgrímssonar dagsettar 29.1.2020. Nýjar teikningar bárust 12.02.2020.
      Nýjar teikningar bárust 07.05.2020.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2001390 – Heiðvangur 8, reyndarteikningar

      Jakob Emil Líndal fh. lóðarhafa leggur þann 3.6.2020 inn teikningar dagsettar 20.01.2020 unnar af Jakobi Emil Líndal.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. Um er að ræða þegar gerðar framkvæmdir.

    • 2005212 – Fagraberg 22, hænsnahald

      Þann 10. maí sl. leggur Elín Gílsadóttir inn umsókn um leyfi til hænsnahalds til Hafnarfjarðarbæjar. Sótt er um að halda fjórum hænum. Með erindinu fylgir skissa er sýnir staðsetningu fyrirhugaðs skúrs innan lóðar ásamt undirskrift aðliggjandi lóðarhafa við Fagraberg 24.

      Erindið er samþykkt.

    D-hluti fyrirspurnir

    • 2006113 – Flókagata 2, fyrirspurn, girðing

      Þann 5. júní sl. leggur Gunnar Helgason inn fyrirspurn til skipulags- og byggingarfulltrúa þar sem óskað er eftir að koma fyrir girðingu á lóð. Með erindinu fylgja teikningar er gera grein fyrir framkvæmdinni.

      Tekið er jákvætt í erindið.

    • 2006101 – Smyrlahraun 6, fyrirspurn, sólskáli/glerskáli

      Þann 5.06.2020 leggur Sigurður Hafsteinsson inn fyrirspurn um byggingu sól-glerskála á suðvestur hlið hússins.

      Tekið er neikvætt í erindið.

    • 2006220 – Stapahraun 12, fyrirspurn, geymsla

      Fyrirspurn barst dags. í maí 2020 frá Te og kaffi hf. vegna gasgeymslu skv. uppdrætti Verkfræðistofunnar Mannvits.

      Tekið er jákvætt í erindið að uppfylltum skilyrðum.

    E-hluti frestað

    • 2005363 – Íshella 4, byggingarleyfi, breyting

      Fagstál ehf. og Bikun ehf. sækja þann 14.5.2020 um stækkun iðnaðarhúsnæðis að Íshellu 4. Um er að ræða byggingu við gafla núverandi húss bæði til austurs og vesturs og breytingu á núverandi húsi sem og klæðningu þess. Teikningar dagsettar 13.05.2020 unnar af Jakobi Emíl Líndal bárust þann 03.06.2020.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2006065 – Heiðvangur 60, sólstofa

      Steingrímur Magnússon sækir þann 04.06.2020 um leyfi fyrir þegar byggðri sólstofu samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar dags. 03.06.2020.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2006089 – Lóð Skógræktarfélagsins við Kaldárselsveg (mhl 02), byggingarleyfi

      Skógræktarfélag Hafnarfjarðar sækir þann 05.06.2020 um byggingarleyfi atvinnuhúsnæðis samkvæmt teikningum Sigurðar Einarssonar dags. 25.05.2020. Húsið er ætlað sem vinnusvæði fyrir starfsmenn við vinnslu trjáplanta, flokkun, ágræðslur, skreytingar og viðhaldi tækja. Starfsmannaaðstaða með eldhúsi og salerni er í Selinu (matshluta 1).

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2006096 – Völuskarð 11, byggingarleyfi

      Ingi Björnsson sækir 5.6.2020 um að byggja staðsteypt einbýlishús á tveimur hæðum samkvæmt teikningum Friðriks Friðrikssonar dagsettar 26.5.2020.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

Ábendingagátt