Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

2. júlí 2020 kl. 10:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 802

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 2006065 – Heiðvangur 60, sólstofa

      Steingrímur Magnússon sækir þann 04.06.2020 um leyfi fyrir þegar byggðri sólstofu samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar dags. 03.06.2020.
      Nýjar teikningar bárust 23.6.2020.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. Þegar gerð framkvæmd.

    • 2006452 – Arnarhraun 50, reyndarteikningar

      Hafnarfjarðarbær leggur þann 24.06.2020 inn reyndarteikningar Svövu Bjarkar Jónsdóttur dags. 24.06.2020.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2006371 – Strandgata 31-33, reyndarteikningar á rýmum 102-102

      Sentor ehf. leggja 23.6.2020 inn reyndarteikningar af rými 102-103 samkvæmt teikningum Kristjáns Bjarnasonar dagsettar 9.6.2020.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. Þegar gerðar framkvæmdir.

    • 2006089 – Lóð Skógræktarfélagsins við Kaldárselsveg (mhl 02), byggingarleyfi

      Skógræktarfélag Hafnarfjarðar sækir þann 05.06.2020 um byggingarleyfi atvinnuhúsnæðis samkvæmt teikningum Sigurðar Einarssonar dags. 25.05.2020.
      Nýjar teikningar bárust 15.6.2020.
      Nýjar teikningar bárust 24.6.2020.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2006393 – Völuskarð 7, breytingar á lóð

      Ágúst Arnar Hringsson sækir 24.6.2020 um breytingar á lóð samkvæmt teikningum Kristins Ragnarssonar dagsettar 18.6.2020.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    B-hluti skipulagserindi

    • 2004153 – Suðurgata 40, breyting á deiliskipulagi

      Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 21. apríl sl. var lóðarhafa Suðurgötu 40 heimiluð gerð tillögu að deiliskipulagsbreytingu á sinn kostnað og að hún skyldi auglýst í samræmi við 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga. Tillagan var grenndarkynnt frá 26.5.-29.6.2020. Engar athugasemdir bárust.

      Skipulagsfulltrúi samþykkir deiliskipulagsbreytinguna og að málinu skuli lokið í samræmi við skipulagslög 123/2010. Erindinu er jafnframt vísað til bæjarráðs til staðfestingar.

    • 2007162 – Skarðshlíð, opið svæði við Hádegisskarð, breytt deiliskipulag

      Hafnarfjarðarkaupstaður sækir 2.7.2020 um breytingu á deiliskipulagi vegna byggingar á rými fyrir smjóbræðslustýringar vegna snjóbræðslugatna í Skarðshlíð.

      Tekið er jákvætt í óverulega breytingu á deiliskipulagi. Erindið verður grenndarkynnt í samræmi við skipulagslög.

    C-hluti tilkynningarskyldar framkvæmdir

    • 2006449 – Tjarnarbraut 27, tilkynningarskyld framkvæmd

      Anna og Michai Gala leggja þann 24.6.2020 inn tilkynningu um framkvæmdir innanhúss. Um er að ræða færslu á eldhúsi og hitalagnir í gólf.

      Erindið er móttekið. Samræmist tilkynningarskyldum framkvæmdum sem tilgreindar eru í grein 2.3.5. byggingarreglugerðar 112/2012.

    D-hluti fyrirspurnir

    • 2006724 – Tinnuskarð 4, breyting á byggingarmagni 6.íbúðir

      Þann 30.6. sl. leggur Pétur Ólafsson inn fyrirpurn til skipulags- og byggingarfulltrúa þar sem óskað er eftir að breyta skilmálum deiliskipulags Skarðshlíðar 3. áfanga er nær til lóðarinnar við Tinnuskarð 4. Óskað er eftir að fjölga íbúðum úr 4 í 6.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur jákvætt í erindið. Sækja þarf um deiliskipulagsbreytingu og skila inn gögnum er gera grein fyrir áhrifum breytinganna.

    • 2006453 – Lækjargata 16, fyrirspurn, bílgeymsla

      Þann 25.6. sl. leggur Pétur Ö. Pétursson inn fyrirspurn til skipulags- og byggingarfulltrúa þar sem óskað er eftir að byggja bílgeymslu innan lóðar við Lækjargötu 16.

      Tekið er jákvætt í erindið, sjá umsögn arkitekts.

    • 2007066 – Grænakinn 4, auka bílastæði á lóð

      Þann 1.07.2020 leggur Stefán Ómar Jakobsson inn fyrirspurn um aukabílastæði innan lóðar.

      Tekið er jákvætt í erindið en bent er á að eingöngu er heimilt að vera með 4.8m breitt bílastæði samkvæmt gildandi deiliskipulagi.

    • 2007049 – Grænakinn 16, auka bílastæði á lóð

      Þann 21.06.2020 leggur Sigurður Jóhann Sigurðsson inn fyrirspurn um aukabílastæði innan lóðar.

      Tekið er jákvætt í erindið en bent er á að eingöngu er heimilt að vera með 4.8m breitt bílastæði samkvæmt gildandi deiliskipulagi.

    • 2007047 – Grænakinn 10, auka bílastæði á lóð.

      Þann 01.02.2020 leggur Björn Halldórsson inn fyrirspurn um aukabílastæði innan lóðar.

      Tekið er jákvætt í erindið en bent er á að eingöngu er heimilt að vera með 4.8m breitt bílastæði samkvæmt gildandi deiliskipulagi. Hægt er að hafa þriðja bílastæðið sér 2.5 metra breitt.

    • 2007048 – Grænakinn 2, auka bílastæði á lóð.

      Þann 18.06.2020 leggur Ragnar Steinn Guðmundsson inn fyrirspurn um aukabílastæði innan lóðar.

      Tekið er jákvætt í erindið en bent er á að eingöngu er heimilt að vera með 4.8m breitt bílastæði samkvæmt gildandi deiliskipulagi.

    • 2007116 – Grænakinn 20, auka bílastæði á lóð

      Þann 1.7.2020 leggur Svava Berglind Hrafnsdóttir inn fyrirspurn um aukabílastæði innan lóðar.

      Tekið er jákvætt í erindið en bent er á að eingöngu er heimilt að vera með 4.8m breitt bílastæði samkvæmt gildandi deiliskipulagi.

    • 2007170 – Grænakinn 12, aukabílastæði á lóð

      Þann 2.7.2020 leggur Baiba Romanovska inn fyrirspurn um aukabílastæði innan lóðar.

      Tekið er jákvætt í erindið en bent er á að eingöngu er heimilt að vera með 4.8m breitt bílastæði samkvæmt gildandi deiliskipulagi.

    E-hluti frestað

    • 2006450 – Álfhella 8, breyting á innkeyrslu

      Drafnarfell ehf. sækja 24.6.2020 um breytingu á innkeyrslu frá Dranghellu og staðsetningu á girðingum og bílastæðum samkvæmt teikningum Sæmundar Eiríkssonar dagsettar 23.6.2020.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2006241 – Selhella 4, reyndarteikningar vegna lokaúttektar

      Steinabær ehf. leggja 15.6.2020 inn reyndarteikningar af Selhellu 4 teiknaðar af T. Ellerti Tómassyni dagsettar 18.3.2020.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2006608 – Smyrlahraun 25, breyting á þaki á bílskúr

      Ingi Már Ljótsson sækir 26.6.2020 um breytingu á bílskúrs þaki vegna leka samkvæmt teikningum Sigurbjarts Halldórssonar dagsettar 24.6.2020.
      Undirskriftir nágranna bárust einnig.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2006597 – Ölduslóð 30, breytingar

      Rúnar Sigurður Guðlaugsson sækir 26.6.2020 um að setja svalir á rishæð og fjarlægja skorstein samkvæmt teikningum Brynjars Daníelssonar dagsettar 26.6.2020

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2006394 – Vikurskarð 12, breyting á stiga

      Óðalhús ehf. sækja 24.6.2020 um breytingu á stiga milli húsa Vikurskarðs 12 og Vikurskarðs 10 samkvæmt teikningum Friðriks Ólafssonar dagsettar 11.6.2020.
      Undiskrift barst frá nágranna.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2006706 – Einihlíð 15, breyting á óuppfylltu rými

      Þann 26.06.2020 sækir Sigurður Hafsteinsson fyrir hönd eiganda um að fá óútgrafið rými samþykkt sem notkunarrými fyrir rými 0101.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    F-hluti önnur mál

    • 2001149 – Stöðuleyfi, gámar, 2020

      Eigendum gáma, sem ekki hefur verið sótt um stöðuleyfi fyrir, hefur verið send bréf þar sem bent er á að sækja þarf um stöðuleyfi eða fjarlægja þá gáma sem eru án stöðuleyfa og upplýst um að dagsektir verða lagðar á ef ekki er brugðist við.

      Dagsektir, 20.000 pr. dag, verða lagðar á eigendur gáma sem ekki hefur verið sótt um stöðuleyfi fyrir frá og með 16.7.2020.

Ábendingagátt